Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 9
Wt SIR . Föstudagur 23. október 1970, 9 Dýrt að þurfa utan — oð leita sér lækninga, en tryggingar greiða nú kostnað að mestu Sigúrður Páll Kristjónsson heitir 9 ára gamall drengur, sem þann 9. ágúst í sumar varð fyrir því óláni að lenda und- ir heyvagni. Sigurður var staddur úti á túni á bæ þeim sem hann dvaldist á í sumar, er vagninn ók yfir hann. Brákaðist hann illa á fótum, og mjaðmargrindin þríbrotnaöi. Drengurinn var þegar fluttur á Landspítalann og hefur ver- ið þar síðan, eða þar til 21. október, að Iæknar leyfðu honum að fara heim. Sigurður er ekki orðinn heilbrigður eftir slysið. Hann er máttlaus, en getur þó hreyft sig um og setið. Þvag- færi hans fóru öll úr skorðum, og geta Iæknar hér ekki veitt honum fulla bót, heldur leiða þeir úrgangsefni úr honum um pípur. Þann 16. nóvember n.k. mun Sigurður því fara til London í fylgd með fóstru sinni, Birnu Einarsdóttur, og gangast undir skurðaðgerö á The Hospital for Sick Children. Fóstra Sigurðar, Birna, tjáði okkur, að hún myndi verða í um mánuð þar ytra með drengnum, en hugsanlega þyrfti hann að vera lengur. „Tryggingamar greiða allan kostnað af þessari ferð fyrir drenginn", sagði Birna okkur, „en ég veit samt ekki hvernig við hefðum farið að, hefði hann Sigurbjöm Eiríksson veitinga- maður og starfsfólk hans ekki staðið fyrir dansleik einn dag- inn og gefiö okkur svo mikið fé til fararinnar að ég kem ekki upp nokkru orði. Ég hef nú unn ið nokkuð hjá honum Sigurbimi en betri húsbónda er varla hægt að hugsa sér....“ Það er vissulega dýrt að senda sjúikling til lækninga erlendisog heyvagni í sumar. Hann er nú á leið til Lundúna, en læknar þar ætla að skera hann upp. Hann fær ekki fulla bót sinna meina hér heima. Þarna er íslenzkt ungbarn í örmum hjúkrunarkonu í Kali- forniu. Þetta er hún Vilhelmína litla úr Hafnarfirði, sem les- endur Vísis kannast vel við. Trr>*.(V' (|rí M ' k MT1 M,t < margur hefur orðið að ganga bónarveginn og fara fram á styrkveitingu vegna dýrrar sjúkrahússdvailar erlendis. Þann ig hefur það a.m.k. verið til skamms tíma. Þann 18. marz sl. voru hins vegar samþykkt lög frá Alþingi er kveöa á um, að greiddur verði ferðakostnaður og í sumum til- fellum ferðakostnaður fylgdar- manns. Þá er sjálf sjúkrahúss- dvalin greidd að fu#u og læknis hjálp. Venjulegt er að fylgdarmaður fari með börnum og unglingum og jafnan samþykkt aö greiða ferðastyrk þeirra ef sjúklingur er innanvið 14-15 áraaldur. Að sjálfsögðu , er eimnig greiddur ferðastyrkur fylgdarmanna fuM orðinna sjúklinga, ef læknar á- Mta að viðkomandi þurfi á sér- hæfðri aðstoð að halda til dæm- is hjúkrunarkonu eöa læknis. Nefnd skipuð 5 yfirlæknum Bf það kemur upp, að ein- hver sjúklingur þarf að fara ut- an er samkvæmt reglum gefin skýrsla um líðan sjúklingsins og tilgreindar ástæður fyrir því hvers vegna heppitegast þyki að senda hann utan. Þessa skýrslu metur síðan sér staklega skipuð nefnd 5 lækna en í henni eru 2 yfiriæknar Land spítalans. yfirlæknir Borgar- spítalans. vfirlæknir Landakots og svo tryggingayfiriæiknir. Er hinn síðasttaldi sjálfskipaöur formaöur nefndarinnar. Þessi nefnd ramnsakar ná- kvæmlega mál sjúklingsins og útfylilir skýrslur honum viökom andi. Sfðan ákveður hún uppá- stungu um sjúkrahús eriendis er bezt verði að senda manninn á. -iT0! níöft.1 Ó81Þ tf' *"' Mikil bragarbót Með hinum nýju lögum frá því s.'l. vor hefur komizt sú skipan á, að siúklingur þarf ekki sjálfur að greiða kostnað og inn heimta síðan hjá s'júkratrygging um, því beint samband er við mörg sjúkrahús um að ganga í ábyrgð fyrir greiðslur héðan. — Hefur sjúklingurinn eða aðstand endur hans því engar áhyggjur af kostnaðarhliö málsins, nema í þeim tilvikum sem fylgdar- maður þarf að dvelja langdvöl- um eríendis með skjólstæðingi sínum og ef sjúklingur þarf að dvelja utan sjúkrahúss eriendis en þá greiða tryggingar ekki dvalarkostnað, l>á koma stund- um örlátir menn til skjalanna og halda danslieik eða efna til samskota. Hér áður er lög höifðu ekki verið samþvkkt á Alþingl um greiðslu sjúkrakostnaðar, var sá háttur hafður á. að siúkratrvgg ingamar greiddu fyrir legu- daaafíöldann f samræmi vifl daa gjöld Landspítalans - síðan varð sjúklingurinn sjálfur aö greiða mismuninn úr eigin vasa. Oft var sá kostnaður svo gífuriegur að venjulegir styrktarsjóöir hér heima réðu hvergi nærri við að hilaupa undir bagga. Það var Ingólfur Guðmundsson hjá Tryggingastofnun rfkisins, er veitti okkur téðar upplýsingar, og sagði hann ennfremur, að svo stutt væri síðan þessi lög komu til framkvæmda, að ó- mögulegt væri að segja, hver á- hrif þau heföu, en Ifkur taldi hann þó á að sjúklingum þeim sem til útlanda þyrftu að ('ara myndi fjölga við nýskipanina, enda er það eðlilegt, þar eð kostnaöur verður viðráöanlegur fyrir fleiri. —GG rinffrc — Hvort kjósið þér heldur vætutíð í vet- ur eða kulda? Helga Halldórsdóttir, skrifstofu- stúlka: „Ég vil hafa rigningu. Vætutíðin á mifelu betur við mig en snjór og kuldi." Vilhjálmur Sigurjónsson, nem- andi: „Ég vil að það verði frost f vetur og snjór Það er miklu betra að ganga á frosinni jörð en bléutri." Ólafur Brynjólfsson, setjari: „Hvort tveggja. Mér finnst bezt aö hafa þetta til skiptis." Rannveig Viggósdóttir, nemi í Réttarholtsskóla: „Ég vil hafa snjó. Þá kemst maður frekar út á sleöa. Svo er alltaf svo kalt þegar rigning er.“ Ríkey Þórðardóttir, nemi, Rétt- arholtsskóla: „Frost og snjó. Mér finnst það svo mifelu skemmtilegra. Það er svo gaman að renna sér á sleða og mér er svo kalt í rignin>gunni.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.