Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1971, Blaðsíða 6
6 VISIR . Mánudagur 17. mai 1971. Heppnisigur Englands gegn Norður-Irlandi! — en Wales og Skotland gerðu jafntefli 0-0 Enska landsliðið í knattspymu vann mik- inn heppnisigur gegn Norður-frlandi í Belfast á laugardaginn og eina markið í leiknum var ó- löglega skorað. Francis Lee fékk þá knöttinn við vítateig og eftir að hafa lagt hann fyrir sig með báðum höndum, sem al- gjörlega fór fram hjá dómara og línuverði, gaf hann til Alans Clarke, sem sendi hann í markið — enda hikaði írska vömin og bjóst við að dæmt yrði á Lee. En ekk ert skeði og England sigraði í leiknum á þessu furðulega markL Enginn munur var á liðun- um úti á vellinum og sóknar- lotur Irlands ekki síður hættu- legar, en Gordon Banks átti mjög góðan leik £ marki Eng- lands og sama er að segja um Pat Jennings, Tottenham — hann bjargaði nokkrum sinhum hreint snilldarlega. írska liðið var skipað nær eingöngu leik mönnum frá ensku liðunum og George Best Manoh. Utd., var oft hættulegur £ leiknum, þótt Banks kæmi £ veg fyrir, að honum tækist að skora. Einnig áttu Dougan, Ulfunum, og Clemence, Coventiy, góðan leik með irska liðinu, en bezt ur var þó hinn lágvaxni Jimmy Nitíholsen frá Huddersfield, sem sjaldan hefur sýnt betri leik. Nokkrar breytingar voru gerð ar á enska landsliðinu frá leikn um við Möltu og til dæmis lék Poul Madeley, Leeds, sinn fyrsta landsleik sem hægri bak vöröur. Hann kom £ stað Ghris Lawler, Liverpool, sem hafði leikið sinn fyrsta landsleik gegn Möltu. Alan Ball, Everton, náði aftur stöðu sinni £ liðinu frá Ralph Coates, Tottenham, en liðið var annars þannig skipað. Gordon Banks, Stoke, Poul Madeley, Leeds, Terry Cooper, Leeds, Bobby Moore, West Ham, sem þama lék sinn 87. landsleik, Roy MoFarland. Der Víkingar á núllpunkti og Þróttur vann örugglega! og hlaut sin fyrstu stig i Reykjavikurmótinu Þróttur sigraði Víking ör ugglega í gærkvöldi á Mela vellinum og hlaut þar með sfn fyrstu stig á mótinu. Þetta var verðskuldaður sigur 3—1 og Þróttur hafði skorað öll sín mörk áður, en Víkingar komust á blað. En rislág var knattspym- an, sem liðin sýndu — og leikur Víkinga algjörlegea á núllpunkti. Sennilega hafa Víkingar vanmet- ið mótherja s£na og slfkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Að vfsu hafði Þióttur tapað öllum fyrri leikjum sfnum £ mótinu, flestum með miklum mun og aðeins skor- að eitt mark — en nú hristu þeir af sér sleniö — skoruðu þrivegis hjá lélegri vöm Víkings og höfðu nú úthald allan leikinn — enda langtímum saman leikið með göngu hraða. Sllkt hentar Þrótti vel og þama nutu þeir s£n Halldór Braga son og þó einkum Axel Axelsson, sem var langbezti maðurinn £ leikn um, og áttu mestan heiður af sigri Þróttar. Vfkingum urðu á miktl mistök £ leiknum —■ þeir reyndu nær eingöngu sófcn upp miðju vallar- ins, þar sem Þróttur er steiikastur fyrir og flestar sóknarlotumar brotnuðu, þegar að Halldóri Braga- syni kom. Og hann tók einnig við og við þátt í sóknarlotum Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á 10. min. Þróttur fókk þá aufcaspymu rétt fyrir utan vftatéigshomið og knett inum var spymt framhjá vamar- vegg Vfkings til Halldórs, sem fékk knöttinn þar sem hann stóð aleinn inni á markteig og hann var fljótur að nýta sér hið góða tæki- færi. Þar með hafði Þróttur náð forustu i leiknum. sem liðið hélt til lofca. Keflvíkingar og Akur- nesingar sigruðu Tveir leikir voru háðir £ Litlu bikarkeppninni á laugardag, ann- ar £ Hafnarfirði og hinn £ Kópa- vogi. Haukar ’i Hafnarfirði léku við Akranes og sigruðu Skagamenn með 2—1. Staöan i hálfleik var 2—0 og skoruðu þeir Andrés Ólafs- son og Jón Gunnlaugsson mörkln. Mark Jðns var fallegt — hann fór upp 1 hornspymu og skallaði ó- verjandi i mark. Hafnfirðingar skoruöu sitt eina mark sjö minút- um fyrir leikslok og var Jóhann Larsen þar að verki. Keflvfkingar höfðu mikla yfir- buröi gegn Kópavogi og sigruðu meö 5—1. Þeir skomöu fjögur fyrstu mörkin í leiknum. Enn hafa Akumesingar og Keflvikingar ekki mætzt f bikarkeppninni, en keppnin um efsta sætið stendur milli þeirra. Á 30. m£n. skoraði liðið sitt annað mark — hrein gjöf mark- varðar Vikings, Sigfúsar Guðmunds sonar. Knettinum var spymt I átt að Víkingsmarkinu — Sigfús ætl iði sér að grípa knöttinn og engin hætta virtist sjáanleg. En hann missti knöttinn yfir sig, virtist al veg frjósa og horfði aðeins á, þeg ar Hilmar Sverrisson kom aðvíf- andi og sendi knöttinn £ netið. Vik ingur fékk nokkur góð tækifæri i þessum fyrri hálfleik til að jafna metin — og það kom einkum i hlut Jóhannesar, sem nú lék i framlinunni, en þrívegis fór hann illa að ráði sinu. I síðari hálfleik nutu Víkingar aðstoöar sunnangolunnar og sóttu talsvert framanaf, en ógnuöu sjald an og svo var nær allan hálfleik- inn. En þeir gleymdu eitt sinn vöminni — knettinum var spymt langt fram og hinn fljöti miöherji Þróttar, Hjörtur Hansson, brunaöi upp frá miðju vallarins með Pái miövörð Víkings á hælunum. En Hjörtur komst með knöttinn inn í vítateig — átti fast skot á markið, sem Diðrik Ólafsson, en hann lék sfðari hálfleikinn f marki Vikings varði, en hann hélt ekki knettin inum og Hjörtur náði honum aftur og spyrnti £ autt markið. Þetta var laglegt einstaklingsafrek hjá Hirti. Vikingum tókst að skora eina® mark sitt rétt á eftir — og verð- ur það algjörlega aö skrifast á reikning markvarðar Þróttar. Jó- hannes Tryggvason spymti í átt að marki langt utan af kanti og öllum til undrunar fór knötturinn yfir markmanninn og í markið. Það sem eftir var leiksins var mikið þóf á báða bóga og knötturinn gekk oftast milli mótherja og hrað inn var lítill sem enginn. Leiöin- leg knattspyrna og hráslagalegt á vellinum, svo það var ekki furða '•'ótt áhorfendur færu að tínast í burtu löngu áöur, en leiknum lauk. —hsím.i Bobby Moncur fyxirliði Skotlands. by, Emlyn Hughes, Liverpool, Francis Lee, Manch. City, Alan Ball, Everton, Alan Clarke, Leeds, Martin Chivers,' Totten- ham og Martin Peters, Totten- ham. í liðinu voru sem sagt þrír leikmenn frá Leeds — en í leiknum í Cardiff þar sem Wal es og Skotland léku á sama tíma, voru fimm aðrir Leeds- leikmenn, þannig að þeir vom átta £ þremur landsliðum. Bremner, Lorimer og Gray léku fyrir Skotland, en Sprake og Yorath 'fj/rir Wales. Mikið rigndi meðan leikurinn fór fram og var völlurinn afar slæmur. Lið Wales hafði yfirieitt undir- tökin f leiknum, en Clarke, Ab- erdeen, átti ágætan leik í m'arki < Skotlands. Og svo undir lokin fengu Skotar bezta tækifærið i leiknum þegar John O’Hare stóð einn meö knöttinn fyrir opnu marki, en spymti fram hjá. Þaö hefði ekki verið verö skuldað, ef Skotland hefði sigr að. Brezka keppnin heldur svo áfram á miðvikudag og leika þá England og Wales á Wembley í Lundúnum, en Skotland og Norður-írland á Hampden Park £ Glasgow. Þau undur gerðust nú, þegar skozka liðið var valið, að í það vom settir sjö leikmenn, sem leika með enskum liðum, en það má heita algjör unda'ntekn ing, aö liðið sé ekki skipað að. meirihluta leikmönnum frá skozku liðunum. Til dæmis var nú enginn Rangers-leikmaður valinn í liðið — þó John Greig kæmi inn sem varamaður í sfðari hálfleik í stað Billy Bremner sem meiddist, og að- eins tveir Celtic-leikmenn voru í liðinu. Það var þannig skipað. Clarke, Aberdeen, Hay, Celtic, Brogan, Celtic, Bremner, Leeds, Frank McLintoch. Arsenal, Moncur, Newcastle, Peter Lorimer, Leeds, Robb, Aberdeen, John O'Hare, Derby, Peter Cormaoh, Nottm. Forest og Eddie Gray. Þó þeir væru þarna báðir, Bremner fyrirliði Leeds og McLintock, fyrirliði Arsenal, var Bob Moncijr, Newcastle, fyr irliði á leikvelli. Það vakti talsvert mikla at- hygli, að Wyn Davies, New- castle, var ekki valinn f Ii« Wales, sem var þannig skipað. Gary Sprake, Leeds, Rodrigues, Sheff. Wed., Thomas, Swind- on, Robgrts, Arsenal, sem lék sinn fyrsta landsleik, James, Blackpool, Durban, Derby, Yorath, Leeds, Phillips, Toshach, Liverpool, Ron Davies, South- ampton og Reece, Sheff. Utd. —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.