Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 8
VlSIR . Mánudagur 17. mai 1801. * VÍSIR Otgefandl: Reytclaprenr nf. Framkvaemdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritiitjórnarfulltrúii • Valdimar H. Jóhannesson Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00'á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiO PrentsmiOia Vtsis — Edda hf. Þekkingunni beitt Sérstakt einkenni á landsfundi sjálfstæðismanna í vor fólst í hinum mörgu og ýtarlegu álitsgerðum, sem lágu fyrir fundinum. Þessar ritgerðir skiptu tug- um og voru flestar samdar af hinum færustu sér- fræðingum og vísindamönnum í hverri grein. Óhemjumikil þekking er saman komin í þessum greinargerðum. Samanlagt spanna þær velflest svið þjóðlífsins og bjóða upp á ferska og vísindalega lausn vandamála nútímans. Þær voru hinn þekkingarlegi grundvöllur að stjómmálayfirlýsingu þeirri, sem sam- þykkt var undir lok landsfundarins. Það var heilbrigt tímanna tákn, að félagsmál, trygg- ingamáþ heilbrigðismál, húsnæðismál, skólamál, rannsóknamál, menningarmál og umhverfismál skip- uðu veglegan sess í þessum greinargerðum og eru um- talsverður þáttur í stjórnmálayfirlýsingu fundarins. í umhverfismálunum voru. lagðar fram sérlégaýtar- legar greinargerðir, sem voru fullar af áþreifanlegum • og raunverulegum tillögum til úrbóta. í þeim gögnum er lagður stjórnmálalegur grundvöllur að þessu máli, sem er eitt mikilvægasta mál þjóðarinnar um þessar mundir. Hið sama er að segja um menntamálin. Á því sviði voru lagðar fram áþreifanlegar og virkar tillögur um, hvernig mætti gera skólakerfið þjálla, liprara, hæfara til að ná markmiði sínu og um ótal fleiri atriði, sem snerta skólamálin. Margar greinargerðir voru lagðar fram í félags- málum. Sumar fjölluðu þær um almanrr'.tryggingar, mál aldraðra og öryrkja og eiginleg félagsmál, og aðrar f;öl)uA ' um heilbrigðismál og húsnæðismál. Þetta eru yfirlclt^ bar ilega er krafizt sívaxandi þjónusti: af há’fi: láns opinbera. Stjórnmálayfirlýsing landsfundar hlýtur óhjá- kvæmilega að verða almenns eðlis og stutt í sniðum. Svo var einnig um þessa yfirlýsingu. ]Hún drepur að- eins á hið helzta og fer ekki út í einstaka þætti mál- anna. Ef svo væri ekki, mundi hún ekki ná tilgangi sínum. En að baki þessarar yfirlýsingar liggja um 26 rit- gerðir, sem fjalla um flest svið þjóðlífsins með ýtar- legum og ferskum hætti. Ekki var talin ástæða til að greiða sérstaklega atkvæði um þessar greinar- gerðir, en öllum var og er þó ljóst, að andi þeirra liggur að baki hinnar stuttu og almennt orðuðu stjórn- málayfirlýsingar. Hér er um að ræða, að þekkingunni hefur á óvenju- legan og eftirbreytniverðan hátt verið beitt til að göfga stjómmálin og flytja þau í hærra veldi. Ljósmyndarar Reykjavíkurblaöa athafna sig framan við fundarborð EFTA-fulItrúa á Loft- leiðahótelinu. Það er ekkert grín að halda stefnur pólitískar ráð- í Reykjavík.. Gámngarnir segja, að það sé ekkert grín að halda alþjóðlegar, pólitískar ráðstefnur á íslandi. Þegar þing Norðurlandaráðs kom saman í Reykjavík í fyrra, fæddist norrænt efnahagsbandalag, Nordek, með miklum lúðrablæstri. Eining Norðurlanda hafði aldrei verið meiri en í „veizluskandinavism- anum“ í Reykjavík. En varla voru foringjarnir komnir út úr íslenzkri Iandhelgi, er Nordek var dautt. Svo komu ráðherrar EFTA saman í Reykjavík, og ekki var að sökum að spyrja: Fréttir sáust í blöðunum um, að EFTA væri dautt. Raunar neituðu ráðherrar, a,ð svo vaeri^en það er ejkkert grín að halda alþjóðlegar stjórnmálaráðstefnur í henni Reykjavík. yfirskinsorö, þegar ráðherrarn- ir segðust ekki ætla að láta EFTA sálast. Margt var skraf- að um möguleikana á þvi, að þau sex EFTA-riki, sem ekki sækja um inngöngu í Efnahags bandalag Evrópu muni ha’da sínu EFTA-samstarfi áfram. Þrjú ríki í EFTA sækja um inngöngu í Efnahagsbandalagið, Bretland, Noregur og Danmörk. Mikill slagur stendur þessa dag ana í Noregi um málið. And- stæðingar aðildar að EBE hafa magnazt, og mótmæli eru um allt land. Óvíst er, hvernig úr- slit yröu í þjóðaratkvæða- greiðslu \ Noregi og Danmörku um aðild að EBE. Bretar eru að komast inn í Efnahagsbandalagið, en enn er óvíst, að Norðmenn og Danir muni ganga í það. Einhverjar milljónir fallið okkur í skaut Þetta var í fyrsta sinn, að ráð- herrafundur EFTA var haldinn annars staöar en í Genf. EFTA- menn voru ánægöir með aðstæð umar. Sagt er frá starfsstúlk- unni, sem kom hingað i nóvem ber og svo aftur nokkrum dög- um fyrir fundinn. Þegar hún kom í nýbygginguna og sá hin nýju saiarkynni nú, greip hún andann á lofti. Henni virt- ist það með ólíkindum, að á svo stuttum tima hefði þarna skapazt aðstaða fyrir ráðstefnu hald á heimsmælikvaröa. Einhverjar milljónir munu hafa fallið okkar bióðarbúi \ skaut með bessu ráðstefnuhaldi. Fundahald útlendinga hér’endh er góð tekjulind f aialdevri. Einn alþin<j't’r-<aður v!,di i vetur stofna ..ráðstefnustofnun ts- lands" Svo mikils virði eru tekjurnar af ráðstefnuha,<,; Q* hell stofnun yrði spf*- á fót ti' nð hæna S"5- uinnað. T'e°si ti’la°s r.ú"ii að vísu ekki f-arn en ráðstefnur verða vist fleiri hér í ðr er> r.nVlrn> —>! y~~x pr viní"r>,ac;t pð eriendir ráð- stefnufullt.rúar komi með knnu- -fnar. sem »eti farið f 1—**•’.* -»i beir sitiaysveittír 0 fund>>m Stétt þjálfaðra ráðstefnu )ö*rreglubióna Við erum líka að koma okkur upp stétt bjáifaðra ráðstefnulög- regluþjóna. Tólf slíkir voru á Hótel Loftleiðum. Þaö mætti halda aö íslenzkum væri það ekki meðfætt. Ráðstefnulögreglu þjónninn má ekki leyfa kunn- ingja sínum í blaðamannastétt að fara hálft skref inn i hið helgasta. Aðeins menn með strik aöa passa komust þar inn. Þegar þeir Palme, Borten og Bauns- gaard settust í Hótel Sögu í fyrra, var hægt að króa þá af í herbergjum þeirra. En EFTA- ráðherrarnir fjölluðu ,um efna- hagsmái. Þeir vildu útiloka „iðnnjósnir“ og ekki eiga á hættu, að verðfall yrði á hluta bréfum eða gialdmiölum. Annars þurftu blaðamenn sízt að kvarta. Ýmis færi gáf- ust tii að smjúga um nálar- augu og spjalla við ráðherra. í kjallara var aðstaða fyrir tugi erlendra og innlendra blaða- manna, borð og ritvélar fyrir all an bann hóp, ókeypis öl og samlokur, vingjarnlegt og hjálp fúst starfslið. Hress Breti gaf biaðamönnum skýrslu eftir hvern fund ráðherranna í ein- hvprí.im skemmtilagsta fundar- saj, sem landið á. 1 nákvæm- lega tíu mínútur, áður en ráð- herrafundur hðfst. máttu ljós- nwnúarar h’aupa og skríða um fundargólfið, en starfsmenn eltu hiaðQrnfinn oe sögðu: Engin við töl. ekkí snerta. bara skoöa. Mikil mótmæli í Noregi Er EFTA dautt? Fékk það hægt andlát í Reykjavík? Ráð- herrarnir kepptust um að heita því lifi. Sænski ráðherrann sagði, að þaö væru ekki bara Stórveldið Vestur-Evróoa íslendingar sækjast eftir sér stökum viðskiptasamningi við Efnahagsbandalagið, sem gefi okkur svipaðan rétt fyrir vör- ur okkar þar og við höfum EFTA. Önnur EFTA-ríki, svo sem Sviþjóð og Finnland, leita einnig eftir viðskiptasamning- um við Efnahagsbandalagið. Svi ar hafa helzt borið við hlut- leysisstefnu sinni, að þeir vilji ekki ganga f EBE. Efnahags- bandalagið hefur alla tíð færzt meira 'i fang en EFTA. Póli- tísk samvinna er meiri í EBE. og forvígismenn Evrópuhugsjón arinnar stefna að því að skapa „þriðja aflið“ í heimsstjórnmál- um. stórveldi Vestur-Evrópu. (Ef til vi]l væri réttara að segja „fjðrða aflið“, við hlið Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna og Kina). Það hefur frá upphafi veriö stefnuskrármál hjá EFTA aö reyna að sameina alla Vestur- Evrópu í einn frjálsan markaö. Þess vegna fagna EFTA-menn nú góðum árangri í viðræðum Breta viö EBE. Þess vegna kepp ast þeir við að lýsa þvi yfir, að þeir muni ekki láta neina nýja tollmúra rísa í viðskiptum Vestur-Evrópuríkja EFTA mun áreiðanlega leggja mikið kapp á að ná því marki. Auðvitað er ekkert aðalatriði, hvort fríverzlunartengsl Vestur- Evrópu eru kölluð einu nafní eða öðru. Aðalatriðið er, að fríverzltmin aukist. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.