Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 30
Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður Viðskiptaþjónustu utanríkis- ráðuneytisins, VUR. Viðskiptafulltrúar kanna markaðinn, setja saman lista yfir hugsanlega viðskiptavini, skipuleggja fundi og sitja jafnvel fundi með fyrirtækjun- um eða sækja þá sem fulltrúi þeirra. Skipt getur sköpum að undirbúa báða aðila vel fyrir væntanlegan fund og eða samstarf og veita aðra markaðsráðgjöf. Starfsmenn VUR taka saman allar nauðsynlegar upp- lýsingar um viðskipti í viðkomandi löndum, t.d. tolla og viðskiptahindr- anir, og afla fyrirliggjandi upplýsinga um einstök fyrirtæki, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Sérhæfð markaðsráðgjöf er veitt í sex af 17 sendiráðum íslands en í framtíðinni er stefnt að þvf að hún verði veitt í öllum tvíhliða sendi- ráðum okkar. í sendiráðunum í París, Berlín, London, New York, Peking og Moskvu starfar sérmenntað fólk á sviði alþjóðaviðskipta. Þessir starfsmenn taka að sér að leysa úr einstökum verkefnum og veita sér- hæfða markaðsþjónustu eða markaðsráðgjöf. Á næsta ári verður þessi þjónusta einnig veitt í nýjum sendiráðum íslendinga í Japan og VUR opnar leiðina sem öðrum er lokuð: Árangur í útrás á erlenda markaði Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, VUR, veitir íslenskum fyrirtækjum aðstoð við að hasla sér völl á erlendum mörkuðum. Sérþekking viðskiptafulltrúa VUR á mörkuðum og væntingum viðskiptavina getur opnað leiðir sem flestum öðrum eru lokaðar. „Við eigum mjög auðvelt með að opna dyr. Sem starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins höfum við ákveðinn embættistitil og reynslan sýnir að við eigum auðveldara með að opna dyr hjá fyrirtækjum erlendis í krafti emb- ættisins en almennir ráðgjafar. Ef fulltrúi úr íslenska sendiráðinu hringir í fyrirtæki erlendis, kynnir sig og óskar eftir fundi, þá eru mjög litlar líkur á því að fyrirtækið neiti honum um það. Hvort viðskiptin fara síðan fram er svo undir fyrirtækjunum sjálfum komið," segir Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður VUR, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. VUR er nýleg deild innan utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir hönd utanríkisþjónustunnar með þau kynningarmál sem styðja við sókn ís- lenskra fyrirtækja á erlenda markaði, „trade promotion". Starfsmenn í sendiráðum (slands sinna ýmsum störfum á erlendri grundu, til dæmis hvað varðar stjórnmál, menningu og viðskipti. Frá árinu 1997 hefur verið lögð aukin áhersla á viðskiptastarfsemi í sendiráðunum. Með alþjóðavæðingu og breytingum í hagkerfinu eru mun fleiri fyrirtæki að sækja á erlenda markaði en áður, og það á nýjum vettvangi, til dæmis í listum, hönnun, hugbúnaði og tækniframleiðslu, og er það ( verka- hring VUR að veita þessum fyrirtækjum aðstoð í gegnum sendiráðin. VUR Hvað gerir VUR? Þjónusta VUR felst í því að aðstoða íslensk fyrirtæki við að koma sér á framfæri á erlendum markaði. VUR, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Sími: 560 9930. Bréfsími: 562 4878. Vefur: www.utn.stjr.is/vur Netfang: vur@utn.stjr.is Kanada. í öllum tilvikum er litið á það sem algjört grundvallaratriði að fyrir hendi sé haldgóð þekking á staðháttum. „Við byggjum þjónustuna líka á fólki, sem hefur fasta búsetu í þessum löndum en er þó í starfsliði sendiráðsins, fólki sem hefur sér- þekkingu og sambönd á viðkomandi markaði og þá er ég ekki bara að tala um menningu og tungumálaerfiðleika. Þessir viðskiptafulltrúar þurfa líka að skynja og skilja hvers er að vænta af viðskiptum við ákveðna aðila, hvers eðlis fyrirtækin eru og hvers má vænta af heim- sókn til þeirra," segir Benedikt. VUR stendur að viðamikilli fræðslu og kynningu á íslandi og ís- lenskum fyrirtækjum í samstarfi við erlenda aðila með fyrirlestrum, ráðstefnum og sýningum. Þannig voru t.d. haldnir Ferskfiskdagar í París í mars síðastliðnum og var tilgangur þeirra að greiða leið ís- lenskra útflytjenda fyrir ferskt sjávarfang til Frakklands. Næsta stór- verkefni er íslandskynning í Japan í tengslum við opnun sendiráðs í Tókýó í maí 2001. Mikils er vænst af samvinnu við íslensk fyrirtæki sem hafa sýnt þessu verkefni áhuga. Áhersla ís- landskynningarinnar verður þríþætt; viðskipahags- munir og viðskiptatækifæri, kynning á íslandi sem ferðamannalandi og kynning á íslenskri menningu. Átta þjónustupakkar VUR vinnur eftir verksamningum sem gerðir eru við einstök fyrirtæki en býður jafnframt upp á fyrirfram skilgreinda þjónustupakka sem sniðnir eru að þörf- um fyrirtækjanna: Fyrstu skrefin: Leitað upplýsinga og tekinn saman listi yfir tiltekinn fjölda fyrirtækja á skilgreindum markaði. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.