Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Síða 51

Frjáls verslun - 01.09.2000, Síða 51
Greinarhöfundur, Ásdís Jónsdóttir, er sérfrœðingur á sviði ráðninga hjá IMG og Mannafli, sameinaðri ráðningarþjónustu Gallups og Ráðgarðs. bandi er að hlúa vel að þeim sem þegar starfa hjá fyrirtækinu. Margir þættir skipta þar máli, svo sem laun, sveigjanleiki vinnutíma, stjórnunarmáti og starfsþróunarmöguleikar. Starfsauglýsingar Starfsauglýsingar eru öflugur miðill til að koma skilaboðum um ímynd á framfæri. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í starfsleit er ekki í meirihluta þeirra sem lesa starfsaug- lýsingar. Þeir sem hafa áhuga á atvinnu- og fyrirtækjamarkaðn- um skoða einnig oft atvinnuauglýsingar. Meðal þeirra gætu leynst hugsanlegir framtíðarstarfsmenn. Þess vegna skiptir máli að byggja upp stefnu í starfsauglýsingum svo sjá megi rauðan þráð í gegnum allar auglýsingar eins fyrirtækis. Það gef- ur ímynd um festu og stöðugleika í starfsmannamálum. Nafn- lausar auglýsingar ætti aðeins að nota í afmörkuðum tilfellum, eins og þegar upp koma viðkvæmar aðstæður. Þær bera yfirleitt ekki eins góðan ávöxt og þegar auglýst er undir nafni, auk þess að hafa ekki burði til að byggja upp ímynd fyrirtækis. Þótt góð kynning á fyrirtækinu og starfinu skipti miklu máli verður að gæta vel að því að störf séu ekki „ofseld". Það getur vakið ótímabærar væntingar hjá umsækjendum. Rann- sóknir hafa sýnt að jafnvel þegar erfitt er að manna störf er betra að draga upp raunsæja mynd af þeim fremur en að reyna að fela gallana. Það skiptir ennfremur miklu máli að taka vel á móti um- sækjendum. Það að fólk fái svar og þvi sé sýndur áhugi, jafnvel þegar því er hafnað, er mikilvægt. Til þess að tryggja að öllum sé svarað þarf að hanna ferli fyrir umsóknir sem berast til fýr- irtækis. Þeir sem sjá um ráðningar hjá fýrirtækjum þurfa að vera færir um að taka hlýlega á móti umsækjendum, afla um þá nauðsynlegra upplýsinga og vekja hjá þeim raunsæjan áhuga á fyrirtækinu. Mörg fyrirtæki kjósa að láta ráðningarstofur sjá um samskipti við umsækjendur. Þetta getur verið góður kost- ur því þar er oft til staðar fagleg þekking sem starfsmenn fýrir- tækis búa ekki yfir. Auk þess felst í því mikil vinna að svara um- sækjendum og veita þeim upplýsingar um starfið og töluverð- ur tími sparast hjá starfsmönnum fyrirtækis þegar ráðningar- stofur sjá um þetta. Þó þarf að hafa gát við val ráðningarstofa, bæði með tílliti til fagmennsku þeirra og hvort fyrirtækið sé til- búið til að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar. Þegar mynd- ast hefur gagnkvæmt traust á milli fyrirtækis og ráðningar- stofu getur stofan haft frumkvæði að því að benda áhugaverð- um umsækjenduin á fyrirtækið. Fólk sem hæfir umhverfinu Það er ekki nóg að finna fólk sem uppfyllir hæfniskröfur starfsins. Stjórnendur þurfa að þekkja menningu og ímynd fyrirtæksins til að velja fólk sem hæfir vel umhverfinu. 51 I I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.