Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 82

Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 82
Sími ffljfjarshipti 3ja kynslóð farsíma Inánustu íramtíð er von á því sem kallað hefur verið þriðja kynslóð farsíma. Hugtakið segir ekki mikið en smám saman hafa farsímar verið að breytast frá því að vera eingöngu tæki til samskipta á milli tveggja aðila i það að vera tölva, sími og leiktæki. Með nýju símunum, sem reiknað er með að komist í gagnið eftir tvö til þrjú ár, að öllu óbreyttu, verður hægt að hringja, skoða Netið á sama hraða og í venjulegri tölvu, bóka farmiða og miða á sýn- ingar og fleira, senda tölvupóst, hlaða niður forritum, bíómyndum og tónlist, kaupa eitt og annað og leika sér. Síminn verður í einu orði sagt alhliða tæki og kosturinn við hann ekki síst sá hvað hann er fyrirferðalítill. 2,5 eða 3? Þriðju kynslóðar hugmyndin er byggð á GSM tækninni sem notuð er í dag en hefur verið útvíkkuð til að geta tekið við gögnum af ýmsu tagi á meiri hraða s.s. útvarps- og sjónvarpsbylgjum ásamt tölvutækum gögnum. Kerfinu, sem notað er nú og kallað hefur verið 2. kynslóð farsíma, á að vera auðvelt að breyta í 3ju kyn- slóð þegar að því kemur. Þegar hef- ur verið skilgreint hvað felst í þró- uninni og möguleikarnir kann- aðir. Það sem einkennir 3ju kyn- slóðina, eða kynslóð 2.5, eins og margir forráðamenn símafyrir- tækjanna halda fram að sé næst, er sameining margra miðla í einn GSM síma. Með auknum hraða í gagnaflutningum verður æ auðveldara að nota GSM símann sem framlengingu af skrifstofunni: Sækja tölvu- póst og gögn í tölvuna á skrif- stofunni, lesa fréttir, fylgjast með sjónvarpi, horfa á kvik- myndir, vera með dagbók og jafn- vel skrifa texta, senda fax og taka við og vafra um Internetið. Allt á svipuðum hraða og nú er hægt í venjulegri tölvu. Ekki er síður spennandi að sjá hugmyndir um að geta talað við fólk og séð Allt á einum stað - í einum síma. Tölvan, síminn, faxtækið, sjónvarpið ogdagbókin. Innan skamms verður3ja kynslóð farsíma að veruleika og við pað breytast enn mögu- leikar þeirra sem purfa að vera á ferðinni en samt að vinna. Að ekki sé talað um þá sem nota símana sér til ánœgju. það um leið en það er einn af mögu- leikunum sem blasa við og má segja að listinn sé endalaus yfir það hvað hægt er að gera þegar þessi nýja tækni er komin til allra. Utilokað er að sjá fyrir hver þróunin verður en kannski verður hún hraðari en við get- um ímyndað okkur og kannski höfum við ekki hugmyndaflug til að láta okk- ur detta allt það í hug sem tæknifram- tíðin ber í skauti sér og - kannski er þessi þróun rétt að heijast. Ennþá óreynd tækni Leyfum til að nota tíðni fyrir 3ju kynslóðar farsíma, sem ættu að vera samhæfðir hvar sem er í heiminum, er verið að úthluta þessar vikurnar víðs vegar um heiminn og sýnist sitt hverjum um það hvernig að er staðið. Á nokkrum stöðum hefur verið farin sú leið að bjóða upp leyfin og orsakar það, að sögn þeirra sem áhuga hafa á að kaupa, það eitt að verðið á þjónustunni hækk- ar mjög til neytanda. „Þetta er spennandi tækni en að mestu óreynd, sérstaklega markaðslega,“ segir Arnþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Títans. „Rekstrarleyfi UMTS símkerfa hafa nýlega verið seld erlendis á óskiljanlega háu verði. Símafyrirtækin, sem hafa verið að greiða þetta háa verð, þurfa á einhvern hátt að fá tekjur upp í kostnað og ég óttast að þjón- ustan verði seld það háu verði að það komi niður á neytendum og framþróun í greininni. Hér á landi ættum við að hinkra aðeins við og sjá hvernig úr ræt- ist erlendis enda verkefnin stór sem menn hafa þeg- ar ráðist í. Við höfum verið framarlega í þróun fjar- skipta og stórfyrirtæki úti í heimi hafa litið til okkar. Sé uppbygging nýs kerfis of dýru verði keypt gæti það komið niður á því forskoti, sem við auðsjáanlega höfum, með augljósum afleiðingum.“ SD Á þessari heimasíðu má sja eitt og annað um GSM síma, 3ju kynsióðina og fleira athyglisvert. http://www.gsmworld.com/technology/3g_concepts.html Svona gœtu þeir litið út, nýju 3ju kynslóðar farsímarnir. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.