Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r»7i kosti rnátti seljíi þær öðrum, einnig var .,Innrjettingunum“ heitnilt að sjá um flutning á framleiðslu sinni til Kaupnt.h. — Var það hin fyrsta vök, er Skúla tókst að brjóta á „hafnbanns hring“ þann, er einokunin hjeit landinu í. — Ilinn fyrsti sigur hans á þeim vettvangi, þó fleiri og þýð- ingarmeiri yrðu þeir síðar. Mun Skúla ekki hafa veitt af, að beita vitsku sinni, einurð og lægni, íil að ná þessum mikilsveða árangri, }»ví talsmenn Ilörmangara .voru ekki hehlur aðgerðarlausir. Næsta sumar kom Skúli aftur hingað til lands færandi hendi. — Þótti mörgum för hans hafa orðið góð, þó flestir ljetu sjer fátt Um finnast. Ilafði hann með sjer kon- ungsbrjef, sem heimiluðu „Tnnrjett- ingunum“ furðu mikil r.jettindi iil að sniðganga Hörmangara, og jafn- vel til að ganga á hefðbundin rjett- indi einokunarkaúpmanna. 1 Grímstaða-Annál segir svo: •— „Þá kom hingað aftur landfóget- inn; hafði fengið stóra náð hjá kongel. Majest.,. sem gaf til lands- ins eitthvað um 15 þús. dali. Tvær duggur voru og af kongel. Majest. til lagðar, sem fógetinn Skúli hafði hönd yfir; þar höfðu ekki aðrir af landsfólkinu gagn af. Sáðfólk kom hjer og inn í landið af fógetáns forlagi.....Og mun þetta verða að eftgu gagni, nema til þyngsla og stórs uppá kostnaðar. — ITingað kom og fraktað skip með timbur. sem fluttist til Viðeyjarklausturs húsbyggingar. þar með smiðir og steinhöggvarar og margt var þá hjer á bjáti“. Er sem maður finni andúðar og fyrirlitningarkeiminn, sem á bak við býr hjá Annáls-ritaranum, sem þó var merkismaður: Jón Ólafsson, lögrjettum. á Grímstöðum í Breiðu- vík. En ætla má að það sje nokk- urnvegin rjett mynd af viðhorfi meginþorra þjóðarinnar á ]»eim tíma gagnvart þessari merkilegu bjargráðaviðleitni, sem Skúli var að koma í framkvæmd. ög sannast greinilega það sem sjera Björn í Sauðlauksdal segir í „Atla“ : „En til þess þarf bæði skynsemi og kjark að standa at' sjer straurn þeirra hleypidóma, sem maður er uppalinn við“. — Telur dr. Ilelgi Pjeturs þetta einhverja skvnsamlegustu setniugu í seinni tíma bókmentum. vorum. íslendingar eignast haffær skip. ITuggurnar tvær. sem Skúli keypti, því hann mun hafa keypt þær, þó áður nefndur Annáll telji að kon- ungur hafi gefið þær, marka tímam. í sögu vorri, því það var í fyrsta skifti í mörg hundruð ár, setn Is- lendingar áttu sjálfir haffær skip til siglinga milli latida. Enda var mikill fögnuður ríkjandi meðal „landa“ í Kaupm.h. Söfnuðust þeir saman útí Kristjánshöfn til að skoða þær. Var Eggert ólafsson einn meðal þeirra, og bað Skúli hann að gera frumdrög að fána, til að hafa á duggunum. Bjó Eggert þá til fána með flöttum þorski í grunni. Athugandi væri, hvort ekki myndi rjett að taka þann fána upp sem fiskiskipa fána að sjálfsögðu ásamt þjóðfána vorum. Er það hvorttveggja í senn táknrænt, og á við sögulegar stoðir að styðjast. Ýmsir hinna bestu manna gerðu sjer miklar vonir í sambandi við stofnun „Innrjettinganna". Orkti Eggert mikið kvæði: „Um þær nýju Innrjettingar á lslandi“. Leggur hann þar mikla áherslu á vöruvönd- un: „Æ svo markaðar sómi, Syngist lslendinga“. Þó var jafnframt nokkur uggur í þeim mönnum. er gerðu sjer ljós- asta grein fyrir örðugleikunum á viðreisnarbrautinni. Og segir Gunn- ar próf. Pálsson, í „Tnnrjettinga“ kvæði sínu: „Dönsk geit gnagar flest vor strá llandel trúi’ jeg hún heiti, sem hvergi þrífast má“. Ekki ljet Jón Grunnvíkingur sift eftir liggja, enda fór þar saman, að hann var ósvikinn ættjarðarvin- ur og traustur aðdáandi S.kúla. — Segir hann svo: .... „Fyrnefnda lapdsins forbetr- an hafa margir, sem mjer er áður nokkuð kunnugt, góðir Patriótar og landinu vel uunandi haft í sinni fyr á tímurn, óskað hennar og skrif- að um, en engum rjett lukkast, að vera forgöngumaður, að set.ja hana í framkvæmd; sovel, sem nú landfó- getanum Sgr. Skúla.....Guð leggi þar til blessun sína, en væntanlegt er, að allir dugandi landsmenn nruni Hr. landfógetanum það þakka. hon- um þar í fylgja, og þar til styrkja, eftir hvers eins efnum, megni og tilstandi, sem og sjer í nyt að færa, hvers jeg og einnig af alhug óska. Pingel kveður ísiand. — Frá Pingel amtmanni er það að segja, að um haustið 1752 varð hann að hrökklast úr embætti við lítinn orðstý; var hin mesta óreiða á fjárhag hans. En mestu mun þó hafa valdið mótdrægni sú, er hann hafði í frammi við Skúla og áhuga- mál hans. Hafði Skúli náð þeim áhrifum í kóngsgarði, að ekki var heillavænlegt að ætla að bregða fæti fyrir áform hans og fram- kvæmdir. — Minstu munaði þó 16 árum síðar, eftir-lát Rantzau greifa að Pingel yrði stiftamtmaður yfir Islandi, þó betur rættist úr en á horfðist í því efni. Gjörðust nú þau undur, að Is- lenskum manni var í fyrsta skifti, veitt amtmannsembættið hjer á landi árið 1752. Er auðfundið, að áhrifa frá Skúla hefur gætt mjög í því sambandi. Varð Magnús Gísla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.