Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 14
572 ' ‘ W * 17- LESBðK MORGUNBLAÐSINS son lögm. á Leirá fyrir valinu, er það ekki lieldur nein tilviljun, því hann var annar helsti ráðamaður „Innrjettinganua“ með Skúla. — Vaf því næsta þýðingarmikið, að tveir æðstu emþættismenn laudsins voru veiunnarar þeirra. Enda fóru nú brátt meiri tíðindi í hönd. Magnús Gíslason var einp .af á- gætustu mönnum landsins á sínutn tíma þótt hvorki hefði hann stór- hug nje úthaldsþrek til jafns við Skúla fógeta. Enda fór svo, er and byr gegn „Innrjettingunum“ varð hvað mestur, og mest reið á sam- hug og eliibeitni, að þá gafst hann rxpp, losaði sig við hlutabrjef sín og seldi þáu kaupmönnum. Fetuðu þá aðrir hluthafar í fótspor hans og seldu líka, allir nema Skúli. Því að sjónarmið hans var hærra og stærra en þeirra. Tilgangur hans var ekki eíginhagsmunalegs eðlis heldur léit hánn frá öndverðu á þessi fyrirtæki sem verklegan iðn- skóla fyrir þjóðina alla. sem ekki þyrfti naúðsynlega að skila beinum arði. Ekki brást Magnús amtmað- ur í þessum éfnum «f ódrengskap, því hann var einstakur sómamað- ur, heldur var hann orðinn vonlaus og uppgefinn á þeirri þotlausu bar- áttu sem þeir áttu í við kaupmenn. er vildu „Innrjettingar“ feigar og Ijetu ekkert tækifæri ónotað til að koma þeim á knje. Magnús atntmaður var vitmaður mikill, góógjam og ráðdeildarsam- ur; enda var hann talinn auðug- astur maður á landi hjer um sína daga. Hann átti og til góðra að telja; var af hinni ágætu kynkvisl Gísla lögm. Hákonarsonar í Bræðra tungu, sonarsonur Bauka Jóns, er um hríð vár biskup á Hólum. Ekki var Magnús, þó skipaður í amt- ‘ mannsenrbættið fyrr en 5 árum síðar. árið 1757, syo næstum lítur út fyrir að eitthvert hik hafi verið , á stjórrrinni, en Magnús reyndist vel í þessari virðingarstöðu, sem vænta mátti. Hóf hann byggingu Bessastaðastofu. þeirrar sem nú er forsetabústaður, en hann andaðist árið 1766, áður en byggingunni var lokið. — Verður þess nú væntan- lega ekki langt að bíða, að æfisaga Magnúsar amtmanus komi lit, því mjer er kunnugt um að ágætur maður er að vinna að því verki. Marg háttuð umsvif. Er Skúli var kominn heim, hóf- ust brátt hinar fjölbreyttustu fram kv.md. Var hafist handa um bygg- ingu verksmiðjuhúsa: Ullariðnaðar verksmiðju, sútunarstöð, færaspuna húsi, íbúðarhúsum og mörgu fleiru. Einnig þurfti hann að ráðstafa hinu erlenda fólki, er komið hafði til að kenna mönnum nýjungar í landbún aði. Þá þurfti Skúli að koma dugg- unum á veiðar. Ilafði hann í mörgu að snúast, og kom sjer nú vel að hann var óvenju mikill þrekmaður og hamhleypa til vinnu. að hverju sem hann gekk. Bættist alt þetta umstang á Skúla til viðbótar við umsvifamikil embættisstörf. Þá varð hann að fylgjast með bvgg- ingu stórhýsisins, er var í smíðum í Viðey. Þótti sú hin reisulega bygging hið mesta furðuverk, og vakti mikið umtal, enda stakk hún mjög í stúf við moldarhreysin, sem flestir landsmenn urðu að hýrast í. 1 kvæði frá þeirn tíma, segir svo um Viðeyjarstofu: „Musteri slíkt af mannahöndum mun ei sjást á Norðurlöndum“. Að vísu er þetta ofmælt, en samt er það svo, að enn eftir nærri 200 ár er Viðeyjarstofa einhver glæsi- legasta bygging hjer á Iandi, og órækur vottur um höfðingslund Skúla fógeta. — Auk allsflþessa, varð Skúli fyrst um sinn að hafa jjieð höndum bókhald „Inrrrjetting anna‘ ‘. Húsagerðinni í Reykjavík var að mestu lokið árið 1754. Var þá vef- smiðjan á Leirá flutt þangað. Einnig var hafist handa um brenni steinsvinnslu í Krisuvk; þótti það ganga ærið skrykkjótt, þar til Skúli sá þann kost vænstan, að fara sjálf ur þangað. Dvaldi hann þar um hríð og hafði verkstjórn alla á hendi og kom svo góðu lag'i á starf semina þar, að eftir það gaf brenni steinvinnslan jat'nan nokkurn arð. Þó ]>ótti margt fara í handaskol um við allar þessar framkvæmdir. Var það og hverjum mennskum manni, og jafnvel Skúla, ofviða að fylgjast svo með öllu sem þurfti,, ef vel átti að fara. Hafði hann ekki tíma til að vera alstaðar til að kippa í lag því sem aflaga fór í þann og þann svipinn. Var hjer og um algjörlegar nýjungar og braut- ryðjendastörf að ræða. Kunni flest af starfsfólkinu lítt til þeirra verka sem vinna átti og mun margt af því hafa verið sinnulítið itm vel- ferð fyrirtækjanna. Ekki þótti Skúla þeir útlendu menn, sem áttu að veita iðnaðarframkvæmdunum forstöðu reynast svo sem hann hafði vænst. Má sjá það af ttmmælum er hann viðhafði í brjefi nokkrum ár- um síðar, þar segir hann: — — „Verksmiðjunum hefir hingað til vegnað best, þegar sneitt hefir verið' hjá því að taka erlenda asna til að veita þeim forstöðu, og hafa þeir aldrei orðið landinu til annars en bölvunar“. — Þótti vilja ganga svo til um allán þennan rekstur, að ein deildin æti hina upp, eða rúmlega það, og heildarútkoman varð því taprekstur. Oflangt mál yrði það, að fara nokkuð að ráði út í frásagnir um „Innrjettingama^". — En víst er um það þó að margt í sambandi við þær færi á annan og verri veg, en þeir menn höfðu vænst, sem mest lögðu í sölurnar til að koma þeim á fót, að þá mörkuðu tilraunir þessar og framkvæmdir tímamót og höfðu er fram í sótti ótrúlega mikil Framh. á bls. 574

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.