Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 5
Hátíðahöldin 1. maí Framliald 1. síðu. lokum Bergsteinn Guðjónsson for- maður Frama. Eggert G. Þorsteinsson ræddi um þá miklu breytingu er orðið hefði á högum íslenzkrar alþýðu frá því að verkalýðssamtökin hefðu fyrst hafið baráttu sína. Hann sagði, að lífskjörin hefðu batnað mikið á undanförnum áratugum. Síðan sagði hann: Þegar vel gengur krefj- umst við aukinnar íhlutunar í hin- um aukna arði þjóðarteknanna, krefjumst þess að verða meiri virk ari þátttakendur í gangi þjóðmál- anna sjálfra. Hvað þýða slíkar kröf ur ef þær ná fram að ganga? Það virðist augljóst hverjum manni að þeim fylgir aukin ábyrgð, sem m.a. felst i því að geta mætt erfiðleika- tímanum og verið jafngildur þátt- takandi í þeim, — geta borið byrgðamar af sínum eigin kröfum. Þá ræddi Eggert það vandamál verkalýðssamtakanna, sem nú blas- ir við þ. e. skortinn á nýjum for- usiumönnum og nauðsynina á því að stórauka fræðslustarf í verka- lýðssamtökunum. Eggert sagði, að mjög fáir úr hópum yngri kynslóð- arinnar vildu fórna alþýðusamtök- unum frístundum sínum til starfa og kæmust 'af þeim sökum ekki í snertingu við þau störf, sem unnin væru í þágu samtakanna. Lagði Eggert áherzlu á það að verkalýðs- samtökin yrðu að ráða bót hér á — og jafnvel færa fræðsluna til hinna ungu. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun gerð: Fjölmennur útifundur Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, haldinn á Lækjartorgi 1. maí 1962, telur, að nú, sem alltaf áður, sé atvinnuöryggið veigamest fyrir áfkomu vinnandi fólks, en nú sé svo komið, þrátt fyrir næga vinnu, Verkfæri að tekjur manna hrökkvi vart fyr- ir nauðþurftum meðalfjölskyldum. launa, sem ákveðin er 1. júní n. k. Fundurinn telur, að sú hækkun sé ófullnægjandi fyrir láglauna- fólk og fyrir aðra, nema tryggt sé, að almennar verðhækkanir komi ekki í kjölfarið og bendir á að kauphækkanir þær, sem urðu á sið- asta sumri hafi að metsu leyti ver- ið teknar aftur með síhækkandi verðlagi. Fundurinn tekur það skýrt fram, að þótt hann telji beina kauphækkun, án hækkunar á nauðsynjum, nærtækasta og eðli legasta, vilja samtök hins vinn- andi fólks' forðast aukna verð- bólgu og munu meta aukinn kaup- mátt launa jafngilda kauphækkun og vill í því sambandi minna á er- indi stjórnar Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna til ríkisstjórnarinn- ar nú fyrir skömmu, þar sem ósk- að var vaxtalækkunar af lánum til íbúðabygginga o. fl. og skorar á rikisstjórnina að taka upp viðræð- ur að nýju, um öll hugsanleg atriði, sem verða mættu til aukins kaup- máttar launa. Fundurinn krefst þess að geng- ið verði til samninga við samtök vinnandi fólks um raunhæfar kjarabætur, og bendir á í því sam- bandi, að bætt tækniþróun, vísinda starfsemi og starfsmenntun verka- fólks, auk hvers konar vinnuhag- ræðingar, skili aukinni framleiðslu, sem ein gæti bætt kjör launþega án meðfylgjandi verðbólgu, en í þessu efni sé verkalýðurinn ekki einn til árða og krefst fundurinn því, að ríkisstjórn og Alþingi beiti sér fyrir, að svo verði gert. Fundurinn krefst þess, að hald- ið verði áfram að gera ráðstafanir er auki atvinnuöryggið um allt land, um leið og verkafólk fái aukna hlutdeild í arði fyrirtækj- anna og um stjórn. þeirra, með sam starfsnefndum launþega og vinnu- veitenda. Hann krefst þess, að unnið verði að því með festu og einurð að 8 stunda vinnudagur gefi þau laun, sem nægi til mannsæmandi lífs- kjara og skorar á ríkisstjórnina, að hlutast til um, að nefnd sú er Al- þingi kaus til að gera tillögur i þessu efni, skili áliti sem fyrst. Stofnfundur Alþýbuflokks- félcrg Seybis- fjarbar STOFNFUNDUR Alþýðuflokksfé- lags Seyðisfjarðar var haldinn 30. apríl sl. Félagslög voru samþykkt, og rætt var um starfsgrundvöll. Gunn þór Björnsson bæjarstjóri hafði framsögu um bæjarmál. Miklar umræður urðu á fund- inum, og var einhugur meðal fund- armanna og eindreginn baráttu- vilji. Formaður félagsins var kjörinn Emil Jónasson, póstmeistari. Aðrir i stjórn voru kjörin: Jarð- þrúður Karlsdóttir, Friðrik Sig- marsson, Ársæll Ásgeirsson og Einar Sigurgeirsson. í varastjórn voru kjörin: Har- aldur Aðalsteinsson, Unnur Jóns- dóttir og Ari Bogason. Endurskoð- endur: Guðmundur Beck og Frið- þjófur Þórarinsson. Fundurinn fagnar þeim réttinda- málum verkalýðsins, sem fram hafa náð að ganga á Alþingi fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar og bendir sérstaklega á sömu laun karla og kvenna, aðild sjómanna að fiskverðssamningum, lífeyrissjóði undirmanna á farskipum og rétt opinberra starfsmanna til að semja sjálfir- um laun sín og. kjör. Jaf'nframt harmar fundurinn að hinum fjölmennu samtökum verzl- unar-' og skrifstofufólks, skuli enn haldið utan heildarsamtaka verka- lýðsins, og skorar því á alla vinn- andi menn til sjávar og sveita að veita þeim brautargengi til að ná rétti sínum. Þá bendir fundurinn á, að næg framleiðsla verðmæta innanlands og aukning útflutningsframleiðsl- unnar sé ein af undirstöðum efna- hagslegs öryggis þjóðarinnar, og krefst því þess, að tafarlaust verði gengið að sanngjörnum kröfum tog arasjómanna, og hinum stórvirku atvinnutækjum, togurunum, sköp- uð starfsskilyrði og þeir leystir úr böndum. Um leið mótmælir fundurinn harðlega hverskonar ósk um um éftirgjöf á þeim réttindum togarasjómanna, sem þeim hlotn- aðist með setningu vökulaganna. Þá vill fundurinn að síðustu vara ríkisstjórn og Alþingi alvarlega við hverskonar aðild að efnahags- bandalögum, sem hefðu í för með sér meðal annars ótakmarkaðan flutning fjármagns og vinnuafls til landsins og réttindi annarra þjóða innan fiskveiðilögsögu okk- ar, en að samt sem áður verði höfð í huga nauðsyn okkar íslend- inga á hagkvæmum viðskiptasamn- ingum og niðurfærslu á innflutn- ingstollum við þjóðir V.-Evrópu, og áfram verði haldið að efla í hvívetna vestræna samvinnu. WHMMMMWMMWMMMim Kona Bidault til yfirheyrslu PARIS: — Því er neitað, að kona Bidaults, fyrrverandi forsætisráðherra og núver- andi OAS-foringja hafi ver- ið handtekin. Hún verði að- eins yfirheyrð og að því loknu fái hún. að fara heim til sín. Frúin hefur dvalið í Sviss undanfarið. Frú Bidault var fyrst yf- irheyrði á brautarstöðinni í Gare de Lyon, og því næst flutt til bækistöðva öryggis- lögreglunnar, þar sem yfir- heyrslunum var haldið á- fram. Maður hennar hvarf fyrir mörgum vikum. Hann hafði tekið að sér forystu „þjóðlega andspyrnuráðsins.“, Nokkrum dögum síðar var OAS-foringinn Salan hand- tekinn. Ekki er enn vitað hvar Bidault heldu sig. Frú Bidault gegndi áður, háu embætti í franska utan- | ríkisráðuneytinu. MMMMMMMMMMMMMMMV Lady Baden-Powel heimsækir ísland ★ FUi í REYKJAVÍK. ★ DANSAÐ verður í BURST í kvöld frá kl. 8,30—11,30. ÍSLENZKIR skátar halda upp á 50 ára skátastarf hérlendis með skátamóti á Þingvöllum um mán, aðamótin júlí—ágúst í sumar. Mun mikill fjöldi erlendra skáta koma á mót þetta og meðal annars munu allir skátahöfðingj- ar Norðurlandanna heimsækja þetta afmælismót. En sá gestur mótsins, sem verður hvað kær- komnastur, er Lady Baden-Po- well, alheimskvenskátahöfðingi og verndari alþjóðabandalags drengjaskáta. Lady Baden-Powell er fædd 22. febr. 1889 nálægt Chester- field, Englandi. Hún hafði, strax á unga aldri, mikinn áhuga á öll- um mannúðarmálum og sá sig aldrei úr færi ef hún gat rétt öðrum hjálparhönd. Árið 1912 giftist hún Robert Baden-Powéll, stofnanda kátahreyfingarinnar, óg var upp frá því hans stoð og stytta í hans mikilvæga starfi. Voru þau hjónin mjög samhent og samhuga starfi sínu fyrir skátahreyfinguna og engum ein- staklingum er frekar hægt að þakka vöxt og viðgang skátahreyf ingarinnar. Lady Baden-Powell var kjör- in alheimskvenskátahöfðingi ár- ið 1930 og þefur verið það síðan. Hefur hún verið óþreytandi í því starfi sínu og mun hún hafa heim sótt yfir 70 lönd, eða nálega hvert það land, þar sem skátahreyfing- in er starfandi. Hefur skátum hvarvetna orðið mikil hvatning og styrkur að heimsókn Lady Baden-Powell. Lady Baden-PowelL hefur tvisvar áður heimsótt ísland, — fyrst árið 1938 og einnig ár>9 1956. Er það íslenzkum skátum mikið ánægjuefni, að hún ætlar nú í þriðja sinn að heimsækja ísland. Óðinn sækir veikan mann VARÐSKIPIÐ Oðinn flutti * nótt þyrlu frá varnarliðinú upp undir ísröndina við austurströnd Grænlands, en í niorgun átti þyrl an að fljúga yfir ísinn til lóran- stöðvar á ströndinni og ná þar í veikan mann. Lóranstöð þessl er skammt frá Angmagssalik á Ausíur-Græn- landi, beint í vestur frá Reýkja- vík. Sjúklingurinn, sem í náð verður í, er danskur tæknifræð- ingur og er liann með botnlanga bólgu. Bandaríska þyrlan lenti á Óðni gærkvöldi, en hanq var þá fyrir norðan land. og v.ar síðan haldið til lóranstöðvarinn- ar á Grænlandi. Frá lóranstöðinni vei’ður jDan- inn síðan fluttur til Kulusujr, — sem er ekki langt frá Angrpags- salik. Síðan á Óðinn að sigl^ aft- ur til íslands með þyrluna cg sjúklinginn, sem verður lagður á sjúkrahús hér. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. maí 1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.