Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 16
VISIR Friðrik öruggur um sigur Ekkert faer grandað sigri Frið- riks Ólafssonar á afmælismðti T. R. í 10. umferð gerði Jónas Þor- valdsson jafntefli við Friðrik Ólafs son, en Friðrik hefur þó 9 vinn- inga, meðan næstu menn hafa 6*4» þeir Guðmundur Ágústsson og ^tefán Briem. I Bragi Kristjánsson er í fjórða æti með 6y2' vinning, en næstir eru Ingi R. Jóhannsson, Björn Sig- urjónsson og Bragi Halldórsson — allir með 6 vinninga. Tiunda umferðin v'ar umferð jafnteflanna, því auk jafnteflis Frið riks og Jónasar, gerði Ingi jafntefli við Björn, og Guðmundur Ágústs- son gerði jafntefli við Braga Iíristjánsson. Líkan af nýja námsskeiðsskólanum, sem mun rísa við Löngu hlíð. Með skoðanakönnun og tölfræðilegum útreikningum m. a. verður fyrirkomuiag skólastofa ákveðið. Stefán Briem komst í þessari um ferð í ann'að og þriðja sætið með Guðmundi, þegar hann vann Magn- ús Gunnarsson, en það var fimmta vinningsskák Stefáns I röð. í 9. umferö vann hann Björn Sigurjóns son, en sú umferð varð tíðinda- mikil fyrir mótið, því að fyrir hana voru allmargir menn jafnir i efstu sætum með jafna möguleikfa á 2.— 5. sætinu. Tefldu þeir margir inn- byrðis i þeirri umferð. Friörik vann þá Inga R. og Guðmundur Ágústs- son vann Magnús Gunnarsson - GP Heimilisstörfin kennd iafnt körlum sem konum — / nýjum skóla i heimilisfræðum, sem risa mun við Lönguhlið í bígerð er að koma upp námsskeiðsskóla í heim- ilisfræðum, auk annarra greina. Er skólanum ætl aður staður í byggingu, sem mun rísa af grunni á gatnamótum Löngu- hlíðar og Flókagötu. Skólinn er ætlaður öll- um aldursflokkum, allt frá skólaskyldualdri, og jafnt körlum sem kon- um. Undirbúningsvinna að skóla þessum hefur staðið yfir í fjög- ur ár. Vinnur Teiknistofa Knud Jeppesen, Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdöttur nú að teikningum að s'kólahúsnæðinu. Skölinn verður rúmlega 1200 fer metrar að stærð. Skölinn verður byggður á næstu þrem árum eða fyrr, en byggingarhraði fer eft i fjárframlögum hins opinbera. Með skólabyggingu þessari er verið að bæta úr tMfinnanlegum skorti á kennsiluhúsnæði fyrir heimilisfræði í borginni. Hús- mæðrasköli Reykjavíkur hefur árum saman fengið mikjlu fleiri umsóknir um skólarvist en hægt hefur verið að sinna vegna þrengsla. Húsmæðraskölanum var á sínum tíma úthlutað lóð- inni við Lönguhllíð ti'l bygginga- framikvæmda. Hefur því Katrín Helgadöttir skólastj. Húsmæðra skólans, skólanefnd skólans auk Halldóru Eggertsdóttur náms- stjóra og Guörúnar Jónsdóttur arkitekts starfað að undirbún- ingi hins nýja skóla, sem verður þó sjá'lif'stæð stofnun. Var tekin sú stefna að byggja fremur sköla fyrir námskeiðshald á mjög breiöum grundvelli, en aðra byggingu fyrir Húsmæðra- skólann, með tiiheyrandi heima vist. I því sambandi var gert náð fyrir því, aö þróunin í framtlíð- inni verði sú, að litlir nám- síkeiðsskólar rísi viíðar í borig- inni. I sambandi við undirbúning að fyrirkomulagi hins nýja skóla var efnt tiil skoðanakönnunar urn námsefrii m.a. og svöruðu 43% spurningalista, sem var sendur út í 650 eintöikum. Með al þeirra námskeiöa sem geta komið til greina við skólann er t.d. námskeið fyrir ungt fólk, sem er að sto'fna heimili — á sem breiðustum grundvelli. Við s'kóiann veröur sennilega rekin b'arnagæzla, en mikill áhugi á slíku fyrirkomulagi kom fram í svörum þeirra. sem þátt tóku i skoðanakönnuninni. —SB Grjótnáma í 20 ár — náman i Kóllunarkletti endist vel Bögglabergið finnst aðeins á einum stað hér við Reykjavík, nefni- lega í nesinu við Klepp og utan í Köllunarkletti. Kornhlaðan nýja sést í baksýn, en þama er krani að moka púkki upp á bíl, sem síðan ekur því í Bústaðaveginn. „Við tökum þarna grjót sem notað er sem undirlag undir mal bik“, sagði Guttormur Þoirnar verkfræðingur hjá Gatnamála- stjóra. „Þeir hafa tekið þetta grjót þarna í urn 20 ár. Það er mjög hentugt sem undirlag, þar sem ekki þarf að mylja það og það hileypir vatni svo vel í gegn um sig — þetta er einhvers kon ar blágrýti, bögglaberg held ég þeir kal'li það sérfræðingarnir. Það hefur verið leitað að þessi bergi víða, en hvergi fundizt nema þarna í KöMunarklettinum og i nesinu við Ktepp — við urð um reyndar að flytja okkur að- eins vegna byggingar Sundahafn ar.“ Sagði Guttormur að þetta und irlag, eða púkk, væri einvörð- ungu notað sem undirlag undir maibik í götum sem þung um ferö væri á, til dæmis er nú verið að taika þarna grjót sem ekið er í Bústaðaveginn, hins vegar væri þetta ekki notað í götur sem liggja um íbúða- hverfi. „Nei, ég held að grjótið verði ekki upp uriö þarna nserri strax. Það er efiaust forði þarna tii margra ára enn, hins vegar gæti farið svo að við yrðum að hætta að vera með grjótnám þama í nágrenni Sundahafnarinnar vegna frekari byggingafram- kvæmda þar.“ —GG Forstjóri Band- helgisgæzEu skoður þyrEur vestunhufs • Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, hélt til Bandaríkjanna í fyrradag í þeim tilgangi aðallega að athuga þyrlukaup fyrir stofnunina, en Landhelgisgæzlan hefur fengið heimild til að kaupa nýja og stærri þyrlu auk lítillar flugvél- ar til könnunarflugs. Landheigisgæziuforstjórinn mun heimsækja þyrluverksmiðjurnar Bell og Sikorsky, en ætlunin er að keypt verði þyrla af meðalstærð. Þyrla Landhelgisgæzlunnar er frá Bel'l, en Sikorsky-þyrlurnar eru tald ar hafa revnzt mjög vel. Jafnframt þessu er verið að kanna eftir öðrum leiðum heppileg kaup á þyrlu frá öðrum verksmiðj- um og kaup á lítiili flugvél og hef- ur maður frá Landhelgisgæzlunni m. a. verið sendur til Svíþjóðar til hð líta þar á flugvélar. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.