Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 2
H London Bridge risin í Arizona Heldur koss en reyk „Eiginmenn, sem álíta konur sínar reykja of mikið, eða viljfe ekki að þær reyki, ættu að hætta þegar í stað að argast í þeim og einbeita sér fremur að því að verla viömótsþýðir gagn- vart þeim“, segir dr. Marc Hol- lander. Þessi doktor, sem er enskur, segist hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að eiginkonur, eða kon ur yfirleitt, verði taugaveiklaðar og óánægöar, mæti þær ekki vin semd og umhyggju. Og þess vegna grípi þær til sifgaretta sem eins konar lausnar eða fróunar. Sumar verði þó bara geðillar og leiöar, fari jafnvel að velth fyr ir sér sjálfsmorði. Marc Hollander komst að þess ari niöurstöðu eftir að hafa athug að 54 konur á aldrinum 18 til 59 áila. Segist hann hafa komizt að raun um að þær konur sem mest reyki, mæti minnstri hlýju heima fyrir. „Umhyggja er það þýðingar- mesta í hjónabandinu", segir læknirinn, og bendir á að margar konur sofi ekki um nætur, kyssi eiginmaðurinn þær ekki „góffe nótt“. Og lyfseðill hans er einfaldur: Einn koss merkir einni sígarettu minna. Hins vegar segir dr. Hollander ekki orð um hvert samband geti verið á milli karlkyns reykinga- fanta og geðvondHa kvenna, sem eyðileggja lif sinna vesalings eig inmanna. Læknir þessi hefur greinilega mestan áhuga á kven- fólki. Þetta er hin fræga brú, Lon- don Brigde, sem bandarískur verzlunarmaöur, Robert McCuIl- och keypti fyrir þremur árum. Hann lét flytja brúna, stein fyrir stein, frá London og vestur um haf. Eins og sjá má, þá er allt útlit fyrir að þ(að verk hafi tekizt bærilega, og þarna trjónar svo London Brigde inni I miðri Ari- z»na-auðninni. Brúin vegur 10.000 tonn, en ebki vitum við hvað hver ein- stalkur steinn í brúnni er þungur. Brúin kostaði McCulIoch 180 milljónir Isl. króna. Brezkur verk fræðingur var fenginn til að stjóma verkinu, er brúin var tek in sundur, stein fyrir stein og flutt þangað vestur. Hver einasti smáhnullungur var númeraður og síðan öllu saman raðað sam an aftur er vestur var komið eins og „púsluspili". Þarna umhverfis brúna i Ari- zona er fyrirhugað fjölda hótela og húsa að reisa- stíl, því McCulloch reiknar með í brezkum a.m.k. 5 milljónum ferðamanna að London Brigde á ári í fram- tíðinni. Gæludýrið réðst að eiganda símm — Ijónið Sesar reyndist ekki eins tamiB og eigandinn hélt Ljón eitt, sem maður aö nafni Gosta Backer, sænskur dýrasál- fræðingur hafði á heimili sínu, réðst að eiganda sínum og beit hann illa, en sálfræðingurinn var að sýna vini sinum, hversu góðir vinir þeir væru, hann og Sesar ljón. Gosta Backér Iiéfur“heima hjá sér lítinn einka-dýragarö og mán uöum saman hafði lögreglan far ið þess á leit við hann, að hann fargaði ljóninu, þar sem nágrann- amir væru hræddir við það, og eins vegna hins, að dýragarður inn er þröngur, og töldu dýra- verndunarmenn að það væri ekki forsvaranlegt að hafa lión í svo litlu búri, sem Gosta gerði. Gosta afsakaði sig jafnan með því, að hann leyfði ljóninu oft aö spóka sig um húsgarð sinn, og einnig kæmi það ósjaldan inn í íbúðarhúsið. Svo gerðist það, að lögreglan lagði ovenjufast að dýt'asálfræð- ingnum að farga ljóninu. Backer bað þá kunningja sinn, ljósmynd ada, að koma og taka myndir af sér og ljóninu Sesari, og áttu myndimar að sanna löggunni það, hversu vel færi á með þeim ljónsa. Gosta sleppti svo Ijóninu lausu í cfarðinn og fór sjálfur út til þess, klæddur sundskýlu einni. Er Gosta var kominn út í garð- inn, kom Ijósmyndarinn þangað tókst að ná Gosta út úr garðin- um og koma honum 1 sjúkrabíl. Ljósmyndarinn, Anderson náði myndum af viðureign ljónsins og BrnMm ím Gosta Backer var allsendis óhræddur við ljónið sitt, en það sýndi sig að hann var of viss um að tamning sín hefði tekizt. Heimspólitíkin rædd — en feg- urðarblundurinn gleymist ekki Það er greinilegt, að gríska sendinefndin á 25 ára afmælisþingi Sameinuðu þjóðanna á í erfið- leikum með að halda sér vakandi undir hinum stórpólitísku ræðum. Segir sagan, að meðan þessi á myndinni steinsvaf og félagi hans dottaði í stólnum, hafi egypzki utanríkisráðherr- ann, Mahmoud Riad verið að ræða um ástand ið fyrir botni Miðjarðarhafsins. út meö myndavél sína og skömmu seinna hfer lögregluna að. Nokkrir tugir manna horfðu á Gosta og Sesar yfir skíðgarð- inn. Um stund lét Gosta vel að ljón inu, en loks tók hann um nefið á Ses'ari og sneri höfði hans til, svo Ijósmyndarinn næði betri mynd. Þá reiddist konungur dýr anna, rak upp vonzkuöskur og vatt sig af húsbónda sínum. Síð an réðsit hann að honum og beit hann illa I handlegginn. Blóðið Iag'aði strax úr Gosta, og æstist þá Sesar um helming. Hann beit fórnarlamb sitt einnig í bak og bringu. Lögreglan hóf þá að skjóta á ljónið, en átti ekki gott með að beita byssum sínum, þar eð ljóna temjarinn var svo nærri. Loks kunningja síns, cn er hann var einn orðinn eftir í garöinum með kóngsa lagði h’ann á flótta. Lög- reglumaður einn áræddi að hlaupa upp gangstíginn að hús- inu og inn. Þar beið hann síðan ljónsins. Er Ijónið kom fram fyrir húsið, beiö lögregluþjónninn fær is og er Sesar hafði fært sig, þfennig að enginn hinna forvitnu áhorfenda var f skotmáli, hleypti hann af og hitti Sesar milli augn anna. Ljóniö rak upp öskur mikið og hentist fram á við, en féll síðan steindautt um koll. Og nú vill Gosta Backer fá sem svferar 90.00ð Isl. kr. I skaða bætur fyrir Ijónið, sem hann ól upp frá þvl það kom úr móður- kviði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.