Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 19

Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 19
FORSÍÐUGREIN Goði hf. Valdímar Grímsson 34 ára hætti um miðjan október sl. sem fram- kvæmdastjóri Goða hf. eftir aðeins tæpa ljóra mánuði í því starfi. Goði hf. varð til í byijun sl. sumars þegar fimm fyrirtæki í kjötiðnaði sameinuðust; Borgarnes-Kjötvörur, slátur- hús og kjötvinnsla Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Kjötumboðið hf., Norðvestur- bandalagið á Hvammstanga og Þríhyrningur. Kristinn Geirsson 34ára framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa lók við af Valdimar sem framkvæmdastjóri Goða hf. Hann hefur starfað hjá Samskipum frá árinu 1991 að undanskildum árunum ‘93 tíl ‘96 er hann var í námi í Bandaríkjunum. Goði hf. verður á þessu ári í kringum 50. stærsta fyrirtæki landsins. Síldarvinnslan Björgólfur Jóhannsson 45 ára Þegar Finnbogi Jónsson tók við forstjóra- starfi í Islenskum sjávarafurðum í byrjun síð- asta árs tók Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja, við starfi forstjóra hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. Síldarvinnslan er 53. stærsta fyrirtæki landsins. Fríhöfnin Guðmundur Karl Jónsson 60 ára lét af störfum sem framkvæmdastjóri for- stjóri Fríhaíharinnar í lok september sl. eftír tæp 20 ár í því starfi. Fríhöfnin var yfirtekin af hlutafélaginu Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hinn 1. október sl. Það er nýtt og sam- einað fyrirtæki Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Fríhafnarinnar. Fríhöfnin er 54. stærsta fyrirtæki landsins. Flugstöð Leífs Eiríkssonar Ómar Kristjánsson 52 ára hætti í lok september sl. sem ífamkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eirikssonar eftir 2 ár í því starfi. Aður var hann framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugmálastjórnar. Þess má geta að Omar seldi fyrirtæki sitt, Þýsk- íslenska, til Bílanausts á vormánuðum árið 1996. Höskuldur Ásgeirsson 48 ára fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs IS og framkvæmdastjóri ÍS í Frakklandi, (Gelmer), hefur tekið við sem forstjóri Flug- stöðvar Leifs Eirikssonar hf. Höskuldur hætti hjá Gelmer í byijun þessa árs eftír að IS og SIF í Frakklandi voru sameinuð. Snæfell (BGB-Snæfell) Magnús Gauti Gautason 50 ára forstjóri Snæfells, sjávarútvegsfyrirtækis KEA, hættí hjá fyrirtækinu í endaðan mars sl. eftír að hafa gegnt því starfi í um 2 ár. Aður hafði hann verið kaupfélagsstjóri KEA í 9 ár. Nýlega var hann ráðinn framkvæmda- stjóri VSO Ráðgjafar á Akureyri. Þórir Matthíasson 37 ára framkvæmdastjóri BGB hf. á Arskógssandi tók við forstjórastarfinu af Magnúsi Gauta 1. apríl sl. þegar BGB og Snæfell voru samein- uð. Að vísu sameinuðust þau formlega í byrjun ársins. Þórir hafði verið framkvæmda- stjóri BGB í 3 ár. Þórir hættí sem fram- kvæmdastjóri 1. nóv. sl. í kjölfar sameiningar Samherja og BGB-Snæfells á dögunum. BGB-Snæfell hefði orðið um 56. stærsta fyrirtæki landsins á þessu ári. islenska járnblendifélagið Bjarni Bjarnason 44ára sagði upp sem forstjóri íslenska járnblendifé- lagsins í júlí sl. eftír rúm 3 ár í því starfi. Hann lætur af störfum á næstunni þegar eftírmaður hans verður ráðinn. Bjarni var áður forstjóri Kísiliðjunnar í rúm tvö ár. íslenskajárnblendifélagið er 56. stærsta fyrirtæki landsins. SR-mjöl Jón Reynir Magnússon 69 ára lét af stöfum sem forstjóri SR-mjöls hinn 1. ágúst sl. en hann hafði gegnt því starfi í 29 ár, raunar fyrst sem forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins, undanfara SR-mjöls hf. Þórður Jónsson 58 ára skipatæknifræðingur frá Helsingör í Dan- mörku og fv. framkvæmdastjóri tæknsviðs SR-mjöls, tók við af Jóni Reyni sem forstjóri. Þórður hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins árið 1986 sem rekstrarstjóri fyrirtækisins. SR-mjöl er 58. stærsta fyrirtæki landsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.