Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON NYIT HEIMSMET STANGARSTÖKKI Rétt fyrir síðustu helgi setti Bandaríkjamaðurinn Dave Tork nýtt heimsmet í stangarstökki á móti í Walnut, hann stökk 4,92 m. Á sama móti hljóp Jim Grelle enska mílu á 3:59,9 mín. Hann er fjórði Bandaríkjamaðurinn, sem nær betri tíma en 4 mín. — Ég vonast til að geta stokkið 17 fet (5,18 m.) einn góðan veður- dag, sagði Tork eftir keppnina. Hann er 27 ára gamall og vakti fyrst athygli 1959, en þá stökk hann 4,39 m. Árið eftir bætti hann afrek sín og náði bezt 4,49 m. og í fyrra stökk hann bezt 4,57 m. Tork fór svo að nota glasfiber-stöng og hefur bætt árangur sínn gífurlega Benefica vann 5-3 Amsterdam, 2. maí (NTB-AFP). BENEFICA sigraði Real Madrid í úrsíitaleik Evrópubikarkeppninn- ar i kvöld með 5 mörkum gegn 3. í hálfleik var staðan 3:2 fyrir Real. í síðari hálfleik hafði Benefica yf- irburði og vann verðskuldað. Puskas skoraði öll mörk Real. með henni, eða um 35 sm. síðan í fyrra. Mikið er rætt um þessar stang- ir, eins og við höfum skýrt frá oft áður og margir eru á þeirri skoð- un, að setja þurfi nýjar reglur. En það er alþjóðasambandið, sem á- kveður það á fundi sínum í Bel- grad í sambandi við Evrópumeist- aramótið 12, —16. september. Fróðlegt er að sjá þróun stang- arstökksmetsins, en fyrsta metið var sett 1912, er Bandaríkjamað- urinn Wright stökk 4,02 m. 4,02 M. S. Wright, USA 1912 4,09 F. Foss, USA 1920 4,12 Ch. Hoff, Noregi, 1922 4,21 Ch. Hoff, Noregi, 1923 4,23 Ch. Hoff, Noregi, 1925 4,25 Ch. Hoff, Noregi, 1925 4,27 S. Carr, USA 1927 I 4,30 L. Barnes, USA 1928 ' 4,31 W. Miller, USA 1932 4,37 W Graher USA 1932 4,20 R Brown, USA 1933 4,43 G. Varoff, USA 1936 4,54 W. Soften, USA 1937 4,54 E. Meadows, USA 37 4,70 C. Warmerdam, USA, 1940 4,72 C. Warmerdam, USA 1941 4.77 C. Warmerdam, USA 1942 4.78 R. Gutowski, USA 1957 4,80 D. Bragg, USA 1960 4,83 G. Davies, USA 1961 4,89 J. Uelses, USA 1962 4,92 D. Tork, USA 1962 Framh. á 11. síðu Mikill áhugi ÞAÐ HEFUR oft viljað; hrenna við, að fólk hefur hald-; ið því fram að íþróttirnar séu aðeins fyrir nokkra toppmenn og konur í hinum ýmsu íþrótta greiniun, en almenningur gleymist yfirleitt algjörlega. íþróttabandalag Reykjavikur hefur staðið fyrir starfsemi í vetur, sem afsannar algjörlega þessa skoðun. — Bandalagið skrifaoi þeim félögum í bæn- um s. I. haust, sem hafa fim leika á stefnuskrá sinni og fói' fram á það, að þau stæðu fyr-; ir hressingar- og afslöppunar æfingnm fyrir konur. Árangur inn varð sá, að ca. 300 konor á aldrinum 17 til 55 ára sóttu að staðaldri æfingar sér til ánægju og hressingar og færri komust að en vildu. — Þetta er athyglisveið starf- semi, sem vonandi á eftir að aukast, því að íþrótt'- nar eiga að vera fyrir fjöldann. Næsta vetur er á.vrmað að auka þessá starfsemi efti* því sem liúsnæði levlir, því að ekki vantar áhugjnn. Mytif'irnar á síðunni í. dag; voru tcknar s.l. mánudag, eu þá kynnti ÍBR þessa starfscmi fyrir íþrótta- fréttainönnum. Landsliöin sem leika í Chile: Ungverjaland Iþróttafréttaritarar og áhorfend ur í Ungverjalandi hafa afskrifað sína menn, sem topplið í heims- meistarakeppninni, og kenna því um, að Ungverjaland er ekki leng- ur stórveldi á knattspyrnusviðinu | að hið fyrra stórlið „Honved” er varla lengur til, nema á pappírn- ! um. Ungverska landsliðið lék enn einn botnleik sl. haust gegn Ccile, ,tapaði 1:5 í Santiago. „Ungversk knattspyrna var á toppnum, þegar Honved var sterkt” segja fréttaritararnir. — Næstum allar stjömurnar í ung- verska stórliðinu frá 51—55 voru leikmenn úr Honved: Grosics, Lo- rant, Bozsik, Budai, Puskas, Koc- sis, og Czibor. Þeir mynduðu öxul landsliðsins. Leiðtogar Honved, en það er lið hersins, áttu í litlum vandræðum með að mynda sterkt knattspyrnulið, því nýliðar voru neyddir til að leika með herlið- inu: „ííinn ungi” Puskas kom frá „Kispest”, Kocsis og Czibor frá hinu vinsæla félagi „Ferencvaros”, til mikillar reiði áhangendum þess félags. Þessi aðstaða breyttist til mik- illa muna eftir uppreisnina 1956. Félögin í Budapest. Ferenevaros, MtK og Ujpest héldu sínum fyrri styrkleika, en Honved var ekki lengur „hinn sterki” í ungversku meistarakeppninni. Félagið hefur nú á. að skipa aðeins miðlungsliði. Þótt ungverskir áhorfendur séu fylgjandi þessari lýðræðislegu framþróun, þá gera þeir sér fulla grein fyrir, að niðurlæging Hon- ved er einnig niðurlæging lands- liðsins. Hið fyrra stórlið Ungverja sam- anstóð af sjö leikmönnum frá Hon- ved og fjórum „óbreyttum”. Nú- verandi liðskipan samanstendur af meðlimum 5—6 félaga. Framlína stórliðsins hafði fjóra leikmenn úr Honved, Budai, Koc- . sis, Puskas og Czibor ásamt mjög góðum skipuleggjara (schemer) frá MtK, Nandor Hidegkutti. Nú- verandi framlína er hópur ein- staklinga frá 4—5 félögum: San- doy (MtK), Goeroecs (Ujpest), Al- bert (Ftc), Tichy (Honved), Fen- yvesi (Ftc) eða Farkas (Vasas). I Önnur ástæða fyrir þessari aft- urför hjá ungverska landsliðinu, er hin mikli flótti leikmanna eftir iiippreisnina 1956. Ungverjarnir náðu sér aldrei eftir flótta Puskas, Kossis og Czibor og jafnvel enn frekar að þeir misstu svo til allt unglingaliðið 1956. Unglingaliðið, sem tók þátt í FIFA-keppninni, I var í Sviss þegar uppreisnin byrj- I aði. Þjálfari liðsins, sem var fræg- ur leikmaður hjá Ujpest, ákvað að fara ekki heim aftur og flestir leik- mannanna einnig. Sumir af þess- um flóttamönnum leika enn í Sviss, aðrir fóru til Spánar. Allir eru þeir yfir meðallag, sem leik- menn á Evrópumælikvarða. Mið- framherjinn Istvan Stani, sem er úr þessu unglingaliði, vann V,- þýzku meistarakeppnina með Ein- trac-ht Frankfurt og er þessa stund ina mjög vel leikandi með Stand- ard Liege (Belgiu), en þeir kom- ust eins og kunnugt er í undan- úrslit Evrópubikarkeppninnar nú Framh. á 11. síðu .•-.... .... '^'■^•"■1 MÓTIAFRETTIR 'i'STun í Kansas sigraði Fretl Hansen í stangarstökki með 4,73 Hann reyndi við 4,83 en mistókst. Uelses varð annar með 4,61 m. Bolotnikov sigraði í 5 km. lilaupi á móti í Sovét nýlega á 14:05,0 ánnar varð Nikitin á 14J)6,4 Þjóðverjar liafa eignast efnileg- an kúluvarpara. Sá er kornungur og heitir Ferdinand Schladen, og er 202 sm. á hæð. Hann varpaði nýlega' 16,30 m. ítalski hástöklrvarinn Zampar- elli hefur bætt ítalska metið tví- 1 vegis fyrir sköm ” *. fyrst í 2,04 og síðan í 2,06 m t I ★ URUGUAY sirn' i Skotland á Hambden Park í rærkvöldi með 3 mörkum gegn 2. 10 3. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4' « ' : ; "'^1 - '• %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.