Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 7
Minningarorð: Guðmundur Guðnason ENN í'ækkar þeim skipstjórn- armönnum, er lifðu tímana þrenna, tíma áraskipanna, kútt- eranna og fyrstu togaranna, — mönnunum, er sóttu sjóinn fast og stjórnuðu -þessum mjög svo ólíku farkostum af karlmennsku og dugnaði og lögðu grundvöll- inn að sífellt betra lífi fyrir all- an almenning til sjávar og sveita, breyttu raunverulega Reykjavík úr þorpi í bæ, úr bæ í borg. Um Guðmund má skrifa langa sögu. Guðmundur var einn af þessum æðrulausu mönnum, sem ekkert beit á. Vinnusamur með afbrigð- um, þrekmikill og harður við sjálfan sig, en ljúfur og mildur þeim, sem voru minni máttar eða þurftu hjálpar við. Mikirin hluta ævinnar var Guðmundur skip- stjóri á togurum, á gamla Nirði, á enskum togara, og síðar á nýja Nirði. Tímarnir nokkru eftir fyrri heimstyrjöldina urðu tog- araútgerðinni erfiðir; verðfall á afurðum þeirra, þröngsýni á markaðsmálum og margs konar erfiðleikar í kjölfar stríðsins varð þess valdandi, að hagur þeirra versnaði svo mjög, að ýmsir þeirra urðu að hætta rekstri. Einn í þeirra hópi var nýi Njörður. En skipstjórinn Guðmundur gafst ekki upp. Kjarkur háns og kraftur var ó- bilaður. Hann var ekki of stór karl til þess að byrja að nýju sem þáseti og síðar stýrimaður og aftur skipstjóri. Ilætturnar, sem ógnuðu litlu farkostunum okkar, sem fluttu fiskinn til Englands á stríðsárunum oft og tíðum drekkhlöðnum, ullu ekki Guðmundi áhyggjum. Nei, ótrauð ur sigldi hann, þó fullorðinn væri skipi sínu ferð eftir ferð um hættusvæðin og aflaði lands fólkinu verðmæta, með félögum sínum, dugnaði og áræði. Ekk- ert beit á hann; þrekið og sjó- mennskan var hvort tveggja ó- bilað. Starfsgleðin og kjarkur- inn enn í góðu gengi. hegar Bæjarútgerð Reykja- víkur hóf starfsemi sína var hún svo lánsöm að fá í sína þjónustu marga menn úr hópi gömlu tog- arasjómannanna, úrvals menn, sem kunnu til allra hluta, bæði’ á sjó og í landi. Þetta voru sann- kallaðir víkingar að hverju sem þeir gengu. Iðjusamir, verklagn- ir og umfram allt hagsýnir og sparsamir, kom það sér vel fyr- ir þetta nýja fyrirtæki, sem var að hefja göngu sína og þurfti að byggja upp frá grunni á skömmum tíma. Er ljúft og skylt að mínnast þessa, en einn í hópi þessara var Guðmundur heitinn Guðnason, Hann var annar af tveimur togáramönn- um, sem fyrst voru ráðnir til BÚR til starfa við útgerðina í landi. Það mun hafa verið árið 1947. Alla tíð síðan vann hinn látni sómamaður við þetta fyr- irtæki, sem átti eftir að verða stærsta togaraútgerðarfyrir- tæki sinnar tíðar. Af stakri um- hyggju vann hann ásamt sam- starfsmönnunum að heill þess og framgangi, og tók við svo miklu ástfóstri, sem hans var von og vísa. Mikið mátti ama að Guðmundi, ef hann ekki mætti til starfa, fannst okkur samstarfsmönnunum nóg um stundum, svo harður var hann við sjálfan sig þó veikur væri. Hugurinn var allur við störfin og velgengni þessa stóra fyrir- tækis, sem hann helgaði krafta sína af einstakri alúð. Það var engin tilviljun að síðasta ferð- in hans í þessu lífi var á fisk- verkunar og byrgðastöð Bæjar- útgerðarinnar við Grandaveg. — Þar undi hann sér vel. í síðustu ferðinni heimsótti hann allar deiidir „vestur frá”. Heimsótti félagana i „borðaskemmunni” þar sem lestarborðin eru þurk- uð og máluð — fór í herziu og síldarfiökunarhúsin yfir á salt- fiskstöðina og síðan sem leið lá inní byrgðastöðina, þar sem angar af vinnu og veiðarfærum. Þar kvaddi hann félagana og þeir hann, þar endaði hann líf sitt. Við,sem með honum unnum þökk um honum samvinnuna, góðvild- ina, hjartahlýjuna, ósérplægn- ina. Við þökkum honum áhug- ann fyrir velgengni þessa mikil- væga fyrirtækis okkar allra í höf uðborginni, virðum hann fyrir þau störf, sem hann hefur lagt fram til þess að við sem þessa borg byggjum megum eiga betri daga en nokkurn dreymdi um, þegar hann á æsku hóf, sjó- mennsku sína hér. Forsjónin blessi eftirlifandi eiginkonu og börnum og vandamönnum minn- ingu látins heiðursmanns. Jón Axel Pétursson. Flugvélafyrirtækið Conwair hefur nýlega sett á markað- inn uýja 98 sæta farþegaþotu er nefnist Coronado og virð- ist ætla að reynast mjög vel, að því er Arbeiderbladet í Osló segir, en einn af frétta- mönnum. þess hefur farið reynsluför með slíkri vél í Sviss. Swissair hefur þegar keypt fimm slíkar vélar og hefur lánað SAS tvær af þeim gegn því að fá fjórar Caravellevélar á móti. Coronadovélin mun vera einhver hraðfleygasta far- þegavélin í dag. Hún hefur 970 km. hraða í tíu km. hæð og getur farið 5000 km. vegalengd, án þess að lenda, og hún er 6 tíma og 34 mín. að fljúga frá New York til Zúrich. Um hraðann má raunverulega segja, að mað- ur er einum kílómetra nær ákvörðunarstað sínum eftir að hafa andað einu sinni djúpt að sér og frá sér. Maður verður ekki mikið var við þennan mikla hraða, segir blaðamaðurinn. Vélin „klifrar" hratt strax eftir flugtak, svipað og Caravellan gerir, og það verður maður að sjálfsögðu var við, en eft- ir það situr vélin óbifanleg, rétt eins og haustlauf á lygn um polli. Ef ekki væri fyrir það, að menn tala ef til vill allt annað tungumál, þar sem lent er, þá hefði maður það tæplega á tilfinningunni að hafa hreyfst yfirleitt. Að innan er Coronadoinn svipaður öllum öðrum flug- vélum, en á vængjunum er nokkuð, sem er óþekkt og merkilegt. Það eru nokkrir sívalningar, sem einna helzt Iíkjast hákörlum. Tveir slíkir eru.á hvorum væng. Verkefni þeirra er að brjóta hljóð- bylgjurnar og lagfæra loft- straumana, svo að sogið bak við vængina verði eins lítið og mögulegt er, og hraðinn þar með eins mikill og mögu Iegt er. Sérfræðingar telja, að þessir hákarlar gefi mjög góða raun og séu verulegur hluti af skýringunni á hraða vélarinnar. Þetta hlýtur að vera rétt, því að vissulega fer hún hratt, segir blaða- maðurinn. Hver slík vél mun kosta um 200 milljónir króna, eða ríflega það. Hún mun ekki gera alveg eins mikinn háv- aða og Caravellan. Blaðamað urinn hefur það eftir flug- manninum, að heldur sé létt ara að fljúga Caravelleþotu en éinkum þó að lenda henni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ, r 3. n\aí 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.