Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSmS 563 Pr? * Xte“' ** Fyrirhuguð varastöð við Elliðaár. ið truflanir á rekstri vjelanna bæði í Elliðarárstöð og eins við Sog vegna krapa í vatninu. Nú er ákveðið að ráðast gegn öllum þessum vandkvæðum og trufl unum og um leið að gera svo stór- feld átök í þessu máli, að ekki líði á löngu uns rafmagnsframleiðslan komist upp í 60,000 kw., auk afls- ins, sem fæst frá varastöðinni, þeg- ar til hennar þarf að taka. Neðanjarðarstöð við írufoss. Þegar gengjð var frá undirbún- ingi að virkjun Ljósafoss var jafn framt ákveðið hvernig tilhögun myndi heppilegust í aðaldráttum á virkjun vatnsafls annarsst. í SogL Þegar virkjaðir yrðu neðri foss- arnir, skyldi gera stíflu fyrir of- an frufoss. Leiða vatnið þaðan í þró, sem gerð yrði spölkorn vestur af Ivistufossi. Þaðan yrði vatnið leitt í fallpípum niður að aflstöð- inni fyrir neðan Kistufoss. Á síðastliðnu vori var virkjunar- áætlun með þessu sniði send til rík- isstjórnarinnar, með 'umsókn virkj unarleyfis samkv. lögunum um virkjun Sogsins, frá 1933. Jafnframt hefir áætlun þessi ver- ið send erlendum verkfræðingum, til umsagnar um ýms teknisk at- riði. Sænskt firma, sem er í miklu á- liti, sem ráðunautur í tekniskum efnum, hefir komið með þá uppá- stungu, að virkjunin á frufossi og Kistufossi yrði framkvæmd með öðru móti. Tilsvarandi fossavirkj- un þar í landi hafi reynst tiltölu- lega ódýr. Sem sje að snúa við hinni fvrri tillögu, að í stað þess að leiða vatn- ið ofanjarðar í opnum skurði frá efri fossbrún að aflstöð, sem stæði fyrir neðan neðri fossinn, að byggja aflstöðina heldur neðanjarðar, rjett við efri fossinn, leiða vatnið vir lóninu niður í þessa neðanjarðar- stöð. En vatnið yrði síðan að. leiða frá stöðinni um undirgöng, niður fyrir Kistufoss. Fallhæðin verður sii sama, ‘ 37,4 metrar og orkan sem vinnst $ú sama og með hinni tilhöguninni. En hættan á truflunum af krapi yrði þá vir sög- unni, sem annars yrði alla tíð, með því að hafa hina löngu ofan- jarðarleiöslu. Svíar hafa á síðustu árum hagað virkjunum á þennan hátt, m. a. vegna þess, að með því fæst mest rekstursöryggi. En hættan af krap truflunum er þó mikið mirini þar í landi, en í okkar loftslagi. Þeini

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.