Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 2
Sönn ástarsaga — þótt ótrúlegt sé Farsæl ferð til Kína Glenn Cowan, 19 ára strákl ingur, sem var í bandaríska landsliöinu í borötennis, sem fyrst kleif „bambustjaldið“ til Kína var mjög svo vinsæll með al Kínverja. Munu kínverskir heldur ekki vera vanir því að hitta síðhærða menn daglega. Nú hefur Cowan þessi sézt hvað eftir annaö í sjónvarpi vestan hafs, og fór ekki hjá því 'að honum yrði gert tilboð um að leika í kivikmynd. — A-ð því varð þó ekki, en Cowan undirritaði samning viö þann gamla kvikmyndagarp, John Garfield jr. og mim koma fram með honum í sjónvarpsþáttum sem fjalla um unglinga, kjæða- burð þeirra, hártízku og fleira þess háttar. □□□□ Ellington 72 Duke Ellington, sá ökrýndi konungur jassins hélt uppá72 ára afmæli sitt á hótel WaJdorf- Astoria um daginn. —<1 vetur var þessi vinsæli maður gerður að félaga í sænsku tónlistaraka demíunni, einn örfárra útlend- inga, sem sá heiður hefur hlotn azt jif' v: Dennis og Eileen horfast I H* M \ t (v' P l . r* I- 'J f ~>4 i ; i»J 't /i Síðan bókin „Love Story" eöa „Ástarsaga"' • sló11 í’ 'gegn'’ hefur almennur áhugi á ástarsögum farið vaxandi, tilfinningakuldi er ekki lengur i tízku. Hvers konar ástarsögur eru nú eftirsóttar af fjölmiðlum til að sanna, að núgildandi bók- menntastefna eigi sér eitthvert raunverulegt fordæmi, ellegar þá hafi haft einhverjar afleið- ingar? Nú er skemmst frá því aö í augu gegnum holuna. Eileen bíður eftir honum allan daginn meðan hann er í vinnunni. i m- ia segja, að á dögunum fann enska (blaðið „The People'1" deerrri um eina einstæðustu ástarsögu, sem hugsazt getur. Sú ástarsaga fjallar um Eileen Emms og Dennis, eiginmann hennar, sem er 31 árs að aldri. Þau hjónin eru ótrúlega sam- rýmd, svo að vægt sé að orði kveðið. Dennis vinnur hjá brezku stálverksmiðjunum — vaktavinnu hvern einasta dag. Það er múrveggur, sem aðskil- ur Dennis frá umiheiminum, en. handan þessa múrveggs bíður kona hans eftir honum daglega meðari' hann er I vinnunni. Á veggnum er gat, og einu sinni á hverri vakt gengur Denn is til konu sinnar, sem er þá reiðubúin að rétta honum sam- loku, eða eitthvert góðgæti og spjalla við hann. Svo sýpur hann teið sitt og þau rabba saman um landsins gagn og nauðsynjar, þangað til kaffitfminn er búinn og Dennis þarf að taka til starfa á nýjan leik. Svona hefur þett'a gengið til upp á dag síðan í október, en þá missti Eileén 'foreldra sína og ’hefuf síðan“ verið, eins og sagt er, ein í heiminum. Þau Dennis höfðu þekkzt i góðan tíma áður en þetta gerð ist, en Dennis segist ekki vera mikið kvennagull, en hann hefði þekkt Eileen árum saman, og loksins einn góðan veðurdag datt honum í hug að bjóða henni með sér á kaffihús. Vináttan jókst og breyttist f ást sem loks leidcji til þess að Eileen fór að bíöa hans fyrir utan holuna í veggnum. Það var hugmynd Eileen. — Eitt kvöld sagði hún við Denn- is: „Ég hef ekki ýkja margt að gera heima fyrir. Það væri eins gott, að ég kæmi og fylgdist með þér og talaði við þig með- an þú ert að vinna“. Þau vissu ekki, hvernig þau áttu að koma þessari hugmynd í kring, þangað til þau rákust á holuna í veggnum. Fyrir ein skæra heppni rákust þau á aö steinn hafði losnað úr veggn- um þar sem Dennis var að vinna. Svo 'að Eileen segir: „Ég veit að þetta var okkur ætlað. — I fyrstu’ var ég vön að vera þarna einn eða tvo klukkutíma, svo var ég þarna heila vakt í einu. Núna sit ég þama allan daginn meðan Dennis ér að vinna. Ég þreytist aldrei á því. — Mér finnst dásamlegt að vera nálægt manninum mínum allan daginn. Hann hefur gert svo mikið fyrir mig, að mig langar alltaf að vera nærri honum". Eileen segir: „í fyrstu var fólk hissa á þessu, Það skildi ekki hvað var á seyði. Nú vita allir hvað gengur á, og vinnu- félagar Dennis koma til okkar og spjalla við e' vur, þegar þeir eiga lausa stund. Þegar veðrið er slæmt skýzt ég yfir f sjoppuna hinum meg in við götuna“. Dennis er ákaflega ánægður með málin eins og þau standa nú: „Þeir segja við mig strákam ir í vinnunni, að hún sé þarna aðeins til að ganga úr skugga um að ég hlaupist ekkj burt með öðrum konum“. Kátír ferðafélagar Konan heitir Rachel Roberts og hún er 43 ára. Einkum og sér í ’lagi er hún þekkt fyrir að hafa verið eiginkona hins vin- sæla leikara Rex Harrison unz Rex fékk einhverja bakþanka um hjónbandshamingju sína og skildi við hana. Rachel lét þessa atburði ekki ýkjamikiö á sig fá, og hefur síðan sézt í fylgd með ýmsum glaðlyndum mönnum, og jafn framt hefur vegur hennar sem leikkonu farið vaxandi. Nú fyrir nokkrum dögum var þessi mynd tekin af henni, þar sem hún var að leggja upp í siglingu með QE 2 eða Elísa- betu drottningu II, sem er helzta lúxusskip Breta og sfglir milli Englands og Ameríku. Rachel var ekki ein á ferð, því að hún tók með sér til halds og trausts mexíkanskan vin sinn, Darren Ramirez, sem er 28 ára gamall. Þeaar þau stigu á skipsfjöl í bezta veðri sagði Rachel við b’.aðamenn að f upphafi hefði hún hug.. sér að nota tfmann til að læra utan að hlutverkið sem hún á að leika f nýrri kvik- mynd, en nú væri hún á báð- um áttum því að sér hefði lík- að svo vel við það, sem hún hefði séð af skipinu, að hún héldi, að ekki yröi mikill tími afgangs tii vinnu. ,Þetta er svo dæmalaust skemmtilegt skip“, sagði hún. Enda kostar ekki lftið að sigla á því yfir Atlantshafið á fyrsta farrými.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.