Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 58

Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 58
Verslun Sœvars Karls við Bankastrœti. heildarmarkaðinn en sterkir þegar komið er að vandaðri hluta hans. Við stöndum mjög vel gagnvart útlöndum því kannanir hafa sýnt að merkjavara er ódýrari - eða að minnsta kosti ekki dýrari hér en erlendis - og fólk er farið að átta sig á því. Okkar styrkleiki liggur ekki síst í því að veita góða þjónustu og þar sem karlar eru al- mennt minna lýrir búðarráp en konur hentar það vel að hafa verslanir þar sem hægt er að kaupa allt í einni ferð og þar hefur Herragarðurinn staðið vel að vígi.“ Verslanir þeirra eru ekki netvæddar enn sem komið er, en hugleiðingar í þá áttina hafa vaknað og þá kannski íýrst sem vefsetur þar sem hægt væri að panta grunnvöru en seinna eitthvað meira. urinn er Sævar Karl sjálfur, eigandi versl- unarinnar sem segir mestu skipta fyrir sig og reksturinn að hafa sérstöðu og halda tengslum við viðskiptavini sína. Hann kærir sig ekkert um að taka þátt í kapphlaupinu um að eiga sem flestar verslanir og segir það ekki ganga í þeim klassa sem hann sé í. Markpóstur besta auglýsingin „Auðvit- að verð ég var við samþjöppun á fata- markaðnum," segir Sævar Karl. „Menn eru að kaupa upp samkeppnisaðila og fjölga útsölustöðum en mér hefur sýnst í gegnum árin að þetta gangi best í milli- verðflokkum og ódýrari. Eg hef reynslu af því að reka fleiri en eina verslun og er búinn að gera það upp við mig að ég ætli að vinna vel að þessari einu einingu sem hér er; skapa mér sérstöðu á markaðn- um og halda henni. Við auglýsum lítið annað en með beinum markpósti og höf- um upp á síðkastið gefið fólki möguleika á því að fá sendar tilkynningar og auglýs- ingar í tölvupósti. Þá sendir það okkur tölvupóst og fer á póstlistann okkar. Þar fær það upplýsingar um verðlækkanir og viðburði í galleríinu. Um daginn komu hingað til dæmis framleiðendur sem vildu gjarnan hitta viðskiptavini okkar og þá sendi ég boð til þeirra. Mér finnst gott að ffamleiðendur hitti viðskiptavinina, það myndast þá góð tengsl á milli þeirra." Held áfram að selja Boss Verslunin sel- ur bæði karlmanna- og kvenfatnað, en leggur þó meiri áherslu á karlmannafatn- aðinn. Sævar segir að kvenfatnaðurinn standi undir um það bil 25% af veltunni en þar sé vaxtarbroddur. „Eg var fyrstur til að reka hér sérleyfisverslun (franchise) í fatnaði þegar ég var með Etienne Aigner búðina. En ég fann að markaðurinn mett- aðist á rúmum fimm árum. Varðandi nýju Boss búðina gildir það sama, maður verð- ur alltaf að geta boðið upp á eitthvað nýtt á svona litlum markaði og nú, eftír að Boss búðin var opnuð, tek ég bara það sem mér líkar af Boss vörum og það sem hentar hjá mér. Eg „prófíla" öðruvísi en það kemur ágætlega út og ég hef ekki misst neitt við þetta. Eg var búinn að kynna Boss vörurn- ar hér og byggja þær upp og held áifam að selja þær eins og áður.“ Kaupmaðurinn á horninu er ehki dauður! Sæv- ar Karl Olason hefur rekið verslun sína í 25 ár og þekkir markaðinn vel. Það er dálítið sér- stakt að koma inn í versl- un Sævars Karls í Banka- strætinu. Falleg föt liggja samanbrotin á borðum og í hillum og ljúf kaffi- lykt mætir manni. í miðri búðinni eru tveir stólar og á öðrum þeirra situr maður að lesa blað og drekka kaffi. Öðru hvoru kemur inn viðskiptavinur og flestir heilsa mannin- um innilega. Hann þekkir þá greinilega flesta og spyr um hagi viðkomandi. Mað- Guðjónson, framkvœmdastjón lija 2^1 fetnað. Miðað ■ ....5.- „ff, R milUnrðum erlendis i fatnao. Tveir í félagí Sævar seg- ist lita á sig sem „kaup- manninn á horninu" í þeim skilningi að hann þekki stóran hluta við- skiptavina sinna og þeir hann. Hann vilji vera sýni- legur í versluninni sem sé merkt nafni hans og segir í gríni að þeir Magni frí- merkjasali (Hjá Magna) ætli að stofna félag slíkra kaupmanna; þeir séu á sama báti hvað sérstöðu varði. Hlær svo að sjálf- um sér og er rokinn til að sinna einhverjum sem þarf aðstoð. Eftir 25 ára reynslu veit hann að best er að ljúka mál- inu strax. B5 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.