Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 8
s Otgefandi Reykjaprenr nt. / Framkvæmdastjóri Sveinn R Eyjólísson \ Ritstjóri iónas Kristjánsson I Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltnli Valdimar H. Jóhannesson íí Auglýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 ) Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 ( Ritstjóra • Laugavegi 178 Slmi 11660 /5 linur) / Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands V ! lausasölu kr 10.00 eintakiC / Prentsmiðja Visis — Edda hf. _______________________________ \ ../ Græna byltingin Full ástæða er til að fagna vali norska Stórþingsins, ) sem hefur veitt Norman Ernest Borlaug friðarverð- \ laun Nóbels í ár. Dr. Borlaug hefur með kynbótum á ( plöntum skapað „töfraafbrigði“, sem hafa á skömm- ( um tíma margfaldað hveitiuppskeru margra vanþró- ( aðra ríkja. Hveitiuppskera hefur til dæmis tvöfaldazt ) í sumum hlutum Indlands og í Pakistan. Matvæla- ) stofnun Sameinuðu þjóðanna telur, að árið 1985 muni ) hin bætta tækni ná til 35 af hundraði af landbúnaðar- ) framleiðslu „þriðja heimsins“. Dr. Borlaug hefur verið \ kallaður höfundur þessarar „grænu byltingar“. ( Það er einkar vel til fallið að verðlauna slíkan mann í fyrir störf í friðarins þágu. Misskipting heimsins gæða / er ein helzta orsök óróans í heimsmálum. Meðan ) helmingur mannkyns er enn á mörkum sultar, er ekki ) að vænta sátta. Með grænu byltingunni mun hungr- \ uðum fækka og draga úr viðsjám á alþjóðavettvangi. ^ Nú er að gerast í vanþróuðu ríkjunum sams konar í bylting og varð á Vesturlöndum fyrir hálfri annarri / öld. Framsóknin í landbúnaðarmálum var undanfari ) iðnbyltingarinnar og hratt henni af stað. Engin iðn- ) bylting hefði orðið, ef framfarir í landbúnaði hefðu \ ekki aukið afköst hvers einstaklings og með því gert ( óþarfan hinn mikla fjölda, sem starfað hafði við land- ( búnað. Þá losaðist vinnuafl fyrir væntanlega iðnvæð- ' ingu í borgunum. Iðnaðarríki risu upp, og þar hafa / lífskjör síðan verið bezt í heiminum. ) Græna byltingin á að geta bægt hungrinu frá dyr- \\ um manna. Fyrir hana skorti ekki hrakspár um (( „hungursneyð um heim allan“ eftir nokkra tugi ára. ( Menn byggðu þá spádóma á offjölgun fólks og töldu, / að bilið mundi breikka milli ríkra og snauðra, unz ) skuggi hungurs félli á allt mannkyn. Tilraunir til að ) draga úr offjölgun fólks í vanþróuðum ríkjum virt- \ ust ekki gefa þann árangur, sem menn höfðu vænzt. ( Þá Ixomu fram dr. Borlaug og hans líkar og sneru ( vörn í sókn. Hóf™" ’ ^ bjar*’"'rni um framtíðina hef- V ur leyst bölsýmna af hólmi. Úr öllum álfum berast ( fréttir um framsókn grænu byltingarinnar. Að vísu ( gætir hennar ekki enn nema í litlum hluta heims, en ( hún breiðist hratt út. Kynbætur hafa leitt til svokall- ) aðra „töfraafbrigða“ víðar en í hveitirækt. \ Græna byltingin getur ekki blessazt, ef hún er ein ( sér. Samhliða henni verður að fara iðnvæðing í van- ( þróuðu ríkjunum. Án iðnvæðingar gæti fækkun fólks (i í landbúnaði aðeins leitt til fjölgunar atvinnu- og um- )) komuleysingja í borgunum. Þess er að vænta, að /) þessi iðnvæðing muni fylgja í kjölfar grænu bylting- ) arinnar á sama hátt og iðnbyltingin varð afleiðing \ framfara í landbúnaðarmálum á Vesturlöndum. Þetta ( getur þó tekið langan tíma. (/ Vgndamál vanþróuðu ríkjanna hverfa ekki á einni (/ nottu, en dr. Borlaug er vel til verðlauna kominn. )) Hann hefur flestum öðrum fremur lagt hönd á plóg- \) inn til að skapa frjósamari akur og fegurri veröld. (\ F.CASTftO V1SIR . Föstudagur 23. olrtóber 1970. CASTRO F. CASTRO Castro var gunnreifur, þegar hann fékk eldflaugar frá Sovétríkjunum árið 1962, svo að skjóta mátti bandarískar borgir f rúst, en að lokum varð hann að leggja niður rófuna. „Yið erum ekki að byggja her- stöð á Kúbu44 — segja Sovétmenn — og Bandankjastjórn virðist taka jbó yfirlýsingu gilda — en Rússar neituðu einnig svipuðum ásökunum árið 1962, begar Castro fékk eldflaugar og Kúbudeilan reis □ Rússar hafa stað- fastlega neitað, að nokkuð sé hæft í frétt- um um hervæðingu þeirra á Kúbu. Margir Bandaríkjamenn eru ugg andi um, að ný Kúbu- deila sé í uppsiglingu, sams konar og var árið 1962, þegar Kennedy for seta tókst að lokum að knýja Rússa til að fara burt með eldflaugar sín- ar frá Kúbu. Brezka tímaritið ^ Economist minnir í seinasta hefti á það, að Sovétmenn neit- uðu því einnig staðfast- lega árið 1962, að þeir væru að gera stöðvar á Kúbu fyrir eldflaugar sínar. „Höfðum ekki full- komnar sannanir,“ segja Bandaríkjamenn Castro hefur ekki sagt margt um þessar fréttir og þykir sum- um þaö kynlegt. Venjulega hef ur Castro verið fljótur til and svara, þegar honum hefur verið borin á býn þjónkun við Sovét ríkin. Hitt skiptir mestu, að Banda- ríkin hafa látið sér nægja yfir lýsingar Rússa í þetta sinn. Bandarfkjastjóm kveðst f raun inni aldrei haifa haft fulikomnar sannanir fyrir vigbúnaði Rússa á Kúbu. Sovézku skipin, sem veriö hafa i hafnarborginni Cienfuegos á Kúbu hafa nú far ið þaðan. Spumingin er sú, hvort rótgró inn ótti Bandarikjamanna við gerðir Sovétrfkjanna að viðbætt um sögum flóttamanna frá Kúbu, sem vilja ala á óvild, hefur blásið upp hugmyndir manna um sovézk áhrif á Kúbu. Fækkað í herstöð Bandaríkjamanna Bandaríkin hafa herstöð á Kúbu, í Guantanamo á suður- hluta eyjarinnar. I>egar Castro var korninn til valda og vináttu slit urðu milli hans og Banda- ríkiastjómar, var þessi herstöð f miðdepli heimsfréttanna. — Castro óttaðist, að Bandaríkin Umsjón: Haukur Helgason. mundu nota herstöðina á eyj- unni til að magna „gagnbylt- ingu“ til dæmis með því aö flóttamenn frá Kúbu og málalið- ar gengju á land í Guantanamo og réöust inn í ríki Fidels. — Castro krafðist þess, að Banda rfkjamenn yröu á brott þaðan. Er tímar liðu. varð kyrrt um þessa herstöð, og heyrist hún varla nefnd í fréttum hin síöari ár. Bandaríkjamenn hafa síðustu vikur fækkað hermönnum i stöðinni f spárnaðarskyni. Sú á- kvörðun haföi verið tekin, áður en fréttir greindu frá vigbúnaði Sovétmanna á Kúbu. Fá Guant anamo má fytgjast ,vel með því, sem gerist í höfninni í Cienfueg os og hefði Bandaríkjastjórn auðveldlega getað hætt við fækk unina >að hefur hún ekki gert, sem bendir til þess að enginn skeifing ríki i Washington. Engin árásarvopn I Karabíska hafinu Kennedy og Krustjev geröu samkomulag árið 1962 eftir Kúbudeiluna um það að Rúss- ar hefðu engin árásarvopn í Karabíska hafinu. Bandaríkin hétu því á móti, aö þau mundu ekki gangast fyrir annarri innrás eins og gerð var á Svínaflóa i tíð Kennedys. Hin misheppnaða innrás á Svinaiflóa er talin mestu mistök í stjórnartíð Kennedys, en þá studdi Bandaríkjastjóm kúbanska flóttamenn til að ráð ast inn I Kúbu, en þeir voru sigr aðir í flæðarmálinu. Bandarískir ráðherrar hafa hörðum orðum varað Rússa við að rjúfa samninginn frá 1962. Hins vegar hafa Sovétríkin nú öfluga kjamorkukafbáta, sem geta hafzt við í grennd Kúbu og þurfa ekki stöðvar á landi. En þá er i rauninni ekki mikil breyt ing á orðin. Bæði Bandaríkin og Sovétrfkin geta skotið kjam- orkueldflaugum hvort á annað frá öðrum stöðvum. Ef undan er skilin hættan á þvi, að „þrýst verði á hnappinn" af slysni, má svo sem einu gilda, hvort ein- hverjir sovézkir kjamorkubátar eru í grennd Kúbu eða einhvers staðar annars staöar. Kjamorku vopn eru hættulegri í höndum „lítilla“ einræðisherra eins og til dæmis Castros en i höndum Sovétmanna sjálfra. Gildir þetta hvarvetna og þess vegna hafa stórveldin gert samning um tak mörkun á útbreiðslu kjam- orkuvopna. Vísi hefur borizt yfirlýsing um þetta efni frá sendiráði Sovétríkjanna f Reykjavik og fer hér á eftir fyrri hluti hennar: Engar sovézkar her- stöðvar á Kúbu „Tass fréttastofunni hefur ver ið faliö að lýsa því yfir, að Sovét rfkin hafa hvorki byggt né eru að byggja herstöð á Kúbu, og aðhafast ekkert það, sem brýt- ur í bága við samkomulagið, sem ríkisstjómir Sovétríkjanna og Bandarfkjanna gerðu með sér árið 1962. Hvers konar fullyrö ingar um „hugsanleg brot“ Sovétrfkjanna á fyrrgreindum samningi em úr lausu lofti gripnar. Sovétrikin hafa ævin- lega virt samninginn út í æsar, og munu virða hann framvegis og ganga út frá því, að Banda- ríkin muni einnig standa við hann að sínu leyti. Að undanfömu hefur mikil áróðursherferð verið farin 1 Bandaríkjunum i tilefni af í- myndaöri „sovézkri ógnun“ við vesturhvel jarðar. í þessari á- róöursherferö dreifa bandarísk blöð þeim uppspuna, að Sovét- ríkin séu farin að byggja á Kúbu „herstöð fyrir kjamorku- kafbáta sína og sé ekki tjaldað til einnar nætur", Upphaf þess arar áróðursherferðar vom op- inberar yfirlýsingar fulltrúa Pentagons og Hvita hússins, þar sem dregið var í efa, að Sovét- rfkin stæöu við skuildbindingar sínar samkvæmt samningmim frá 1962. Hvers konar fuillyrðingar um „hugsanleg brot“ Sovétrkjanna á þessum samningi með því að byggja herstöö á Kúbu eru úr lausu lofti gripnar, þár sem Sovétríkin hafa ekki byggt og eru eteki að byggja herstöð á Kúbu og aðhafast ekkert það, sem gengur í berhögg við sam- bomulagið, sem ríkisstjómir Bandarikjanna og Sovétríkjánna gerðu."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.