Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 13
V í SIR . Mánudagur 17. maí 1971, 13 „Húsgögn fjandsamleg manneskjum44 segir harðorður gagnrýnandi um húsgagna- kaapstefnuna i Kaupmannahöfn í húsgagnaiðnaði Skandinaviu núna er f jand samleg tnanneskjum“ eru upp hafsorðin i harðri gagnrýni i danska blaðinu B. T. um hús- gagnakaupstefnuna í Kaup- mannahöfn, sem stendur yfir núna og Islendingar taka þátt í eins og hinar Norðurlandaþjóð- iraar. Gagnrýnandínn beinir skeytum sínum þó ekki að ís- lenzku húsgögnunum sérstak- lega heldur að heildarsýn- inni, þegar litið er yfir kaup- stefnuna. Hann segir ennfremur: „Hér er um að ræða hönnun, sem vinnur gegn manneskjunni með auðfengnum, ódýrum st’iláhrif- um. Maður gæti haldið að hin mörgu nýju efni og möguleikar myndu verða mannslíkamanum til ávinnings, en það er eins og arkitektarnir hugsi ekki áð- ur en þeir teikna, og ef þeir hugsa, er það aðeins um „smart lögun“ en ekki um notagildi." Gagnrýnandinn sakar hús- gagnasalana um að loka kaup- stefnunni fyrir neytendahópnum vegna þess, að þeir vilji sjálfir ákveða hvað það er, sem fólk eigi að horfa á í búðarglugg- um. „Þeir álíta að frú Jensen og herra Níelsen ógni þeim. Þeg ar Svíar kröfðust, að kaupstefn an yrði opnuð, sögðu húsgagna- salamir einfaldlega — þá kom um við ekki.“ Gagnrýnandinn vonar að hús gögnin sum hver, sem sýnd eru á kaupstefnunni komist aldrei svo langt að þau fáist í verzl- unum, þau hefðu hvort eð er ald(-ei átt að komast af teikní borðinu. „Ckandinavíski húsgagnafram- ^ leiðandinn framleiðir ekki lengur til að fullnægja þörf heldur til þess að skapa þörf. Og greinilega er álitið, að það sé hægt að skapa meðal neyt- enda þörf fyrir stærri, þyngri, dýrari og stundum ónothæfhús gögn. Það fer hroðalega um mann í sumum þeirra. Ungt fólk getur vissulega tapað miklu, ef það hugsar ekki áður en það kaupir húsgögn. Hugsið ykkur að eiga ónothæf húsgögn, sem eiga að endast alla æfi. Margir munu halda, að þeir þjáist af alvarlegum sjúkdómi — doða í handleggjum, nála- stings í fótleggjum, taki V hnakka, samanþjöppuðum lung um, handatitringi. Ogþeirmunu fara til læknis. Dag nokkum kemst læknirinn kannski að þvf, að um fullkomlega heil- brigðar manneskjur er að ræða og að einkennin stafi emgöngu af skandinavískum húsgögnum. Það held ég. Trúarbrögð (arkitektanna) eru ásamt gerfiefnunum og geome- tríustælunum — falm f orðinu samsetning. Þvílíkt orð. Nú á að nota allt saman, heima- barinn sem snyrtiborð, stoppi- körfu mömmu litlu í teborðinu, hægindastólinn og skammelið er sett saman — og endalaust. Um þetta em allir sammála: Vlð skulum nota samsetninguna. llla dulin tilraun til þess að fá sófasettið aftur inn stofuna.“ Einnig segir þessi harðorði gagnrýnandi, að það sé eins og framtíðarinnar sé teitað í Þá er gagnrýnandinn ekki hrifinn af þessu borði, sem Jýsir beint upp í andlitið á honum. Nokkrar tegundir þessara borða voru á kaup- stefnunni. hinu skrýtna, ónothæfa ogfjand samlega manneskjunum En hann tiltekur þó tvær undan- tekningar frá þessari aðalreglu. —SB ■ ■ ■ ■■;■-,-■ ■•. . „Ja, maður verður að þekkja hann vel áður en maður sezt“, sagði norskur sérfræðingur við gagnrýnandann Henrik Sten Maller, þegar hann skellti sér niður í þennan stól. Stóllinn er úr stálrörum og frauðgúmmí og hefur verið verðlaunaður í Noregi. Fjölskyldan og Ijeimilid Bjóðum aðeins jboð bezta Nýtt frá Hudson. Stórglæsilegt litaúrval á sokkabuxum, tilvalið fyrir stuttbuxnatízkuna. Nýtt frá Max Factor. 3 nýir sumarlitir í varalit og naglalakki. — auk þess bjóðum við við- skiptavinum vorum sérfræði- lega aðstoð við val á snyrtivörum. SN YRTIV ÖRUBÚÐIN Laugavegi 76. Sími 12275 Ford Cortina hjólbarðar Við höfum fengið hina þekktu austurrfeku Semperit hjóimrða, verð kr. 1.637, stærðir 560x13. Einnig fyrirliggjíandi f-elgur á Bord Cortina 1963—1970. Ford umboðið Sveinn Egilsson, Fordhúsið úM Skeifan 17. MELAVÖLLUR Komið og takið ykkur fri frá önnum dagsins. í dag kl. 20.30 leika Armann — Mótanefnd. Glerísetning Tökum að okkur ísetningu á tvöföldu og ein- földu gleri, sjáum einnig um að útvega tvö- falt gler, innlent eða erlent. Útvegum ennfrem ur allt anngð efni, sem þarf við glerísetningar. Leitið tilboða. Sími 85884.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.