Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 15
Þá varð Clark óþolinmóður og hann fluttist til Glenbrook Lod ge við Lake Tabor í Nevada til að hafa aðseturstað í því fylki. Þar sótti hann sjálfur um skiln að snemma í október. 18. 21. apríl 1952 var skilnaður- inn véittur. Sextán mánaða hjónaband Sylviu og Clarks var á enda. Clark var á ný frjáls mað ur, eyrðarlaust, leiður og þreytt- ur. „Einfarinn" var frumsýnd og fékk slæma dóma. Við Wayne liöfðum áhyggjur út af viðtökun um sem síðustu myndir Clarks höfðu fengið og við skildum að héðan af yrði að krefjast betri handrita og leikstjórnar honum til handa og um miðjan júní hófst taka myndarinnar „Slepptu mér aldrei“. Clark lék þar hlutverk amerísks blaða- manns sem kvæntur er rúss- neskri balletdansmær. Blaðamað urinn leikur rússneskan liðsfor- ingja til að bjarga balletdans- mærinni, konu sinni, og koma henni frá Rússlandi. Gene Tirn ey lék balletdansmeyna. Eftir að myndatökunni var lokið lagði Clark af stað með byssur sínar til Austur-Afriku. Þar átti að taka kvikmyndina „Mogambo", sem er endurtaka kvikmyndar- innár „Rautt ryk", sem Clark lék í á móti Jean Harlow árið 1932. Hann átti að endurtaka lilutverk sitt sem hvíti veiðimað urinn sem ráðinn er af brezkum vísindamanni til að fylgja hon- um og konu hans á veiðiferð. Grace Kelly átti að leika hlut- verk eiginkonunnar og Ava Gardner hlutverk amerísku leik- konunnar sem birtist svo óvænt 'á dvalarstað veiðimannanna. Clark hafði aldrei skemmt sér betur. Þetta var land sem honum líkaði og tiu hvítir veiðimenn sem léku í myndinni voru skyld ir honum. Clark varð góðvinur Gunny Allen foringja hvítu veiðimannanna og hann fór í veiðiferðir með Bunny hvenær sem tækifæri gafst. Þeir veiddu ljón, hýenur, vatnahesta, seéra dýr og önnur villt dýr. Þá veiddu þeir aðallega sér til matar. Grace Kelly og Clark urðu góðir vinir. Grace kallaði liann „Ba“ sem er svertingjanafn á pabba. Hún fór oft á fætur um sólarupprás til að fara á veiðar með Clark og veiðimönnunum. Clark fannst mikið til um hana en honum kom hrifning hennar yfir þessu villta lífi á óvart. „Hvað finnst þér svona dásam legt hérna?" spurði hann hana einu sinni. „Æsingurinn og hve allt er framandi", svaraði Grace. ,Mig langar til að segja börnunum mínum frá þessu seinna". Þegar jólin komu hélt MGM leikurum sínum volduga hátíð. Ava, Grace og aðrir kvenleikar ar myndarinnar höfðu klætt sig í skrautleg föt en hámark kvölds ins var skemmtun sem Frank Sinatra hélt — hann hafði kennt nokkrum innfæddum mönnum frá belgíska Kongó að syngja „Heims um sól“. Fransk söng sjálfur jólalög. Þetta var hátíð- legt kvöld en hitinn gerði það að verkum að jólalegt var ékki. Krókódílar ógnuðu kvikmynda verinu stöðugt og innfæddu mennirnir áttu erfitt með að bana þeim. Þykk húð krókólí- anna veldur því að örvar bíta lítt á þá og höfuðið er eini veiki punktur þeirra. „Dag nokkurn heyrðust mikil læti til innfæddu mannanna þeg ar þeir sáu krókódíl á lítilli eyju í miðri ánni, hundrað og fimm- tiu metra frá okkur“, segir Morg an Hudgins", það var enginn veiðimannanna viðstaddur svo Clark náði í byssu sína. Inn- fæddu mennirnir störðu þegj- andi á meðan liann miðaði og skaut krókódílinn milli augn- anna í einu skoti. Clark gaf þeim dýrið og á augabragði höfðu þeir flóð það, skipt kjötlnu milli sín og síðar seldu þeir skinnið. Eftir þetta var Clark hetja þeirra, „bwana“ þeirra og þeir virtu hann mikils". Clark og Sumir karlmannunna fóru stundum að synda þráti fyr ir krókódílana en Ava og Grace þorðu það aldrei. Þær notuðu sturtubað. Stúlkurnar urðu góðar vinkon ur og Ava hafði mikinn áhuga fyrir að læra dansa inna inn- fæddu. Hins vegar svaf hún á morgnana og lét Clark og Grace þá eftir. Þetta var þriðja kvik- mynd Clarks nieð Ava, sem hann hafði mikið álit á og áleit að hefði mikla hæfileika. Honum fannst dásamlegt að sjá ungar leikkonur eins og Ava og Grace fá tækifæri til að sýna hvað í þeim byggi. „Við þurftum aldrei að óttast Mau Mau“, segir Morgan, „en dag nokkurn komu lögreglu- menn og sáttu nokkra innfædda burðarmenn og sögðu að þeir væru meðlimir í Mau Mau“. Kvikmyndatökunni í Afríku var lokið í lok janúar og starfs- mennirnir og leikaramir fóru til London og þar var töku mynd arinnar haldið áfram í fjórar vikur. Clark flaug ásamt John Ford til Rómar og var þar í fá- eina daga áður en hann fór til London. Hann hringdi til mín snemma í febrúar. „Það er skolli kalt hérna eftir Afríku,“ sagði hann. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég venjist nokkru sinni loftslag- inu hérna.“ Kvikmyndataka í Englandi gengur ekki fyrir sig með sama hraða og í Hollywood og það var oft löng bið milli atriða. Clark leiddist ósegjanlega í London. Hann fór stundum út með Grace Kelly og öðrum kvlkmynda leikkonum en Sam Zimbalist bað hann um að aðstoða sig við hand rit myndarinnar og hann vann að því ásamt John Ford. Myndatökunni lauk um miðjan apríl. Clark fylgdi Grace Kelly á flugvöllinn (hún fór til New York) og fór svo ásamt Menasco hjónunum til Parísar og þar leigðu þau sér bíl til ferðarinnar. Næsta mánuð hringdi Clark til mín frá Sviss, Frakkland og Ítalíu Þau fóru á söfn, hljómleika og málverkasýningar. Clark skemmti sér mjög vel og hann hafði mikinn áhuga fyrir að auka þekkingu sína á fólki, stöðum og list. Þegar Menasco hjónin fóru heimleiðis hélt Clark áfram ferð sinni um Evrópu og hann fór í allar smáborgirnar í Frakklandi og á Ítalíu sem ferðamenn sækja yfirleitt ekki. Hann hringdi af og til til mín en ég hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur i það eða það skiftið. „Ég verð að gera mik ið úr þessu ferðalagi Jeanie.” sagði hann, “ég býst ekki við að koma hingað framar 19. Mogambo var frumsýnd í Holly- wood um mitt sumar og Clark fékk hamingjuóskir frá Nicolas Schenke, Eddie Mannix, Howard Dietz og Joe Vogel. Þeir álitu all ir að myndin væri mjög góð. Clark tók þessu hæversklega. — Hann hringdi til mín mjög árla morguns til að ræða myndina. „Eg aðstoðaði Sam við að klippa hana, svo ég veit hvað er að,“ sagði hann. „Eg vona, að áhorf- endur finni ekki gallana jafn Ævisaga CLARK GABLE .eftir Jean Carceau fljótt og ég og Sam. Myndin er góð, en hún hefði mátt vera betri." í júlílok bjó Clark á Raphael hótelinu í París og þar las hann handrit „Holland Deep”, sem er um leyniþjónustumann í her- numdu Hollandi. Sam Zimbalist átti að sjá um framleiðsluna og Gottfried Heinhardt um stjórn- ina. Lana Turner fékk kvenhlut verkið og Victor Mature lék harðjaxlinn. Við George Chasin lásum hand ritið og við sögðum Clark að okk ur litist vel á það, og að við á- litum að Reinhardt væri góður leikstjóri. Um miðjan ágúst kom Clark heim og þá hófust viðræð ur við Reinhardt um myndina og farið var að sauma búninga hans. Kvikmyndin var skírð „Svik.“ Eftir að töku þeirrar kvik- myndar var lokið lágu framtíð- arhorfur Clark mjög á hjarta. Þegar hann kom heim sátum við lengi og ræddum um stofnun eigin kvikmyndafyrirtækis, kvik myndastjóm eða hvort hann ætti blátt áfram að hætta að leika. Við ræddum þessi vandamál frá "öllum •sjónarmiðum. Eg minnti hann á hvílíkar viðtökur „Mogambo' hefði fengið, aðdá- endafjöldi hans hafði aldrei ver- ið meiri, að hann væri meðal tíu vinsælustu kvikmyndaleikara heims, þrátt fyrir fimmtíu og þrjú hár og gránandi vanga. „Eg skil þetta ekki Jeanie,“ sagði Clark auðmjúkur. „Hvern- ig skeði þetta allt? Eg er ekki mikill leikari og ég ætti að vera farinn að leika skapgerðarhlut- verk eða hættur alveg á þessum aldri.“ En það voru svo mörg kvik- myndafélög sem sóttust eftir honum að ég sagði honum, að það væri heimskulegt að hugsa um að hætta að leika. Eg ráð- lagði honum að halda sínu striki að láta umboðsmann hans um hlutina og að sjá hvað biðist — og þar við sat. Nú hafði Clark tekið síÆ á- kvörðun og hann fór til Phqenix og var þar í nokkrar vikur. ^lann fór í útreiðarferðir og lék. golf við Betty Chrisholm, sem. var góð vinkona hans. Seinna það vor buðu Strickl- ingshjónin Clark og Betty » fislc veiðar við Newport. Betty ákvað að leika á Clark og við fórum í innkaupaferð í einni af þeesum verzlunum, sem aðallega verzla með spilagaldra og þess háttar, og þar keyptum við hryllilega ljótan fisk. Hann var fet á'lengd og þakinn hvítu skinni, með starandi augu og vígtennur. Þegar þau voru komin út á haf beið Betty unz Clark og Ho- ward dottuðu á þilfarinu og-fékic svo Pepito, skipstjórann, til að festa furðufiskinn á línu Clarks. En fiskurinn flaut i stað þes9 að sökkva. Þá jók Pepito ferðina nægilega mikið til að sökkva fiskinum. Clark hrökk við og fann kipp- inn sem á færið kom, hann hélS að bitið hefði á hjá sér og ’kall- aði til Pepito að hægja ferðinu um leið og hann snéri hjólinil til að draga fiskinn sinn {inn. Howard náði í myndavélina til að taka mynd af atburðmum. Clark galaði í Pepito án af- láts um að hægja ferðina og lok9 varð Pepito að hlýðnast og þá birtist furðuskepnan og við lá að liði yfir Clark, þegar hann sá hann. Betty hélt að hún hefðl gengið of langt og varð skelfd. „Fvrst var Clark eins og þrumu ský,“ sagði hún, „svo hló hann, og tók þvi öllu með ró.” Grace Kelly komst í úrslit fyr- ir leik sinn í „Mogambo" og Clark fór með henni á afhend- ingarhátíð Óskarsverðlaunanna. Grace fékk ekki verðlaunin, en ró hennar brást ekki. 1 VIÐ VILJUM GJARNAN SENDA YÐUR BLADID HEIM. ÁSKRIFTAR- SÍMI OKKAR ER 14-900. ALÞÝÐUBLAÐIO - 3. maí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.