Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 10
568 ~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á-. orsökin; ei heldur vanbrúkun tóbaks: og brennivíns eða skrúðklæðaburð- ur; ei heldur leti eða hirðuleysi, framar en hvað örbyrgðinni ávalt fvlgir: á öllu þessu ber svo mikið. '-egra bess að fátæktin fvrirfram r> y-' *‘ "Yt ó -f f p rr <ro*Y| • ‘’'tt rip 1^1—»tt 'íka- mn v o" því síður glatt hann til máta í sín um hörku harðindakjörum, langt framyfir flestar aðrar þjóðir. Að einstaka mann, eða mjög fáar yf- iryaldsperónur megi hjer frá und- an taka, sem eigi fáa peninga, eða nokkurt, nú ávaxtalaust orðið, jarðagóss, gefur enga almenna reglu; og þó eru þessir nær engir til, sem geti haldið sonum sínum til nauðsynlegra menta, og staðið jafn rjettir eða skuldlausir eftir. -----Engi þenki. að hjer sjeu ýkj- ur viðhafðar". — Yiðhorf Skúla til þessara mála var þannig gjörólíkt skooun Pingels og þótti Skúla, sem annara aðgerða væri fremur þörf, en að hýða lands- fólkið með hnútasvrpum. Undirbúningur „Innrjettinganna". ÞEGAR á hinu fyrsta þingi, árið 1750 eftir að Skúli var orðinn land fógeti, hreyfði hann því við ýmsa af helstu mönnum landsins, að þeir skyldu bindast samtökum í kyrþey þó að sinni, um stofnun mjög al- ihliða framfara og framkvæmda-fje- lags, er efla skvldi margskonar ný- ungar í landbúnaði: Trjárækt, korn vrkju, garðrækt og þar fram eftir götunum. Þá var og margvíslegur iðnaður er komið skyldi á fót, eink- um þó sem fullkomnastur ullariðn- aður. Blöskraði Skúla vankunnátta og framtaksleysi landsmanna í þeim efnum. og hafði hann eins og áður getur beitt sjer af miklum dugnaði fyrir nytsömum nýungum í sam- bandi við ullariðnað á heimilum. En nú vildi hann koma á fót fullkom- inni ullariðnaðar verksmj, hjer á landi, og flytja út fullunna dúka, í stað þess að flytja út ullina óunna, fyrir lágt verð, eins og verið hafði um langt skeið. — Sútun skinna, færaspuni, ’saltvinsla lir sjó og brennisteinsvinsla, voru einnig í hinum stórfenglegu áætlunum Skiila. Þá var áhugamál hans að landsmenn eignuðUst þilskip, er sótt gætu á djúpmið til fiskiveiða, í stað hinna opnu báta, er einungis gátu sótt á grunnmiðin. en ef fisk- rxr brást þar. sem oft vildi koma fyrir, var voði fyrir dyrum í ver- stöðvunum og víðar um land. —• Var þetta svo mikill stórhugur hjá Skiila, að stórfirrðulegt má telja, þegar á alt er litið. » í upphafi hafði Skúli hugsað sjer, að sem flestir landsmenn yrðu þátt- takendur í þessu merkilega fram- fara fjelagi, því tilgangur hans var ekki eiginhagsmunir, heldur hitt að efla heill og hag þjóðarinnar allrar. Þo komst hann brátt að þeirri nið- urstöðu, að ekki myndi auðið að koma því við. Urðu það svo einung- is 13 menn, er stóðu að þessari merkilegu fjelagsstofnun, og nam fjárframlag þeirra allra einungis 1550 ríkisdölum. Yar það ekki mik- ið fje til að koma öllum þessum framkvæmdum af stað. Enda hugs- aði Skúli sjer, að herja fjárfram- lögin að mestu leyti út hjá konungi og stjórn. Mátti þó af undangeng- inni reynslu. telja tvísýnt um ár- angur. Þannig hafði Magnús lögm. Gíslason á Leirá nokkru fyrr leitað á náðir stjórnarinnar um fjárstyrk, til að koma upp tóvinnuverksmiðju þeima hjá sjer og gat ekki sargað lit meira en 300 ríkisdala styrk. — Ljet Skúli sjer fátt um finnast og- fanst sem traustari átaka þyrfti. ef nokkurs verulegs árangur væri að vænta. Svo var hann og þeirrar skoðunar, að tóvinnan væri ekki einhlýt, þar eð framsóknar og nýrra athafna væri vant á öllum sviðum athafnalífsins. Fanst honum að alt þyrfti að fylgjast að, ef vel ætti að fara. Þótti Skúla mikið við liggja, að vanda sem best allffn undirbúning þessa máls, til að tryggja fylgi stjórnarinnar, er var hið nauðsyn- legasta frumskilyrði til þess að ein- hver árangur gæti orðið. Ennfrem- ur var honum það ljóst, að Hör- möngurum myndi vera lítið gefið um þessi svefnrof íslendinga, og að áhrifamenn úr þeirra flokki. myndu beita sjer, til að gera uppá- stungur Skvila og fylgismanna hans sem tortryggilegastar við stjórn- arherrana. Unnu þeir Magniis lögm. á Leirá. og Skúli, mest að undirbúningi máls ins, og á næsta álþingi, 19. júní árið 1751, var reglugerðin samþykt og undirrituð af þeim hluthöfum, og fjelagið formlega stofnað. Voru framkvæmdir þær sem það færð- ist í fang, kallaðar „Innrjettingar“ og verður því nafni haldið hjer. í stjórn voru kosnir auk Skúla fógeta og Magnúsar lögm. þeir Brynjólfur Sigurðsson sýslum. í Hjálmholti og Þorsteinn Magnússon sýslum. á Mó- eiðarhvoli. Var Skúla falið að fara utan um haustið fyrir hönd f jelags- ins og landsmanna í heild og ráðg- ast um við stjórnina. Horrebow kemur til sögunnar. Árið 1749 um haustið bar góðan gest að garði frá Danmörku. Var það Niels HorreboW; settist hann að á Bessastöðum. Iíorrebow, sem var maður hálærður. doktor í iög- vísi og kunnur stærð- og stjörnu- fræðingur, kom hingað á vegum danska vísindafjelagsins, er stofnað hafði verið árið 1742. Átti hann að rannsaka náttúruauðæfi landsins og margt annað. Ritaði hann hina fyrstu lslandslýsingu, sem mark er á takandi; kom hún út á dönsku árið 1752, en á næstu árum á helstu þjóðtungum álfunnar, og breiddi þannig út þekkingu á Islandi, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.