Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 2
560 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Orkuvinnsla og tekjur á unna kw.stund. • (Línurit þetta sýnir, hve orkuvinsla Rafveitunnar hefir verið mikil á ári frá því árið 1921 til þessa dags. Hún er 3 milj. kwst. fyrsta árið, eykst lítið, þok- ast frá þvi árið 1927—1937 uppi 10 miljónir kwst, en hefir síðan, eins og skýrt er frá í grcininni, aukist um 10 milj. kwst á ári, svo árleg aukning verður eins mik- il ár cftir ár eins og öll notkunin var orðin 1937. — Hin boglínan sýnir breyting- arnar á þvi, hvaða tkjur Rafveitan hefir fengið fyrir hverja unna kwst. Það er svipað, þetta kringum 15 aura á árunum 1927—35, Iækkar síðan, er orkuvinslan vex, og er komin niður í 10 aura árið 1939, lækkar enn og hækkar aftur i 10 au.) orðinn nægilega fjölmennur, til þess að grundvöllur væri fyrir slíku mannvirki, og tafðist málið þó nokk uð vegna utanaðkoinandi áhrifa. En sjerstaklega er það eftirtekt- arvert, hve raforkuþörfin liefir margfaldast ört eftir að virkjun Elliðaánna kom til sögunnar fvrir aldarfjórðungi síðan. Ekki einasta vegna þess, að fólkinu hefir fjölg- að hjer, heldur vegna þess, hve raf- magnsþörfin á hvern íbúa Reykja- víkur hefir aukist mikið hin síð- ustu ár. Arið 1922 var rafmagns- notkunin 158 kílówattstundir á mann, var orðin 226 kílóvattstund- ir árið 1907, en 1380 kílóvattstund ir árið 1944. Fyrirætlanir um stóriðju. Sama árið og heimstyrjöldin fyrri braust út hófust umræður fyr ir alvöru um það, að koma hjer upp rafveitu til almenningsþarfa. A þeim árum voru miklar fyrir- ætlanir uppi um það, að reist yrðu hjer á landi stór orkuver við ýms helstu fallvötn landsins, til þess að framleiða áburð til útflutnings. Voru það erlendir menn, sem höfðu þessar fyrirætlanir á prjónunum, því alt var þetta fjarskylt fjárhags getu íslendinga. Eitt af fjelögum þeim, er hafði slíkar fyrirætlanir með höndum. hafði aflað sjer nokk urra vatnsrjettinda í Sogi, og var um tíma talið einna líklegast, að þetta fjelag myndi koma upp orku veri. Fjelag þetta vann að undir- búningi málsins næstu ár. En talið var, að Reykjavíkurbæ myndi hent ugra að fá rafmagn sitt frá þess- ari stórvirkjun, en að virkja Elliða árnar upp á eigin spýtur. Aflaði bærinn sjer' þá vhtnsrjettinda í Sogi, til þess að geta haft hönd í bagga með framkvæmdum þar, sem aðrir ætluðu að annast. Nú á bær- inn öll vatrrsrjettindi að vestan við Sog og að austanverðu þann hluta, sem virkjaður er með Ljósafossst. Sogsfjelagið hóf aldrei fram- kvæmdir og var útsjeð um það upp úr styrjaldarlokum. En bæjarstjórn samþykkti árið 1918 að ráðast í tvirkjun Elliðaánna. Þá voru menn svo stórhuga að tala um að bærinn legði strax út í virkjun á Sogi. En samkvæmt á- ætlun sjeríræðinga og reynslu Norð manna í raforkumálum, reyndist Reykjavík of fánienn og fjárhags- lega varunegnug til þess að ráðast í virkjun við Sog. Elliðarárstöðin. Á stríðsárunum fyrri voru settar upp nokkrar rafstöðvar í bæn- um, er einstakir menn ráku og framleiddu rafmagn til ljósanotkun- ar. Þaim 27. júní 1921 hófst starf- ræksla Elliðaárstöðvarinnar. Voru þá teknar í notkun tvær vjelasam- stæður. öpnur 500 hestöfl, en hin 1000 hestöfl. Stofnkostnaður var upphafiega áætlaður kr. 1,750,000. Var það ár- ið 1917 að gengið var frá áætlun þeirri, og átti afl stöðvarinnar þá að vera aðeins 1000 hestöfl. En niðurstaðan varð sú, að stofnkostn- aðurinn varð kr. 3,229.000, vegna þess m. a., að dýrtíð hafði aukist mikið frá því áætlunin var gerð uns stöðin var kornin upp. Bæjarbúar voru þá 18000. Mönnum ofbýður ekki 3% millj. stofnkostnaður nú. En þá var þetta mikið fje fyrir Reykjavík og til- finnanleg sú hækkun, sem varð á verðlaginu frá því að áætlunin var geró. Næstu 14 ár. eftir að ElJjðaár- stöðinni var koqjið upp, var aukið vtð hana jafnt og þjett, og þá með það fyrir augum að fá sem bestau grundvöll í þessari veitu undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.