Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 2
'ÉUtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu €—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Daginn eftir FYRSTI MAÍ var að þessu sinni hinn ánægju- ’legasti, ekki sízt vegna !hins fagra veðurs og mik- ils fjölda manns, sem tók þátt í hátíðahöldunum. 2 fylkingar lyftu fánum á loft og þeyttu lúðra sína. Var nokkur munur á slagorðum, upphrópunum •og kröfum, en sitthvað sameiginlegt. Eru Reykvík- ingar orðnir vanir þessari tvískiptingu ár eftir ár, •enda þótt flestum velviljuðum mönnum finnist, að 'þennan dag ættu forustumenn verkalýðsfélaga að . einbeita sér að því, sem þeir geta sameinazt um, en leggja deilumálin á hilluna. SMk sameining þjónar þó ekki tilgangi kommún ista. Þeim eru tækifæri dagsins til áróðurs dýrmæt . fil að halda fram stefnumálum Sovétríkjanna, að <gera ísland varnarlaust og einangra það frá ná- grannaþjóðum sínum. Þess vegna kljúfa þeir hátíð ina og láta sameiningu kraftanna um fagleg hags- munamál íslenzkra vinnustétta lönd og leið. Dagblöðin, sem ut komu í Reykjavík að morgni 1. maí, voru harla athyglisverð. Ókunnugur les- tandi gat ekki betur séð, en þau væru öll f jögur hin fhetjulegustu verkalýðsmálgögn, og mætti ætla, að . -ekki stæði á stuðníngi við hverja ósk verkalýðs- ins. Ef til 'vill stafar þessi vinátta blaðanna af þeirri staðreynd, að nú er tæpur mánuður til kosn ■ inga. Hvað sem öllu öðru líður, langar flokkana rnjög í þau 50—70 000 atkvæði, sem félagsmenn 1 verkalýðssamtaka og makar þeirra greiða. Morgunblaðið lýsti yfir, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri nú stærsti verkalýðsflokkur landsins. Samkvæmt atbvæðamagni hlýtur hann að 'hafa mikið af verkafólki í sínum kjósendahóp. En meira þarf til að kalla sig verkalýðsflokk, til dæm is að láta ekki blað sitt berjast fyrir afnámi frum- réttinda vinnandi manna eins og vökulaganna Mogginn reynir að vera öllum allt, en hann má •gæta sín að rugla ekki saman hlutverkunum, sem 'hann er að leika, og tala atvinnurekendarödd, þeg !ar hann klæðist verkalýðsfötum. Að útliti var Tíminn rauðastur allra blaðanna 'þennan hátíðisdag verkalýðsins, og hefur hann raunar ekki rauðari verið, síðan Rannveig var upp á sitt bezta. Kæmust Framsókarmenn til valda á nýjan leik, er hætt við að verkalýðsvinátta þeirra yrði eins skammvinn og herferð Rannveigar gegn fjárplógsmönnum í eina tíð. íslenzkur verkalýður gerir sér vafalaust ljóst, að ekki eru allir viðhlæendur vinir. Þegar allir kepp- ast um hylli kjósenda, er hætt við að ýmsir bjóði gjafir, sem líta vel út — en endast illa. Þess vegna er staðföst en raunhæf barátta farsælust. Það er láglaunafólki meira virði að fá kjarabætur, sem f ekki verða fljótlega aftur teknar, en að hlusta á ‘ gljáandi yfirboð, sem ekki eiga stoð í veruleika lífs ins. s • • • r • • ssyjp ii i iimmfir • ••• I ÞESS ORÐS BEZTU MERKINGU BETRI ÞJONUSTA SIFELD ÞJONUSTA K® HANNES 4 Á HORNINU ★ Fegursti fyrsti maf. lk Utan borgar var og allt á iði. ★ Baráttan um launþeg- ana. ★ Vígstaða þeirra virðist vera góð. KI.N’X fegursti fyrsti mai, sem ég man eftir. Bjart og hlýtt og grænk- andi sumar, gufa upp úr jörðinni og blá móða í fjarskanum, en firð- ir og vogar eins og speglaröð. — Ég fór upp fyrir bæinn, upp I Mosfcilsdal og víðar, vissi sem var að borgin yrði eins og mauraþúfa, enda var allt á iði livar sem litið var begar ég ók í bæinn. Öldruð hjón voru á labbi skammt frj Smá- löndum, upp á hæðinni, með liita- brúsa og bitastokk á leið > garð- inn sinn. Þau gengu í hægðum sínum, friður yfir þeim og ham- ingja, kyrrð og ró — eius og nátt- úrunni. Ég þekkti þau ekki, en lieilsaði þeim og þau kinkuðu bæði kolli og brostu. Garðuric.n þeirra beið og þau ætluðu að' fara að búa hann undir gróandann. MARGLITIR hópar á vegunum, börn og únglingar á hundr ,ð reið- hjólum og tugum skellinaðra. Sum voru allsnakin niður að mitci, mörg sungu í veðurblíðunni, og víða sátu þau í brekkum að hvíla sig marg- litir hópar, piltar og stúlk ir sums staðar var flogist á, flest rneð sól- gleraugu. Það er eins og í glerj- unum sé einhvers konar sumaraukl og aukasól. Sólgleraugum fylgir gleði fyrst á sumrin. ! ÉG FÓR fram úr hóp af strák- um á skellinöðrum. Ég nam staðar hjá piltum og einn þeirra sagði: „Viltu gera dálítið fyrir okkur. — Viltu segja við bílstjóra, að þeir megi ekki „spíta í“ um leið og þeir fara fram úr okkur. Það er nefnilega þanmg að peir hægja flestir á sér meðan þeir fara fram úr okkur, en um leið og þeir sleppa, þá stíga þeir á benzínið, auka hraðann og láta malarhryðju dynja á okkur. Þetta mega þeir ekki gera, enda -er það óþarfi“. —. Ég skila þessu hér með til bílstjór- anna. i f ÉG MAN byljótta fyrsta maf- daga. Ég man hríðarveður, fólkið, sem setti axlirnar í veðrið gegn slyddunni og bar sína fána og sin kröfuspjöld. Alþýðufólkið kippti sér ekki upp við hryðjuna. Það var vant henni á sjó og landi. Það hafði oft sett öxlina í veðrið og Framh. á 11. síðu 2 3. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.