Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 12
570 LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS fylgi konungs og stjórnar og vekja áhuga á þeim vettvangi fyrir fje- laginu. — í Grímstaða-Annál segir svo: „Þetta sumar silgdi og land- fógeti Skúli Magnússon uppá eitt og annað, sem síðar kom fram, sem vera átti landinu til góðs, en varð niinna af sem síðar gaf raun vitni“. Ekki er auðvelt um það að segja hvaða áhrif „tilskrif“ Pengels kynni að hafa haft, ef eigi hefðu verið orðin stiftamtmanns-skifti. Ochsen greifi. sem jafnan hafði ver ið Skúla velviljaðu og hliðh. var þá andaður; en eigi er þó ólíklegt, að hann hefði virt nokkurs óskir Ping- els amtmanns. En nú voru þau skifti áorðin, sem ekki voru honuih hag- stæð. Otti Manderup Rantzau greifi, er varð stiftamtmaður árið 1750 var Islendingum einkar velviljaður þau 18 ár sem hann gengdi því embætti; mun Skúli oft hafa notið þeirrar velvildar. Segist honum sjálfum svo frá: „í Kaum.h. eiga Islendingar marga óvini, en einnig nokkra vini“. Nefnir hann fyrsta þá Thott greifa og Rantzau stift- amtmann og segir: „Að þeir hafi sýnt og sannað, að þeir sjeu Is- landsvinir í orði og verki, og má minning þeira aldrei gleymast“. Og bætir við, að þessum fáu vinum: „Fáum vjer aldrei fullþakkað“. — Magnús sýslum. Ketilsson segir um Rantzau, að hann hafi verið : ”Sann ur Islands Patron“. — Var það því kugarefnum Skúla og fylgism. hans næsta þýðingarmk. að slíkur maður skyldi á þessum tíma skipa æðsta embætti landsins. Rantzau stiftamt- maður andaðist árið 1768, tæplega fimmtugur að aldri. llafði hann fyrir andlát sitt gert þá ráðstöfun að íslcndingar einir bæru lík sitt til greftunar, og hat'ði ánafnað nokk- urri fjárhæð, til þess að þeir gætu drukkið erfi sitt. — í Annálum er hann kallaður: „Sá góði stiftamt- maður“. og talinn verið hafa há- lærður og skarpvitur. Dvaldi Skúli í Kaupm.h. um vet- urinn, og sótti mál sitt af mikilli lægni og dugnaði. Gekk hann hvað eftir annað fyrir konunginn Friðrik 5. (1746—1766), er var Islendinguin svo framúrskarandi velviljaður þau 20 ár sem hann rjeði ríkjum. að enginn annar konungur hefur ver- ið jafnoki hans í þeim efnum. Vildi hann og fá Islendinginn Jón Eiríks- son fyrir einkakennara erfðaprins- ins. En Jón færðist undan þeim vanda svo ekki varð úr. Hefði það þó getað haft hinar farsælustu af- leiðingar. því fáum var betur til ]>ess trúandi en Jóni, að innræta hinu tigna ungmenni ást á Islandi. llorrebow hafði gefið stjórninni skýrslu um ástandið á Islandi og segir hann þar meðal annars, sem dæmi þess hve vandræðin sjeu mik- il: „Að barnafólk biðji þess í fullri alvöru, að Guði mætti þóknast, að taka til sín eitthvað af barnahópn- um, svo færri væru munnarnir og magarnir að sjá fyrir“. — Geta menn af því ímyndað sjer hve mjög hefur sorfið að. Á sömu lurnl var skýrsla sú er Skúli gaf, og talar hann um bjargráð: „Fra den totale Ruin“. — Þóttu skýrslur þeirra vera keimlíkar enda var tilgangur beggja hinn sami. Að knýja stjórn- ina til skjótra aðgera og fjárfram- laga. Voru tillögur þær, er Skúli lagði mesta áherslu á í 7 liðum,’ og er helsta innihald þeirra þetta: 1. Að sendar sjeu hingað 15 danskar og norskar bændafjölskyld- ur, er kent geti landsmönnum ak- uryrkju, plæningar og kvikfjár- rækt. 2. Að iðnaðarstofnun s.je komið á fót, til að kenna mönnum sem besta hagnýtingu afurða. 3. Að reynt sje við skóggræðslu. 4. Að sjávarbændur sjeu styrktir til að afla sjer stærri og betri skipa. 5. Að komið sje á peningaversl- un í landinu. 6. Að verslunarfjelaginu sje gert að skyldu að flytja meira af mat- vöru til landsins, en gert hafði ver- ið, en minna af óþarfa. 7. Að verslunaríjelaginu sje gert að skyldu að kenna mönnum verk- un á kjöti og í'iski. Einnig fór Skúli l>ess á leit að konungur gæfi fjelaginu jarðirnar: Reykjavík, örfisey og Hvaleyri, svo og 6 þús. ríkisdali í peningum. Kom Skúli ár sinni vel fyrir borð, að konungur veitti honum alt það er hanti fór fram á, og meira þó, því í stað 6 þús. r.d. gaf konungur 10 þús. ríkisdali í peningum. Einnig hjet konungur meiri fjárframlögum síðar, svo veitti hann fjelaginu kon unglega staðfestingu og gjörðist ,.verndari“ þess, og hjet því full- tingi í framtíðinni. Má því sannarlega segja. a.ð Skúli hafi haldið laglega á málunum að i'á öllu þessu áorkað. Því mjög reyndu áhrifamenn llörmangara. að spilla málaleitun hans. En Skúli var ekki varbúinn, og benti á að til- gangur fjelagsins væri alls ekki að spilla fvrir verslun hjer á landi, heldur sá að auka framleiðslu og viðskiftaveltu, og væri verslunar- fjelaginu hagur í því. — Var Skúla ljóst, að Hörmangarar myndu eftir megni reyna að gera bjargráða til- raunir þesar að engu. Svo að hann til enn frekara öryggis fjekk kon- ung ennfremur til að staðfesta eft- irfaraiuli atriði: Að allir peningar, hlutabrjef og annað það, er í verksmiðjunum standi megi vera undanskilið lög- taki, hvað svo sem eigandinn hafi /yrir sjer gert að undanskildu broti gegn konungi. — Og að afurðir „Innrjettinganna“ skuli undanskild ar hinni almennu verðlagsskrá. Þo skyldu Hörmangarar eiga kost a að kaupa afurðirnar ef samkomu- lag iiáðist um verðið. að öðrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.