Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 4
56 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aðalspennistöð Sogsvirkjunar við Elliðaár eftir aukningu 1944 þá var rafmagnið ekki hækkað að heitið gæti. Rafmagnsnotkunin var, sem fyrr segir, árið 1937 10 millj. kwst. En sex árum seinna var hún orðin 65 millj. kwst. Svo þessi sex ár eykst notkunin á hverju ári eins mikið að meðaltali og hún var orðin árið 1937. Öllum vjelasamstæðum sem nú eru í notkun við Elliðaár og L.jósa foss er ætlað að framleiða 17,500 kw. En vegna þess, að hægt er að hafa fallhæðina í Ljósafossi heldur hærri. en reiknað var með, þá fást út úr öllum vjelunum 20,000 kw. Oft hefir það heyrst, að Reyk- víkingar hafi verið helst til smá- tækir í rafvjrkjun sinni. En þess er þá að minnast, að þegar marið var út lán til Sogsvirk.junarinnar fyrstu, þá þótti lánveitendum teflt á fremsta hlunn, saryinhorið við fólksfjölda Reykjavíkur og líklega rafmagnsþörf bæjarþúa. Enda var t. d. raforka sú er Bergenbúar höfðu yfir að ráða á árunum fyrir stríð 28,000 kíló'wött og er þetta þó borg með yfir 100 þús. íbúa, er stendur á gömlum merg. Tvenn stórvirki framundan. Nú standa fyrir dyrum langtum meiri framkvæmdir í rafmagnsmál unum en nokkru sinni fyrr, sem kunnugt er Nú er húið að festa kaup á vjel- um og öllu sem til þarf fyrir vara- st. handa Rafmagnsveitunni er reisa á h.jer við Elliðaár og á að framl. 7500 kw. Verður byrjað að byggja hana í mars eða apríl næstk. og á hún að vera fullgerð og komin í notkun fyrir næsta haust. .Tafnframt er unnið að undir- búningi á nýju orkuveri við neðsta fallið í Sogi, við Irufoss og Kistu- foss, en fallhæð þessara tveggja fossa eða »rjettara sagt fallhæðin frá frá neðra vatnsborði við Ljósa- foss og niður fyrir Kistufoss er 37.4 metrar. í þessu fyrirhugaða orkuveri eiga að fást 40,000 kw. En ráðgert er að skipta því í tvennt. Set.ja fyrst upp vjelar fyrir 20 þús. kw., en útbúa stöðina þannig að auðvelt sje að tvöfalda afl hennar. Þegar hún kemst í notkun, þá tvöfaldast v.jelaorkan frá því sem nú er, 20 þús. kw. Tvennskonar erfiðleikar hafa verið á rafmagnsmálum Reykjavík ur á undanförnum árum. Aðrir hafa stafað af því, hve raf- magnsnotkunin tekur miklum hreyt ingum yfir sólarhringinn, einkum síðan almennt var farið að nota rafmagn til íjuðu. En vegna þess hve mikið af ork unni er leitt langa leið, alla leið frá Sogi, hefir það komið fyrir, að truflanir hafa orðið á leiðslum til bæjarins, í ofviðrum. Enn hafa orð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.