Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 8
566 133 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skippy — 5 óra snóði — heldur upp á 4 ára listamannsaímæli sitt Skippy að framleiða listaverk sín. Eftir William Conway Frjettajijónusta Associated Press. CHICAGO — Norman ,.Skippy“ Miller, er aðeins fimm ára, en hann hefir nýlega haldið fjórðu árlegu listsýninguna sína á teikningum og máiverkum. . Skippy vinnur í vinnustofu for- eldra sinna, sem bæði eru lista- menn og heita Edgar og Dale Mill- er. Fullorðið fólk, sem kemur í vinnustofuna dáist að listaverkum Skippy‘s, hugmyndaýlugi hans og leikni. Hann var ekki nema sjö mánaða gamall er hann hjelt fvrst á mál- arapensli. En hann fór ekki að vekja athygli fyrir alvöru fyr en á fyrsta árs fæðingardegi sínum, er hann komst út úr leikstíunni sinni og rnálaði með svörtu, rauðu og grænu á málverk, sem íaðir hans hafði þá nýlokið við. En frá þeim tíma hefir Skippy teiknað og málað mikið. Ilann byrj aði með því að mála sólir og hringi á pappír. En síðan fjekk hann á- huga fyrir sjávarlífi. í vinnust. for eldranna eru kör með gullfiskum og sjávargróðri. Skippy fór að mála og teikna fiska og snigla. En að lokum fjekk hugmynda- flugið eitt að ráða hjá Skippy og hann teiknar og málar mannteg- und nokkra, sem hai*u kallar „Teenzers“. Það er hálfgerð villi- mannaþjóð. Skippy sýnir þessi hugarfóstur sín í litteikningum við dagleg störf. Þeir búa í tjöldum og tilbiðja skrítnar goðasúslur. Foreldrar Skippy’s hengja verk hans upp einu sinni á ári í vinnu- stofu sinni. Það er á afmælisdegi hans, 21. ágúst. „Hann málar eingöngu sjer til ánægju“, segir móðir hans. „Við látum hann sjálfan um það og veit um honum ekki tilsögn nenia hann biðji um það“. Listamaðurinn ungi hefir líka dansað opinberlega. Ilann lærði dans hjá japanska listamanninum I)evi Dja, en hann bjó sjer til sinn eiginn ,.Teenzers“ dans. Ilann spil ar líka á píanó. Skippy er ekki lengi að svara, þegar hann er spurður að því, hvað hann ætli að verða, þegar hann sje orðinn stór. „Listmálari“, segir hann „og myndhöggvari, hljómlistarmaður, dansmaður og sundmaður“. Hjer sjáið þið nokkra af Teenzer-unum hans Skippys litía.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.