Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 3
LESBÖK MOEGUNBLAÐSINS 5G1 MANNFJÖLDALÍNAN sýnir jafnan vöxt frá árinu 1921 til þessa dags og er tilgreindur mannfjöldinn til vinstri á linuritinu, en árin á grunnlinur. En hin línan sýnir mesta álag í 1000 kw, og erutölurnar fyrir 1000 kilówöttin til hægri. Kemst álagið uppi 5000 á árinu 1938, en hefir siðan nálega fjórfaldast. var gert ráð fyrir þriðju samstæð- stærri átök í því máli með virkj- un á einhverjum hluta af Sogi. En samkvæmt erlendri reynslu og mælingum á Sogi og áætlunum um stofnkostnað þar, þótti ekki ráð- legt að leggja út í Sogsvirkjun fyrr en fólksfjöldi Reykjavíkur hefði náð 30 þúsundum. Árið 1923 er Elliðaárstöðin aukin um 1000 hestöfl og árið 1933 um 2000 upp í 4500 hestöfl. Ljósafossstöðin. Erfitt um lánsfje. Samtímis því sem Elliðaárstöðin var aukin hafði bæjarstjórn og rafmagnsstjórn bæjarins sífelt Sogsvirkjun í huga. sem taka skyldi til, er fjárhagslegt bolmagn væri til þess. Leiddi þetta til þess, að árið 1933 voru samþykt lög um Sogs- virkjun. Þá var það- sýnt orðið, hvaða byrjunarvirkjun var hent- ugust og var nú hafist handa um virkjun Sogsins. Þá var Jón Þor- láksson borgarstjóri. Vann hann að því manna best að fá tilboð í verk- ið og fje til framkvæmdanna. Kostnaður við Ljósafossstöðina var 7 milljónir króna, en hækkaði við verðfellingu íslensku krónunnar upp í 9 milljónir. Verkfræðingafirímað llöjgaard & Sehultz tók að sjer verkið, en lán til virkjunarinnar fjekst hjá dönsk- um og sænskum bönkum í samein- ingu og hafði sænski bankinn for- ustuna um veitingu lánsins. Eftirtektarvert er það, að lán- veitendur töldu, að Reykjavíkur- bær væri mjög nálægt því að reisa sjer hurðarás um öxl með virkjun þessari á Ljósafossi. Askildu þeir sjer allskonar tryggingar ef bær- inn lenti í vanskilum með vexti og afborganir af láninu. En lánið klipu þeir nriður í það allra minsta, sem hægt var að hugsa sjer að þyrfti til þess að koma virkjuninni á. Ljósafoss&töðin var bygð með tveim vjelasamstæðum, með 6250 hestöfl hvor. En í stöðvarhúsinu unni og búist við að þörf myndi vera fyrir hana eftir 5 ár frá því að stöðin tæki til starfa. Ljósafossstöðin var fullgerð og rafmagn frá henni kom til bæjar- ins 25. okt. 1937. Á þessu ári var rafmagnsnotkun bæjarins 10 milij. kwst. En á næstu tveim árum gerði hún meira en tvöfaldast, var 1939 15 millj. kwst. og 22 millj 1939. Stækkunin við Ljósafoss. í ársbyrjun 1941 ákvað bæjar- stjórn Reykjavíkur að bæta við einni vjelasamstæðu í Ljósafoss- stöðina. En nú var styrjöldin í al- gleymingi og því mjög erfitt að fá slíkar vjelar. Upprimalega var bú- ist við, að ekki myndi það taka nema l1/* ár að koma upp nýrri vjelasamstæðu. Þó hagkvæm til- boð kæmu frá Englandi var eftir langar umleitanir synjað um fram- leiðsluleyfi þar, vegna láns- og leigulagasamnings milli Breta og Bandaríkjamanna. Var þá leitað til Bandaríkjanna. Eftir langt þóf þar, fjekkst tilboð og framleiðsluleyfi fyrir vjelasamstæðu, sem var eins stór og hægt var að korna fyrir í stöðinni. Hún hafði 7650 hestöfl. Þetta var árið 1942 og búist við að vjelasamstæðan kæmist í notkuu haustið eftir, 1943. En fyrir margs konar tafir varð það ekki fju’r en á miðju sumrá 1944. Kostnaður við þessa viðbót á orku Ljósafossstöðvarinnar varð 6 millj. króna. Rafmagnsnotkunin sexfaldast. Síðustu styrjaldarárin hefir raf- magnsnotkunin margfaldast gevsi- lega ört. Ást^ðan til þess er m. a. sú, að þegar kolin 5 og 6 földuð- ust í verði vegna styrjaldarinnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.