Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 26
NETIÐ Svarar þú? Hún má því teljast með ólíkindum niðurstaða könnunar sem London Business School gerði nýlega í Bretlandi á svörun við fyrir- spurnum á netsíðum fyrirtækja. Nið- urstaða könnunarinnar var sú að 37% fyrirtækja svöruðu ekki tölvupósti og aðeins tæpur heimingur þeirra sem svaraði gerði það innan sólarhrings. Daginn eftir höfðu 8% svarað, þremur til ijórum dögum síðar svöruðu 5% til viðbótar, 4% til viðbótar svöruðu inn- an vikuloka - og 14% eftir það. Það er sláandi að 37% fyrirtækjanna skuli ekki hafa svarað. Hliðstæð könnun var síðan gerð í Bandaríkjunum og var niðurstaðan svipuð, þ.e. þriðjungur fyrirtækja svaraði ekki tölvupósti. Gartner Group hefur spáð fyrir um að 25% af öllum fyrir- spurnum til fyrirtækja muni berast um Netið árið 2001. Ef þessi spá rætist geta mörg fyrirtæki sleppt því að hafa heima- síðu ef virkni hennar er ekki meiri en könnun London Business School gefur til kynna. Oánægðir viðskiptavinir á Netinu munu sjá til þess að viðskiptin flytjist annað. íslensk fyrirtæki betri Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ís- lensk fyrirtæki virðast standa sig mun betur. Gerð var lausleg könnun meðal hlutafélaga á aðallista Verðbréfaþings Islands á svörun þeirra við fyrirspurnum gegnum Netið. Innan klukku- tíma höfðu 45% fyrirtækjanna svarað fyrirspurn og innan tveggja tíma var hlutfallið komið upp í 60%. Áður en sólarhringur var lið- inn höfðu 78% fyrirtækjanna svarað. En þar með var reyndar sæl- unni lokið. Greinilegt er að annað hvort svara fyrirtæki skjótt eða alls ekki því aðeins 4% þeirra sem eftir voru svöruðu innan viku. Alls 18% svöruðu því alls ekki. Engu að síður eru þetta betri niðurstöður en fengust út úr könnun London Business School. Að staðsetja sig á Netinu Það er mis- jafnt hvaða tækifæri fyrirtæki sjá í Net- inu. Sum láta nægja að koma sér upp heimasíðu sem hýsir staðreyndir um sögu og stefnu á meðan önnur hafa fært flest sín viðskipti yfir á Netið. PricewaterhouseCoopers hefur sett fram líkan sem gerir kieift að staðsetja fyrirtæki eftir því hvernig þau notfæra sér Netið í starfsemi sinni. Fjögur bróunarstig netvíðskipta - Endurbætur samskiptaleiða Flest fyrirtæki stíga sín fyrstu skref á Netinu með því að opna fyrir sölu- og upplýsingarás. Þau koma sér upp heimasíðu og bæta við nýjum samskiptaleiðum. Má segja að þetta sé upp- hafspunktur netviðskipta og hér eru flest fyrirtæki stödd núna. Tækifæri sem fyrirtæki geta á þessu stigi fært sér í nyt eru meðal annars: • Sala yfir Netið. • Bætt þjónustustig. • Sérsniðin þjónusta. • Sjálfsþjónusta verður til. • Dreifing vöru og þjónustu gegnum Netið. • Þjónusta á þeim tíma sem viðskiptavininum hentar. Tækifæri eru hins vegar ekki án takmarkana. Á þessu stigi eru sjaldnast skapaðir samkeppnisyfirburðir og greiður aðgangur annarra er að þessu útfærslustigi. I'yrirtæki verða jafnframt að ákveða hvernig samskiptaleiðir eiga að starfa saman án þess að komi til árekstra (sígilt dæmi um þetta er sala bifreiðaframleið- enda um Netið og hagsmunaárekstrar við umboðin). Aðrar spurningar eru til dæmis hvort breyta eigi skipulagi fyrirtækja? Um 20% íslenskra fyrirtækja svara ekki tölvupósti en í Bretlandi og Bandaríkjunum erþetta hlutfall hærra, eða 37%. Þetta ersláandi pví spáö er að fjórðungur allra fyrir- spurna til fyrirtækja berist á Netinu á næsta ári. Eftir Þröst Olaf Siguijónsson Greinarhöfundur er stjórnunarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers í Kaupmannahöfn. - Samþættíng virðiskeðja Þegar fyrirtæki hafa náð fullum tökum á netsamskiptaleiðinni leita þau tækifæra til að tengja við- skiptavini og birgja með aðstoð ferla og tækni. Markmiðið er að endurhanna og stytta alla ferla þannig að þeir skapi fylki frekar en linulegt flæði. Tækifæri sem finna má eru: • Innleiða kerfi sem miðlar þekkingu milli fyrirtækis, birgja og viðskiptavina. • Umbylta þjónustu við viðskiptavini. • Innleiða lág-kostnaðar virðiskeðju. • Straumlínulaga upplýsingaflæði til að auka samskipti. Að úthýsa starfsemi sinni Cisco er eitt besta dæmið sem unnt er að taka í þessu sambandi. Fyrirtækið veltir árlega um 10 milljörðum Bandaríkjadala og 80% af veltunni fer um Netið. Það er með 35 þúsund skráða viðskiptavini sem panta gegnum Netið; 55% af þessum pöntunum koma aldrei í hendurnar á starfsmönnum Cisco. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.