Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 64

Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 64
Hörmun -Eru íslensku skrifstofuhúsgögnin samkeppnisfær hvað verð varðar við er- lenda framleiðslu? „Við getum sagt að ákveðnar, erlend- ar vörur séu samkeppnisfærar í verði miðað við þær íslensku og síðan snýst þetta við þegar um aðra hluti er að ræða. Kosturinn við íslensku skrifstofuhús- gögnin er sá að viðskiptavinurinn getur valið þá viðartegund sem hann sjálfur vill en það getur hann oft ekki þegar um er- lend húsgögn er að ræða. Við höfum einnig meiri sveigjanleika í allri fram- leiðslu íslensku húsgagnanna vegna ná- lægðarinnar við markaðinn.“ Penninn hefur langa reynslu í fram- leiðslu skrifstofuhúsgagna og hefur átt samvinnu við Valdimar Harðarson arki- tekt í ein tíu ár. Húsgögnin hafa að mestu leyti verið framleidd hjá Húsgögnum og innréttingum á Selfossi, sem áður var Trésmiðja KA. Penninn keypti meirihluta í trésmiðjunni snemma á þessu ári og stjórnar henni í dag eins og komið hefur fram. Þar voru framleiddir fataskápar, eldhús- og baðinnréttingar, en þeirri framleiðslu hefur verið hætt. Nú eru ein- göngu framleidd skrifstofuhúsgögn á Selfossi og Penninn er eini viðskiptavin- urinn. „Við höfum ekki annað eftirspurninni á íslenska markaðnum þótt afkastagetan hafi aukist um 30% við að leggja niður eldri framleiðslulínur. Við erum oft spurðir að því hvort við horfum ekki til útflutnings á Fléttuskrifstofúhúsgögnun- um, en við höfum einfaldlega ekki haft tíma til þess að kanna slikt til þessa. Okk- ur finnst þó að útflutningsmöguleikar hljóti að vera fyrir hendi, í það minnsta möguleikar á að selja framleiðsluleyfi fyr- ir Fléttu 2000,“ segir Guðni.SH Guðni Jónsson, yfirmaður hjá Pennanum - Skrifstofubúnaði. Þægileg vinnuaðstaða í helmingi minna rými „Hönnun skrijstojuhúsgagna og ráðgjöf framleiöenda og seljenda snýst mikið um pað í dag að spara pláss hjá fyrir- tækjum sem eru að kaupa skrijstofuhús- gögn. Við erum að selja lausnirsem eru heilsuvænar, vel hannaðar og taka helmingi minna rými en áður en pví fylgir mikill sparnaður fyrir fyrirtækin, “ segir Guðni Jónsson, yfirmaður hjá Pennanum - Skrijstofubúnaði ogfram- kvœmdastjóri Húsgagna og innréttinga. nýliðnum Hönnunardögum fengu Penninn hf. og Húsgögn og innréttingar sem framleið- endur sérstaka viðurkenningu fyrir Fléttu 2000, skrifstofúhúsgögn og skil- rúm. Umsögn dómnefndar var: „Flétta 2000 er velheppnuð lína þar sem fara saman léttleiki, gagnsæi, notagildi og fjöl- breytni." Fléttu hannaði Valdimar Harð- arson arkitekt. Fyrsti hluti Fléttu 2000-línunnar, borð, skápar og móttökuborð, höfðu hlotið tvær viðurkenningar á síðustu Hönnunar- dögum, Valdimar fyrir hönnunina og Penninn fyrir ffamleiðsluna. Nú var bætt við línuna og hringnum lokað með skil- rúmum, forstjóralínu og fleiru. Skilrúmin eru hljóðeinangruð, blanda af glereining- um og heilum veggjum og þau standa á gólfi eða eru klemmd á borðplötur. Ofan á þeim eru sérstakar festingar fyrir hillur og hirslur svo ekki þarf að binda uppsetn- inguna við hillustiga sem hafa verið al- gengastir til þessa. Gert er ráð fýrir lagna- snúrum í leiðslustokkum skilrúmanna eða í leiðslustokkum undir borðunum, eftir því sem við á. Flétta 2000 er fram- leidd í hlyn, beyki og mahoní en hægt er að fá aðrar útfærslur sé þess óskað. Sérstakt set/standborð í Fléttu 2000 með rafmagns- hæðastillingu, frá 69 upp í 115 sm, hefúr vakið athygli. Guðni segist hafa hug- leitt af jafnvel mætti leigja slfk borð þeim sem þyrftu á þeim að halda tímabund- ið vegna slysa eða í kjölfar upp- skurðar. Allir geta setið eða staðið við borðið i réttri kjörhæð. Þægileg vinnustöð 64

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.