Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 6
564 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hefir gefist vel að gera þesskonar nndirgöng fyrir frárfnnslisvatnið. Eftir er að vita hvernig jarðlagið reynist við Sogið til þess að grafa slík göng. Gera þarf göngin svo víð að þau takifalt vatnið, þegar fallvatn þetta verður fullvirkjað. Verða göng þessi að vera 50 til 60 fermetra víð, og að minsta kosti 600 metrar á lengd, en ef til vill nokkru lengri. Fer það eftir því, hvaða leið þau verða lögð, eða hve þau verða höfð nálægt árfarv'eginum. Erfiðleikarnir á verki þessu, ell- egar hættan á erfiðleikum stafar fyrst og fremst af því, að jarðlög- in þarna reynist ekki vatnsþjett, svo að göngin, sem verða alldjúpt fyrir neðan vatnsrennsli Sogsins fyllist af vatni, svo að þar verði ekki unnið og ekki verði hægt að þjetta þau. Viðbúið er ennfremur, að styrkja þurfi bergið ^yfir göng- unum, svo að „þakið“ yfir þeim bili ekki. Jarðfræðingarnir Sigurður Þór- arinsson og Pálmi Hannessan eiga að segja til um jarðlögin þarna að hve miklu leyti þau sjeu vatnheld eða ekki. Á hinum síðustu og verstu tím- um hefir tæknin við að gera stór- feld neðanjarðargöng og jarðhús tekið svo miklum framförum, því að ófriðarþjóðirnar hafa þurft svo mikið á því að halda að grafa sig í jörð niður. Ilefir slíkur gröftur því orðið mun ódýrari en hann áður var En vegna þess að hjer er um nýj- ung að ræða á íslandi, má búast við því að, ef þessi leið verður far- in, þá taki þessi virkjun nokkuð lengri tíma en ef vatnsrásin yrði gerð ofanjarðar. Varastöðin'kemur sjer vel. Með hinni geisilegu aukningu á rafmagnsnotkuninni yrði það mjög tilfinnanleg vöntun á raforku næstu árin, ef engin viðbót fengist fyrr en virkjun á neðri fo’sssum Sogsins verður lokið. Þess vegna er það mjög hentugt, að setja einmitt nú upp varastöð hjer við bæinn, sem á að komast í notkun á mjög skömmum tíma. Varastöðin verður rekin með olíu eða koliun eftir því sem hentugra þykir á hverjum tíma. Ilún á að kosta uppkomin 7 milljónir króna. Virkjunin við neðri fossana tek- ur að minsta kosti þrjú sumur, og kanske lengri tíma, ef verkið tefst við jarðgöngin. A þessuni tíma má búast við því, að mikil þörf verði fyrir varastöðina. En þegar vjela- orkan verður tvöfölduð með hinni nýju virkjun við Sog, bá verður eimtúrbínustöðin við Elliðaárnar, a. m. k. lengi vel, aðeins til vara, ef truflanir verða á rafmagnsleiðslu austanað. Öryggi Hitaveitunnar. En af þessari varastöð verða tvenskonar not. Hún verður reist rjett fyrir neðan rafstöðina við Elliðaár. Frá henni verður skamt bæði til Elliðaárstöðvarinnar og til aðalæða hitaveitunnar og nærtækt vatn úr Elliðaánum. Eins og kunnugt er, var hitaveit an áætluð þannig, að hún fullnægði herbergishitun á því svæði, sem henni var ætlað, þar til frost, verð ur 5 gráður eða svo. Því veður- athuganir sýna, að frost hjer í Reykjavík yfir 5 gráður er svo til- tölulega fáa daga ársins að, ef Hita veitan ætti að fullhita öll hús í t. d. 10 gráðu frosti, þá notaðist hún í mikið færri hús_ Mikið af hita- vatninu rynni þá burt ónotað flesta daga ársins. Varastöðin, sem reist verður á næsta ári við Elliðarár á að koma í notkun bæði fyrir Rafveitu og Hitaveitu. Þar fæst rafmagn, ef með þarf, um suðutímann á daginn. Og þegar skerpa þárf á Hitaveitunni verður það gert með hita frá þeirri stöð. Hægt verður að taka vatn úr 'Elliðaám til viðbótar 1 Hitaveituna á köldustu dögum. Vatn það verð- ur hitað í suðustig, svo að það verði gerilhreinsað. Svo hægt verð ur að nota vatnið úr Ilitaveitunni eftir sem áður til hvers, sem vera skal. Áætlað er að kostnaður við virkj un neðri fossanna verði 28 millj. króna, ei; með nýrri leiðslu til bæj- arins og aðalspennistöð við Elliða- ár verður kosthaðurinn 34 milljón ir. Kostnaður við nauðsynlega aukningu á bæjarkerfinu í samb. við þessi nývirki er áætlaður 10 milljónir króna. Ilvernig verður hægt að standa undir þessum kostnaði? Tekjur Rafveitunngr hafa aukist mjög á hinum síðustu árum, úr 2^j árið 1940, upp í kr. 7,179,000 árið 1944 og er búist við að þær verði 9 miljónir í ár. Rafmagnverðið. Um fjárhagsafkomuna yfirleitti segir Steingrímur Jónsson m. a.: Hin fyrstu mannvirki Rafmagns veitunnar voru gerð fyrir lánsfje,. og síðar allar meiri háttar aukning ar, svo sem stækkun rafstöðva, og ♦neiri háttar endurbætur á veitu- kerfinu. Ilefir gjaldskrá fyrirtæk- isins jafnan verið hagað þannig, að tekjur nægðu rjett til þess að standast straum af reksturskosnaði og óhjákvæmilegum aukningum kerfisins, ásamt vöxtum og afborg unum af stofnkostnaði, og hefir það þó eigi ávalt hrokkið til, svo taka hefir þurft bráðabirgðalán. Tekjur umfram gjöld hafa aldrei verið meiri en það, að nægt hefir fyrir allra nauðsynlegustu aukningu kerfisins á ári hverju, og þó svo að iðulega hefir ekki verið hægt að mæta auknum þörfum notend- anna fyrirfram, og því hefir sjald- an náðst að koma upp varalínu í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.