Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 4
Leikfélagið Stakkur: Bör Börsson. Leikstj. Kristján Jónsson. HIÐ nýja leikfélag á Suður- nesjum, Stakkur, liafði frum- .sýningu á Bör Börssyni í Ung- mennafélagshúsinu í Keflavik laugardaginn 28. apríl. Og er fcetta annað verkefni félagsins á þessum vetri. Áður hafði það sýnt gamanleikritið Olympíu- hlaupurinn við góðan orðstír. — Ber það vott um mikla fómfýsi í fólagsmálum, að áhugamenn eins og þeir, sem standa að Btakk skuli ráðast í tvö verkelni á sama leikárinu. Vonandi kunna Keflvíkingar og aðrir Suðurnesjabúar að meta þessa menningarviðleitni. Efni leik- ritsins, Bör Börsson, er óþarfi að rekja. Til þess er þessi sjálf- nm-glaði uppskafningur allt of ÖR þekktur hér af útvarpssögulestri Helga Hjörvar. Skömmu eftir að Stakkur var stofnaður í haust lióf félagið starfrækslu leik- sköla, sem Kristján Jónsson hefur veitt forstöðu. Hafa þar margir ungir og gamlir fengið sínar fyrstu leiðbeiningar í leik- Jist. En án þessa skóla held ég að óhugsandi hefði verið fyrir Stakk að ráðast í jafn mann- margt verkefni og Bör Börsson. Það var því eðlilegt og sjálf- ,sagt að Kristján hefði á liendi leikstjórn á hinu nýja leikriti félagsins. Hann þekkti bezt kosti ®g galla þessa sundurleita hóps, Mín skoðun er sú, að hann hafi síður en svo reist sér hurðarás um öxl með vali þessa viðfangs- cfnis. Áhorfandinn fær þá lieild- armynd af þessari leiksýningu, að hér séu ekki viðvaningar að verki. Sérhver reynir og að gera .sitt bezta. Og af undirtektum áhorfenda, mátti ráða að sú einkunn, sem þeir gáfu leikend- nm og leikstjóra, væri góð. Skul- um við nú snúa okkur að helztu leikurunum. ■Með aðalhlutverkið fer alger- lega óreynduc leikmaður, Sigur- jón Vllhjálmsson. Framsögn , "hans og látbragð var með á- gætum, enda fékk Sigurjön mikið klapp í leikslok. Föður Börs leikur Ágúst Jóhannesson. Og af öðrum ólöstuðum fannst Sýningar í nágrenni Keflavíkur BLAÐIÐ hefur verið beðið að geta þess, að Leikfélagið Stakkur miín sýna Bör Börsson á nokkr- tim stöðum í næsta nágrenni Keflavíkur á næstunni, auk sýn- inga í bænum sjálfum. mér því hlutverki bezt skilað. Ágúst leikur einnig annað smá- hlutverk. Með hlutverk Óla í Fitjakoti og Níelsar á Furuvöll- um fara þeir Ingvi Þorgeirsson og Ingólfur Bárðarson. Mjög sómasamleg frammistaða hjá báðum. Kjaftakerlingamar, Guðrún Sigurbergsdóttir og Margrét Friðriksdóttir, voru ó- borgaralegar. Jósefína er eins og vera ber, ung og lagleg stúlka. Ilún er hér í höndum Helgu Óskarsdóttur. Bör Börsson var sem kunnugt er, enginn fríð- leiksmaður, eigi að síður skorti haim ekki kvenhylli, enda mað- urinn heppinn í peningamálum. Tvær fríðleiksdömur, sem nokk- uð koma við sögu hans, Lára og ída Ólsen, leika þær Guðrún Bjarnadóttir og Sólveig Karvels dóttir. Vakti koma þeirra á sviðið óskipta athygli. Þá er að geta riddaralegrar framkomu Eggerts Jónssonar í gervi yfir- valdsins i Öldudal. Með smærri hlutverk fara: Sigurður Páls- son, Friðþjófur Óskarsson, Þor- steinn Eggcrtsson, Þórunn Sveinsdóttir, Þórdís Þormóðs- dóttir og Erla Sigurbergsdóttir. Kn síðast en ekki sízt ber að minnast leiktjalda Óskars Jóns- sonar. Án hans handarverka hefði sviðið verið harla tóm- legt.. Má segja, að framlag fjöl- skyldu hans til þessarar sýning- ar sé mjög rausnarlegt, þar eð tvö af börnum hans fara hér með hlutverk. Við Keflvíkingar hljótum að þakka þessu áhuga- sama fólki fyrir góöa skemmt- un. Sérstaklega langar mig til að geta skerfs Njarðvíkinga. Þeir báru fyllilega bróðurpart- inn í þetta sinn. ANTONIN BUZEK, fyrrver- andi yfirmaður tékknesku frétta- stofunnar í London, sem fyrir nokkru var tilkynnt að hefði „hoppað af“, hefur nýlega skrifað grein, þar scin hann skýrir frá því hvernig njósnarar starfa í sendiráðum austurblakkarinnar í London. t GBEIN SINNI segir Buzek, an enginn hluti njósnaþjónustu kommúnistaríkjanna í London starfi af jafnmiklum áhuga og og jafnvel eins og sá hluti, sem aðsetur hafi í tékkneska sendiráö inu í Kensington Palace Gardens. Segir hann, að Tékkar standi vissulega langt framar leyniþjón ustum hinna leppríkjanna. Síðan segir hann orðrétt: „Téknesku njósnararnir njóta enn endurminningarinnar um lýð ræðisríkið Tékkóslóvakíu fyrir stfíð, sem margir vesturlanda- menn hafa enn í huga. Þess vegna er það, að Tékkum tekst oft að komast inn í lönd og umgangast fólk, sem lokuð eru Rússum, er ýta Tékkunum fram til starfa fyrir sig.“ Síðan segir höfundur frá því hvernig hann hafi fylgzt með því úr stöðu sinni sem yfirmaður tékknesku fréttastofunnar (CTK) í London hvernig tékkneska leyniþjónustan stækkaði stöðugt með batnandi samskiptum land anna á sviði stjómmála og við skipta eftir 1954. T.d. hafi árið 1953 verið aðeins 3 fulltrúar tékkneska innanrikisráðuneyt- ins, sem stendur fyrir njósna starfsemi landsins, verið í sendi ráðinu i London, og aðeins íveir þeirra raunveritlega stundað njósnir. Hins vegar hafi tala þeirra verið komin upp í 27 árið 1960. Þar af hafi 20 stundað njósn ir og undiráróður gegn Bretum og öðrum NATO-ríkjum, en hinir sjö aðallega haft það starf að njósna um hina stóru tékknesku „nýlendu" í borginni og vernda njósnaranna gegn brezku gagn- njósnaþjónustunni. Og hann bæt ir við: „Alveg fyrir utan njósnara inn anrhkisráðuneytisins var sérstök deild hernjósnara. Það var langt frá því, að þessar tvær deildir ynnu saman, þvert á móti virtist mér alltaf sem þessar tvær deild ir væru skæðir keppinautar. Her mennirnir í tékkneska sendiráð inu urðu stöðugt fyrir hreinsun um og mannaskiptum. Það eru aðrar „sérfræðinga-" deildir í sendiráðinu, sem nálgast að stunda njósnir. T.d. hafa Tékk ar sérstakan mann, sem hefur það starf að hafa samband við vísindamenn.“ Þá skýrir höfundur frá því, að leyniþjónustu kommúnistaríkj- anna hafi reynzt mjög erfitt að komast beint inn í stjórnarskrif stofurnar og afla <sér umboðs- manna þar. Því einbeiti þær sér að fólki, sem hafi citthvert sam band við stjórnarskrifstofur og sé talið áreiðanlegt og gefnar leynilegar upplýsingar. T.d. leggi kommúnistar mikla áherzlu á að ná sambandi við erienda frétta ritara í London, sem hafi gott samband við opinbera starfsmenn Hann segir, að hverjum njósn ara sé fengið ákveðið starfssvið. T.d. leggi einn ef til vill höfuð- áherzlu á íhaldsflokkinn, annar á verkamannaflokkinn o.s.frv. Þeg ar njósnari hefur fundið mann, sem líklegur er talinn til að geta iyeitt nytsamlegar upplýsingar, byrjar njósnarinn, í samráði við yfirmann sinn í London og Prag, að „undirbúa" hann og getur slíkt tekið allt að tveim árum. Buzek rekur síðan hvemig far ið er að því að ná tökum á slík- um mönnum. Fyrst er rannsakað kyrfilega hvernig háttað er lifn aðarháttum mannsins og einkum að fjárhagsástæðum hans. Þá reynir njósnarinn að koma sér í mjúkinn við manninn og fjöl- skyldu hans og að fá hann til að láta af fúsum vilja í té upplýsing ar, í íyrs'tu venjulega óskaðlegar upplýsingar, sem hægt er að verða sér úti um annars staðar. En reynt er að fá hann til að gefa upþlýsingarnar skriflega. Þá kem ur að því að fá manninn til að taka við einhvers konar umbun fyrir upplýsingar sínar og er þá reynt að fá hann til að undirrita kvittun. Eftir þáð verður sam bandið æ dularfýllra. Höfundur telur loks líklegt, að tugir manna í London og víðar í Bretlandi séu um þessar mundir á einhverju þeirra þriggja stiga, sem njósnahringir kommúnista skipta „mannráðningum" sínum í. Og hann segir að lokum, að hversu klunnalegar sem aðferðir kommúnista kunni að virðast, þá nái þær árangri. Fólk falli stöð ugt í net njósnara kommúnista. Hilmar Jónsson. + 4 maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.