Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 9
V í SIR . Mánudagur 17. maí 197L Stjómarfólk Skógræktarfélagsins skoðar Kópavogslækinn. FORAR VILPA 6CRÐ AB — hugmyndir um lystigarð við Kópavogslækinn — ihróttaleikvangur verður sunnan lækjarins Kópavogsbúar munu ef til vill í framtiðinni eign- ast sinn lystigarð, sem verður álíka fegurðarauki fyrir bæinn og Hellisgerði er í Hafnarfirði og lysti- garðurinn á Akureyri. Skógræktarfélag Kópavogs hefur beðið bæjar- félagið um að félaginu verði afhent til umráða landssvæðið meðfram Kópavogslæknum frá ósi til upptaka, að því leyti, sem þetta land er í lögsagnar- umdæmi Kópavogs. — \Tiö höfum sent bæjar- ’ stjóm bréf um þetta og fengið jákvæð svör, sagði Guð mundur Öm Árnason, skógfræð ingur, er Vísir ræddi við hann um áfonm Skógræktarfélagsins. Hugmynd okkar er aö koma þarna upp útivistarsvæði, beggja vegna lækjarins með trjágróðri og fjölærum blóm- um. Við höfum hugsað okkur að svæðið næði alveg upp undir Breiðholt, en efsti hluti þess er í landi Reykjavíkurborgar og yrði að leita eftir samstarfi við borgina um það. Ef Kópavogsbær fellst á að láta þessi umráð í hendur skóg- ræktarmanna, hyggst félagið vinna að hreinsun lækjarins ’i samvinnu við Kópavogsbúa, fegrun hans og bakka hans. Kæmi þá jafnvel til greina að Lystigarður eins og Hellisgerði Vilja búa í haginn fyrir farfugla ( Möguleikar á silungs- og laxarækt Auka lækinn með þakrennslisvatni Tekið fyrir alla mengun í læknum í haust. Fimm stór afföll og mörg smærri falla enn í Fossvog. láta fara fram samkeppni um skipulag útivistarsvæðisins, eins og drepið er á í bréfi félags- ins til bæjarráðs Kópavogs, en þar segir ennfremur: — Það er álit margra, aö tækist hreinsun og fegrun Kópa vogslækjarins vel, gæti þar orð ið einhver fegursta gróðurvin og hlýlegasti útivistarreitur, sem um gæti á höfuðborgar- svæðinu og orðið Kópavogsbú- um fullkomlega hið sama að •um fullkomlega hiö sama að gildi og Hellisgerði er Hafnfiröing- um og Lystigarðurinn og Gilið Ákureyringum. — Tjá mætti, sagði Guðmund- ” ur, hlú að fuglalífi á þessu svæði og búa í haginn fyrir varp hvers konar farfugla það og jafnvel anda. Þar er einnig mikill draumur að koma upp einhverri fiskirækt í lækn- um, að minnsta kosti sjóbirt- ingi og jafnvel laxi. Þeirri hug- mynd hefur skotið upp að auka mætti vatnsrennsli í lækinn meö því að leiða þakvatn af húsum í lækinn, en þetta vatn fer aö öörum kosti óspillt í skolpleiðsl urnar. Það var þarna áður tals verður fiskur f læknum og ættu að vera raktir möguleik- ar á að endurvekja fiskgengd þar. Væri meira að segja hugs anlegt að þakrennslisvatni i Breiðholti yrði veitt út í Breið holtsmýrina. þar sem eru önn ur aöalupptök lækjarins og kæmi það vatn þá læknum til góða. Þaö tíðkast víða að þak- rennslisvatni er safnað svona, til dæmis viða í Englandi, þar sem vatninu er safnað I þrær við húsin. — Þetta vatn getur að vísu verið varasamt, það getur til dæmis mengazt af gal vaniseringu og verður að taka vara fyrir sh'ku og hefja hvatn- ingu fyrir þakmálningu um leið. Ég hef trú- á að þessum hug myndum veröi vel tekið. sagði Guðmundur og allavega verði eitthvað hafizt handa fljótlega við fegrun þessa svæðis. Tj’n það er ekki einasta að svæðið sunnan við Kópa- vogslæk verði skrúðgarður í framtíðinni. Þar suður í mel- unum er nú verið að róta upp jarðveginum fyrir íþróttavöll. Þarna verður í framtíðinni aðal íþróttasvæði Kópavogsbúa. — Það er búið að fjarlægja mold undan fyrirhuguðum knatt spymuvelli, sagöi Ólafur Jóns- son bæjarverkfræðingur Kópa- vogs. Öll undirbúningsvinna und ir völlinn mun verða langt kom in í haust, en framhaldið fer að sjálfsögðu eftir fjárveitingum næsta árs. Þó er freistandi að vonast til þess aö völlurinn sjálf ur verði tilbúinn næsta sumar. S'iðar verða gerðar hlaupabraut ir og áhorfendasvæði, auk þess sem búningsklefar verða reístir og því um líkt. Á þessu svæði er ennfremur reiknað með æf- ingavöllum og ýmiss konar að- stöðu til. íþróttaiðkana. — Og íþróttahúsi? — Það er jú reiknað með að fþróttahús rísi í tengslum við vellina, samkvæmt skipulaginu. En ákvörðun hefur ekki verið tekin um byggingu þess. — "pn hvað hyggst bæjarfélag- ^ ið fyrir um hreinsun Kópavogslækjar? — 1 haust verða öll afföll, sem nú liggja út £ Kópavogs- læk komin H tengsl við Foss- .yogsræsjð, sem Reykjavíkur- 'íiorg og Kóþa^ögísbáar' lögðu. i . #famfiin^, j&kið fyr ir frekan mengun lækjarms af frárennslum frá fbúðarhúsum. — En hvað verður gert til þess að koma í veg fyrir meng- un Fossvogs? Nú á Kópavogur sinn þátt £ þvf að Reykjavíkur búar geta ekki notaö baðstað sinn í Nauthólsv’ik. — Mengun i Nauthólsvik staf ar f fyrsta lagi frá Fossvogsræs inu, þar eð það nær ekki nema skammt fram fyrir bryggjuna og berst því stundum frá því upp í vfkina. Það hefur hins vegar verið ætlunin að fram- lengja þetta ræsi þannig áð það komi ekki að sök. — Hins vegar smitast vogurinn svo af ræsum sem liggja frá Vbúðar- svæðunum sem eru vestan Hafn arfjarðarvegar í Köpavogi, norð an til á hálsinum. Þar liggja fimm allstór ræsi fram í Foss- voginn. Auk þess liggja nokkr ar minniháttar leiðslur frá ein stökum húsum, sem eru nálægt sjónum, beint út f voginn. Þær leiðslur eru allmargar. — Góð samvinna er milli bæjarfélag- anna, sagði Ólafur, og er beðið eftir niðurstöðum fsótóparann- sóknanna, sem bæjarfélögin gengust fyrir í fyrra, varðandi aðgerðir, en niðurstöðurnar eru væntanlegar f sumar. Kópavogur hefur til þessa ekki talizt til fegurstu bæja á landinu. Svo kann þó að verða f framtíðinni, ef hugmvndir þeirra skógræktarmannanna ná fram að ganga. Eflaust myndi ræktunaráhugi aukast mjög í Kópavogi við tilkomu skrúð- garðs. — Og flestir munu fagna þvi að einn mesti forarpyttur á höfuðborgarsvæðinu, eins pg ós Kópavogslækjar hefur verið, verði einn mesti unaðsreitur þess. —JH rássm: — Finnst yður Kópa- vogur fallegur bær? Páll Jakobsson, kennaraskóla- nemi. Mér finnst hann alls ekki fallegur. Engan veginn. T. d. göturnar. En þetta er ört vax- andi bær og tími hefur ekki unnizt til að hugsa um þessi mál. Þór Bragason, rafvirkjanemi. Ekki get ég nú sagt þaö. Gatna- gerðarmál hér í bænum eru fyrir neðan allar hellur. Ef það rignir þarf maöur helzt aö vera í klofháum stígvélum til aö komast um sumar götur. Og hér sést hvergi grasblettur. Kristján Ingimundarson, blikk- smiður. Ekki beint. Mér finnst landslagið ekki fallegt. En það er ágætt aö eiga heima hér. (ÍÍýfátö1' '"i-'- ■■voíi Haukur Jóhannsson, verkstjóri. Ljómandi fallegur bær. En þaö er ekki búið aö gera mikið enn þá. Dagbjört Hafsteinsdóttir, hús- móðir. Ég kann , ágæt’ega við að búa hér. En Kópavogur er ekki beint fallegur bær. Hann gæti verið snyrtilegri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.