Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 1
I -* GL árg. Mánudagur 17. maí 1971. — 199. tbl, Á JEPPUM — hafa stórskemmt gróður við Gullfoss „Vegurinn upp að Gullfossi er lokaður — þ. e. a. s. ef veg skyldi kalla, því að þetta er bara troðningur. En þótt svo sé, þá hafa einhverjir villimenn á jeppum séð ástæðu til að brjót- ast þarna upp eftir alla leið að fossinum og þeir hafa spænt upp og eyðilagt allan gróður þarna við veginn og er aldeilis voðalegt að sjá hvernig menn- irnir hafa gengið fram af þess- um litla gróðri sem þama var fyrir“, sögðu eftirlitsmenn Vega- gerðarinnar Vísi í morgun. „Gjábakkavegur milli Þingvalla og Laugarvatns er lokaður og við lítum ekki á hann fyrr en í júlí frekar en endranær og sama er áð segja um Kaldadal og Uxa- hryggi, vitum við enda ekk; af nokkurri sálu sem hefur brotizt þar yfir í vor. \ Við opnuðum Þingvallahringinn fyrir þessa helgi, og var talsverð umferð um vegi fyrir austan fjail um heigina, en Grafningsvegur er algerlega ónýtur núna af aurbleytu. Krísuvfkurhringurrnn er í þann veginn að opnast.“ Reynt verður að halda þunga- takmörkunum í 7 tonnum á flest um leiðum, en sums staðar eru takmörkin 5 tonn, svo sem á Biskupstungnavegi og fyrir Laugar- vatn. Vesturlandsvegurinn telst sæmi- legur. Þar eru engin sérstök þunga 'akmörk upp að Akranesvegi, en þaðan og vestur á Snæfellsnes og í Dali er óleyfilegt að fara á byngri bílum en 7 tonn. 5 tonna öxulþungi er hámark allt frá Dalsmynni til Varmahlíðar í Skagafiröi, þar sem aurbleyta er mjög mikil í Húnavatnssýslu, „og fólki er auðvitað frjálst að fara þetta á smábílum en það er naum ast hægt að kalla þetta fært,“ sögðu eftirlitsmenn. Almennt er áhætt að kalla á- stand vega eðlilegt miðað við árs- tíma, en vorið er þó venju frem ur snemma á férðinni, og þvi blautara um en ella. — GG Gífurlegur mannfjöldi horfði á aðgerðirnar við Kópavogslækinn i gærkvöldi — Örin bend- ir á toppinn á bílnum. Björguðu ökumanni frá drukknun í Kópavogslæk Litill bill stakkst á bólakaf i Kópavogslæk i gærkv'óldi — Snarræði vegfarenda bjargaði ungum manni Lítill bill hafnaði í gær- kvöldi á hvolfi úti í Kópa vogslæknum, sjávarmeg in við brúna, þar sem snarráðum vegfarendum tókst að bjarga lífi öku- manns með því að draga hann út úr bílnum, sem var orðinn fullur af sjó. Vísir hafði tal af einúm björg unarmannanna, Rafni Péturs- sjmi, og hann sagöi svo frá: „Fjölskylda mín og ég vorum að koma af Suðurnesjum í gær kvöldi klukkan rúmlega tíu. Kjartan sonur minn ók bíln- um. Þegar við erum að nálgast brúna yfir Kópavogslækinn, tek ég eftir þvf, að mér finnst eitt hvað vant’a á veginn, og mér verður litið út í lækinn og sé þá, aö þar fJýtur lítil bifreið, sem hafði verið á undan okkur. Ég segj Kjartani að stöðva bílinn, og við hlaupum út þama á miðjum veginum og vöðum út í lækinn. Þegar við komum að bflnum, var hann að sökkva, sjór''flaut yfir botninn, og hjól- in voru að fara í kaf. Við snerum bílnum við í sjón um með snöggu átaki og köf- uðum niður til að reyna að opna bílinn og ná fólki út. Þeg ar ég opnaði dyrnar ökumanns megin sá ég engan í framsæt- inu, en út um framgluggann ‘hinum megin stóðu skíði, og fljótlega varð ég þess var, að ökumaðurinn lá eiginlega á grúfu mitli sætanna og var eins ........................ • og skorðaöur undir skíðunum. Kjartan braut þá framglugg ann hægra megin og náði burt skíðunum, sem töfðu fyrir. Þá • voru komnir einhverjir fleiri þarna aö, og ég náði f manninn og dró hann út úr bílnum. Þetta var ungur piltur og hann var með meðvitund. Ég spurði hann strax, hvort fleiri væru í bílnum og hann svaraði því neitandi. Það kom líka á daginn, að ekki voru fleiri í bílnum, og pilturinn var ekki slasaður, sem betur fór, en því hafði ég kviðið mest, að f bílnum væri margt fólk og alvarlega slasað. Ég hélt svo á drengnum í land, eða þangað sem hann botnaði, eftir það gat hann gengið óstuddur að mestu." Þegar björgunarmennirnir höfðu dregiö piltinn á land var lögregla og sjúkralið komið á staðinn, og síðan var haldið á Borgarsjúkrahúsið með þá, sem höfðu vöknað f læknum, nema Kjartan Rafnsson, sem lét ekki vosbúðina á sig fá, heldur sté upp í bíl föður síns og ók heim. „Jú, það var anzi kalt í lækn um,“ sagöi Rafn Pétursson. „Enda var aðfall, og kaldur sjór inn að koma inn.“ „Var ekki sjórinn óhreinn?“ „Ég tók nú ekki mikið eftir því, en bragðgóöur var hann ekki. Ég vil mæla með öðrum baöstöðum.“ „Hvað var djúpt þarna?“ „Sjórinn tók mér í háls eða þar um bil en við fórum í kaf hvað eftir annað, þegar við vor um að bisa við bílinn og mann inn.“ Lögreglan í Kópavogi taldi, að ekki lék; vafi á því, að Rafn Pétursson og Kjartan sonur hans, og tveir aðrir vegfarend- ur, Hannes Gunnarsson og Ingjaldur Ragnarsson, hefðu bjargað mannslífi þarna með snarræði sínu. Einkum má það teljast vel af sér vikið að snúa bílnum við, þvf að annars er hætt við, að hurðir hans hefðu festst f botnleðjunni, og erfitt hefði þá verið að ná mannin- um út f tæka tíð. Engum mun hafa orðið meint af volkinu, meira að segja öku maður litla bflsins fékk að fara heim í gærkvöldi, en hann hafði aðeins skrámazt lít- illega. — ÞB Þama kom bíllinn úr kafinu. Froskmaður kafaði niður til að koma spotta í bíiinn, sem var mjög illa laskaöur eins og sjá má. (Ljósm. Vísis B. G.) Sá grásleppubjófa í sjónauka ....og þá gekk ég að honum og spurði, hvort hann vantaði grásleppu, en hann varð dálítið kindarlegur við það“, sagði sautj án ára gamall piltur úr Skerja- firði, sem kom að 2 þjófum, þegar þeir voru að stela grá- sleppuböndum af trönum í Sund skálavík viö enda flugvallarins. „Það vill svo til að ég get séð trönurnar heiman frá, og á laug- ardag var ég einmitt að horfa út um gluggann og sá tvo menn á vappi við trönurnar," sagði Hall- grímur Valsson, sem býr að Gufu- nesi 6 í Skerjafirði. „Nú ég lét það gott heita, en þegar ég 5 mínútum seinna leit f sjónaukann minn út um gluggann aftur, sá ég, að þeir voru í óða önn að ryðja af einni mnni. Þá gerði ég pabba viðvart og við flýttum okkur á bílnum út að víkinni. Þar lögðum við bílnum okkar þvert fyrir aftan þeirra bíl, svo að þeir slyppu ekki burt. Nú það varð lítið úr samræðum, og ég fór f næsta hús og hringdi á lögregluna, sem kom og hirti menn- ina. — Þeir voru búnir að taka um 20 bönd af siginni grásleppu niður af ránni.“ — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.