Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 23. október 1970. 7 —sitr cTþíenningarmál Hjörleifur Sigurösson skrifar um myndlist: UR BERGINU jyjyndir úr bergtegundum eru ekki daglegt brauð — hvorki hér uppi á íslandi né ann ars staðar í vesturbluta Evrópu. Páll Steingrímsson myndlistar- maður frá Vestmannaeyjum hef ur gjört þær að sérgrein sinni um aftnörg ár. Handbragð hans er sérlega kurteislegt og greini- lega komið góðan spöl fram hjá örðugleikum byrjunarinnar. Hitt má vera fuMjóst, að sérhver ný deigla býður upp á vandamál, sem höfundurinn getur ekki snið gengið. Páil heldur jafnan víg- reifur tfl orustunnar. Stundum leitar hann aö hreinum og ó- menguðum lágmyndum eða jafn vel stórskorinni mósaik — ef ég mætti taka hugtakið aö láni í eina mínútu — en langtum oftast hefur bergið orðið að þola miskunnariausa sneyöingu eða mulning niður í lítil og tindr- andi sandkorn. Það er kannski hæpin aðferð skoðunar að mála siíka skiptingu verksins feitum línum en óneitanlega getur hún komið að mikiu gagni þegar við viljum kanna stefnumark lista- manns. Páll Steingrímsson nær mest um árangri þegar hann blandar kirfilega saman aðferöunum þrem: festir vöiur og flata eða hornótta steina í uppistöðu sand breiðunnar. Þannig tekst honum í nokkrum tilvikum að fitja upp á spennu þáttanna, meira að segja lítilsháttar átökum þeirra. Á hinn bóginn saknar gestur- inn oft ákveðinna hljöma, sterkr ar vitundar um náiægð jarðar eða sjávardýpis. Sýningin í Unuhúsi geldur þess mjög að höfundur verk- anna hafði ekki brjóst í sér til að hafna al'lt að fjörutíu prósent um verkanna. Bn þótt undirrit- aður hafi margt að athuga við myndir Páls Steingrímssonar, getur hann aö svo komnu máli ekki munað eftir áhugaverðari myndlistarmanni, er heimsækir okkur utan af landsbyggðinni. Hin skyggða sýn |y/Jatthea Jónsdóttir er ýmsum kunn fyrir sýningu, er hún efndi tii í Ásmundarsai fyrir nokkrum árum. Ennfremur hef ur hún tekiö þátt í samsýning- um Félags islenzkra myndlistar" manna oftar en einu sinni. í fyrra gerði hún sér lítið fyrir og nældi í kopar- verðlaunaskjöld evrópskrar myndlistarsýningar i Ost- ende í Belgíu. Um menntun hennar í greininni veit ég lítið. Þó hygg ég, að hún hafi einkum verið fengin í skólurn hér í Reykjavtik. Allt um það er árang ur Mattheu verður fylistu at- hygli. Hvernig má lýsa verkum hennar í stórum dráttum? Mér dettur hug, að kerfisbundiö sam hengi þáttanna gengur jafnan fyrir hugdettum eða 'jómandi skýjum, sem koma þjötandi eins og utan úr geimnum., Þetta er, sýnilega hvort tveggja senn styrkur og veikileiki .istakon- unnar .. styrkur að því leytinu, að hún veit og finnur skjótt til burðarásanna í máiverkinu og sér þá tengjast fortíö og fram- tíð, ef ég mætti taka jafnhátíð- lega og forms'korpulega til orða. Aftur á móti hiýtur málari slfks viðhorfs oftlega að fara á mis við titring augnabliksins og eiga á hættu að staðna í lokuð- um heimi. Ég held, að Matthea hafi gert sér þetta Ijóst. Hún hefur reynt aö losa um strengdu böndin en gleymt, aö tilraunagripir okkar mannanna þurfa venjuilega að liggja á verk stæöinu tímunum saman áöur en þeir geta talizt fuMmótaðir. Nýjustu myndirnar eru sem sé hvorki fugl né fiskur. Allt ann- að og merkilegra gerist i skyggðu málverkunum, einkum þegar höfundurinn neitar sér um að bianda saman tveim eða jafnvel mörgum leiðum. Þessi tii.teknu málverk liðast út frá kúbískri hefð með skemmtileg- um og næsta undarlegum hætti — og búa að ríkidæmi hennar innan um einfa'ldleikann. Trésmiðjtm Víðir hf. auglýsir: Nýjar gerðir af hjónarúmum með bólstruðum göflum — Lúgt verð og góðir greiðsluskil- múlar — 1000 kr. út og 750 kr. ú múnuði TrésmiSjm Víðir Laugavegi /66 — Sím/ 22229 sunnai ^allorka _ CPARADÍS V c% JÖRÐ Land hins eilífa sumars. Paradís þeim, sem leita hvíldar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, italíu 09 Frakklands. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma, með íslenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070 sunna kM travel

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.