Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Side 76

Frjáls verslun - 01.09.2000, Side 76
Sími 05 fjarshipti starfsmanna verulega. Tengja má búnaðinn þráðlausum símum og hægt er að fá hljóðnema sem síar allt umhverfishljóð frá tali,“ segir Agnar. Varðandi þennan búnað sem við erum að bjóða leggjum við áherslu á gott samstarf við þá sem fást við heilsu og vellíðan starfsmanna. „Það má því segja að Samband-Samskiptalausnir bjóði öflugar símstöðvar og þægilegan handfrjálsan símbúnað og allt þar á milli,“ segja þeir Agnar og Einar Örn að lokum. IB Stikla: TETRA tæknin til hagræðingar og skilvirkari stjórnunar Sameinar eiginleika farsíma, talstöðvar og boðtækis í einu tœki. Stefán Jónasson er rafeindavirki og verkfrœdingur og starfar sem markaðs- og sölustjóri hjá Stiklu ehf. aðvörunarboð, mæligildi og textaskilaboð og er tengitími á milli notenda aðeins 0,3 sekúndur. Boðin er hægt að senda á einstaka notendur eða notendahópa samtímis. Gert er ráð fyrir að Landssíminn leggi niður boðkerfi sitt á næsta ári og ætla nú þegar fjölmargir aðilar að nota Tetra kerfið í stað gamla boðkerfisins. Flestar Tetra farstöðvar eru með sérstökum neyðarhnappi og ef ýtt er á hann fæst beint samband við Neyðarlínuna 112 og munu slík samtöl fá forgang umfram önnur samtöl í Tetra kerfinu, sem er mikilvægt öryggisatriði." Tetra til hagræðingar og skilvirkari stjórnunar Hagræðið fyrír notendur er fyrst og fremst lækkun á fjarskiptakostnaði, skilvirkari stjórnun og lægri viðhaldskostnaður búnaðar. „Að auki eru samskipti örugg og þau er ekki hægt að hlera. Fyrir þá sem þurfa á talstöð, farsíma og boðtæki að halda er miklu ódýrara að reka eitt tæki í stað tveggja eða þriggja. I dag er stærsti notendahópurinn þeir sem hafa þörf fyrir hópsamskipti við samstarfsmenn sína, hvar sem þeir eru staddir á landinu, þar sem Tetra farstöðin nýtist einnig sem hefðbundinn farsími til að hringja innan Tetra kerfis eða yfir í símakerfi. Þannig getur stjórnandi sem þarf að ná í marga aðila samtímis, t.d. til að sækja upplýsingar um verkefnastöðu manna og tækja og senda nýjar fyrirskipanir, sparað miklar upphæðir með einu, ódýru hópkalli innan Tetra kerfisins í stað þess að hringja mörg farsímasímtöl. Þannig ná þessir aðilar fram skilvirkari stjórnun, betri nýtingu á vinnuafli og tækjabúnaði og spara um leið fjarskiptakostnað." Sumar Tetra farstöðvar eru fáanlegar með innbyggðum GPS staðsetningarbúnaði sem gefur möguleika á að fylgjast með staðsetningu manna og farartækja, t.d. til skilvirkari stjórnunar og um leið öryggis í þágu starfsmanna. Fyrirtæki, sem áður hafa verið að reka eigin endurvarpskerfi, eru mörg hver að leggja þau niður með tilkomu aðkeyptrar Tetra þjónustu. Sem dæmi má nefna Landsvirkjun, Rarik og önnur veitufyrirtæki. Stikla ehf er ljarskiptafyrirtæki í eigu TölvuMynda hf, Landssíma íslands hf og Landsvirkjunar. í upphafi er meginverkefni fyrirtækisins að setja upp og reka nýtt farstöðvakerfi sem kennt er við Tetra-staðalinn. Landsbekjandi Tetra þjónustusvæði fyrir árslok 2001 Að sögn Stefáns Jónassonar, markaðs- og sölustjóra Stiklu, hefur uppsetning Tetra kerfis Stiklu gengið að óskum, kerfið verið laust við öll byrjunarvandamál og þegar orðin þörf á að stækka það. Því er nú unnið af fullum krafti að stækkun þess og er gert ráð fyrir landsþekjandi Tetra þjónustusvæði fyrir árslok 2001. Tetra farstöð sameinar eiginleika talstöðvar, farsíma og boðtækis. I Tetra tækninni eru ýmsir nýir og einstakir eiginleikar. „Nýjungarnar felast fyrst og fremst í því að fá í einu tæki búnað sem sameinar eiginleika farsíma, boðtækis og talstöðvar, auk fleiri eiginleika," segir Stefán. „Þannig geta notendur verið í hópsamskiptum sín á milli hvar svo sem þeir eru staddir innan Tetra kerfis, á meðan venjuleg talstöðvasamskipti takmarkast við stutta fjarlægð á milli notenda. Einnig eru Tetra farstöðvarnar heppilegar til stafrænna gagnasendinga, t.d. til að senda hvers konar Tetra fyrir fjarskipti á landsvísu „Hinn venjulegi farsímanotandi mun ekki skipta út GSM farsíma sínum fyrir Tetra farstöð, hafi hann eingöngu þörf fyrir einkasamtöl á milli tveggja notenda, þar sem Tetra búnaðurinn er mun dýrari. Hafi hann hins vegar þörf fyrir að vera í góðu fjarskiptasambandi fyrir utan þá staði sem GSM kerfið nær til er Tetra farstöðin strax orðin góður valkostur þar sem Tetra kerfi Stiklu nær nú þegar yfir stóran hluta af hálendinu og verður orðið landsþekjandi á næsta ári. Sé viðkomandi t.d þátttakandi í útivistarhópi eða hvers konar félagastarfsemi nýtist eiginleiki kerfisins til hópsamskipta á landsvísu sem bónus þar ofan á. Væntanlegar nýjungar i Tetra Á næstunni er samhæfing Tetra við IP samskiptastaðalinn það sem stendur upp úr. Nú þegar eru fáanlegar Tetra farstöðvar sem eru samhæfðar við IP og strax í byrjun næsta árs verða IP samskipti orðin að veruleika í Tetra kerfi Stiklu. Það mun t.d. gefa notendum með ferðatölvur möguleika á að tengjast Internetinu og senda tölvupóst og jafnvel beintengjast upplýsingakerfum fýrirtækja. „Þannig gæti t.d. bílstjóri að verki loknu, eða í lok dags, gert upp sitt verkbókhald með þráðlausum fjarskiptum við upplýsingakerfi fyrirtækisins," segir Stefán að lokum. 35 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.