Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1970, Blaðsíða 13
V í si R . Föstuaagur 23. oktöber 1970. L3 Nota andlegan styrk — mat á kennarastarfinu — eins og kennarar sjá jbað JZ'ennarar hafa Haft sig mjög í frammi undanfarið vegna launamála sinna. Á fundi með fréttamönnum nýlega kynnti Sfamband fslenzkra barnakenn- ara sjónarmið sín viðkomandi þeim málum. Meðal þess, sem bar á góma var mat á kennara starfinu. Birtist hér á eftir mat kennarb á kennarastarfinu í greinarformi, sem þeir afhentu á fyrmefndum fundi. „J^röfur þær, sem nútíma þjóð *“félag gerir til kennara- starfs fara sívaxandi. Þess er vænzt, að skólinn taki í v*ax- andi mæli að sér það uppeldis starf, sem heimilin önnuðust áður. Af þessu leiðir, að starf kennarans er ekki lengur ein- göngu fólgið í að miðla þekk- ingu, heldur ber honum einnig að sinna blhliða uppeldi nem- enda sinna. Það er hlutverk kennarans að efla almennan þroska þarnann'a, móta siðvenj- ur þeirra og leggja grundvöll- inn að starfshæfni þeirra síðar meir. Með fordæmi sínu og upp eldisaögerðum hefur kennarinn meiri áhrif á persónumótun barnanna en flestir gerb sér Ijóst. Samskipti kennarans við börn með ólíkt lundarfar og úr mismunandi umhverfi reyna mjög á taugastyrk hans, senni lega meii'a en flest önnur störf. Mörgum sést yfir þá staðreynd, aö kennarinn veröur einvörð- ungu aö neyta andlegs styrks til aö halda í markvissu starfi fjölmennum hópi bama á ólíku þroskastigi, þar sem það er ekki æskilegt að beita ytri þvingunum eða refsingum. Und an þessari andlegu áreynslu verður aldrei unnt að komast, en ýmsar ytri aðstæður geta aukið haná á ýmsan hátt. Þegar þessi atriði í starfi kennarans eru höfð i huga, og sennilega eru allir sammála um réttmæ.ti þeirra, er þaö mikið ábyrgð'arleysi að reyna ekki að tryggja eins og kostur er, að hæfileikafólk sé valið tíl ísland Hámarkslaun á mán. fel. kr. H j úkrunarkona 21.460 Lögregluþjónn 20.799 Bamakennari 22.1S5 kennslustarfa. Foreldrar eiga þá kröfu á hendur ríkisvald- inu, að bömum þeirra sé séö fyrir sérmenntuðum og hæfum kennurum, þar sem miklu varð ar, hvemig til tekst um skóFa- göngu bamanna. En því miður hefur réttlátt mat tíkisvaldsins á kennarastarfinu enn sem kom ið er takmarkazt við falleg orð í ræðum við hátíöleg tækifæri. Störf í nútímaþjóðféfagi eru yfirleitt metin þannig, aö þvf á- byrgðarmeiri og vandasamari sem þau eru og því meiri mennt unar, sem er krafizt, þeimmun hærri laun eru greidd þeim, er þau stunda. Þessu er því mið- ur ekki þ'annig farið með kenn- arastarfið. Mat á störfum kenn arans mun í svokölluðum menn ingarlöndum óviða vera eins lágt og hér á landi. Skulu nefnd hér dæmi frá Svíþjóð og Nor- egi, sem gefa nokkra hugmynd um, hvernig kennarast'arfiö er metið þar til launa. Heimildir að eftirfarandi tölum eru fengn ar frá Sveriges Lararförbund og Norsk Læreriag, og launatöflu um laun ríkisst'arfsmanna frá 1. sept. 1970. Fyrri taflan sýnir laun hjúkrunarkonu, lögreglu- þjóns og bamakennara í Sví- þjóð, Noregi og íslandi. Seinni taflan sýnir hlutfallslegan mun fauna þessara starfshópa í við- komandi löndum. Svíþjóð Noregur Hámarkslaun á Hám'arkslaun á mán. s. kr. mán. n. kr. 2.492 2.348 2.312 2.853 3.153 3.300 "rrsn. T Bamakennari hefur hærri laun en á íslandi í Svíþjóð í Noregi h'júkrúnarktma 3,2% 26,5% 40,5% lögregluþjónn 6,5% 36,4% 15,7% Þessi samanburður endurspeglar matiö á giidi kennarastarfsins hér á landi og í þessum löndum.“ „Ég vil, ég vil" í Þjóðleikhúsinu Erik Bidsted leikstjóri og hlutverkin 2 i h'óndum Bessa og Sigriðar „Ó, Agnes!“ æpti Bessi Bjarna- október. Leikstjórinn tjáði okkur son um leið og hann snaraði sér inn á sviðið með Sigriði Þorvalds dóttur í fanginu — „púff, sú er þung“, stundi hann síðan, en það stendur reyndar ekki i leiktextan- um. Þau Bessi og Sigríður leika þau tvö hiutverk sem um er að ræða í ,Jig vil, ég vil“, söngleik sem soðinn er upp úr Rekkjunni, sem margir kannast við hérlendis. ,,Ég vil, ég vil“ er eftir þá Tom Jones og Harvey Schmidt — gamansam- ur söngleikur með fjölda dansa. Erik Bidsted hefur sett leikinn á svið fyrir Þjóðleikhúsið og hijóm sveitarstjóri er Garðar Cortez sem leikhúsgestir kannast við sem Indriða í „Pilti og stúlku“. Söngleikurinn fjallar um ævifer il hjóna, þeim er fylgt gegnum lífsíbaráttuna, allt til þess er hann er orðinn þekktur rithöfundur. Æfingar á „Ég vil, ég vil“ hafa staðið frá því snemma í septem- ber og írumsýnt verður þann 31. að æfingar hefðu verið langar og ! strangar allan októbermánuð, enda hefði þurft að æfa dansa mjög nákvæmlega — það getur því varla veriö að Bessa hafi fundizt Sigríöur tiltakanlega þung. Frekar að öll hennar millipils hafi eitthvað þvælzt fyrir Bessa kjólklæddum og með pípuhatt, en hún var í brúðarkjól — þau voru að æfa 1. atriði leiksins, er brúðguminn snar ar sér inn á sviðið með brúðina í fanginu. Bidsted ballettmeistari starfaði, j eins og menn vita um átta ára skeið hjá Þjööleikhúsinu, eða frá ! 1952—1960 og byggði upp bal'lett- skóla Þjóðleikhússins. Síðan hvarf I hann utan aftur og hefur víða far- ið um lönd og sett upp söngleiki : og alvarleg verkefni, svo sem Hamlet, Mv Fair Lady o. fl., o. fl. Bidsted er ráðinn baUettmeistari Þjóð'leikhússins í vetur, og er „Ég vi'l, ég vil“ hans fyrsta viðfangs- efni á þessu ári. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.