Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 16
574 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um lit. Eigi hann ekki hvorttveggja svarar hann með 4 hjörtum og þá fer N ekki hærra. 8) Svarið sýnir fj-rstu fyrirstöðu í laufi. 9) N þarf ekki frekari upplýs- itigar um laufið, því varla er hugs- anlegt að S eigi svo langt lauf að hann geti ekki losnað við það í Spaðann hjá N. — Hann notar því tækifærið til að spyrja um trompið hjá S. 10) Svarið sýnir að S á hjarta- drottninguna. Með tvö af þrem hæstu trompunum hefði S sagt 7 hjörtu, en með Á eða K (i tígla. Fyrir þá sem ekki kunna að nota litarspurningarnar er ekki um ann- að að gera en að spyrja með 4 gröndum. í fyrra dæminu er það hættulaust, þótt það sje ekki eins vænlegt til árangurs og litarspurn- ing. En í síðara dæminu er það hættulegt, þar sem N—S neyðast þá til að spila 5 hjörtu þótt þeir kunni að gefa 3 slagi í laufi. Lausn á bridge þraut. SUÐUR spilaði 6 grönd. Þautin er það ljett, að hún nálgast það að þurfa engrar ráðningar með. Nægir aðeins að benda á aðferðina. en hún er, að spila spaðan upp og Norður má henda hjarta allt upp í hlankan ás. Síðan er laufið tekið og Vestur lendir í óbjargandi kast- þröng með hjartakóng og sína fjóra tígla. 4 & ák Kristilegt fjelag ungra manna (KFUM) var stofnað af Sir Tíeorge Williams. llann var fæddur 1821. - H Framh. af bls. 565 „IIeimaklettur“ rjett fyrir neðan okkur, einkennilega svipmikil sjón, einmitt milli lopanna. Þetta var það síðasta sem við sáum af landi, um langa stund, alt var orðin ein samanhangandi þykk breiða, sem virtist vera endalaus; einkenuilega snöggt var alt breytt, öll dýrðin var horfin. Við fórum að halda að við hlytum að vera komin aTtur f.jær landinu. Þoka, bara þoka, svo langt sem augað eygði. Við biðum og biðum,. nú gat það ekki dregist mikið lengur, það var komið fram yfir þann tíma er sagt hafði verið að heim yrði komiðc Ó, af hverju máttum við ekki halda dýrðlega útsýninu alla leið ? Gat það átt sjer stað að flug- stjórinn væri búinn að tapa vissu um merkin í þessari miklu móðu? Nei! ITann vissi það vel, því þarna dýfði hann okkur alt í einu þvert E I M - niður í gegu um þokubakkann og við vorum í vetfangi komin niður á grænar grundir; Jæja! Eiginlega voru þær nú ekki grænar; melai| voru það og kveldkuli andaði að okkur undir þessari miklu móðu — heima. Heim þrá víst allir. ,Á5onurinn týndi í átthagann girnist að halda“. Synir og dætur sækja heim að þjartastað móður föðurlands síns hvaðanæfa, það dregur, það knýr og laðar, en ...... Ó! vor aldna fóstra á orðið of mörg börn, og hefur ekki rými fyrir þau sem fóru, ekki við hjarta sjer. Hvað veldur þessu óeðlilega ásandi? því eðlilegt er það ekki og ekki sam- boðið jafn góðri fóstru og við eig- um. „Þetta má ekki svo vera, bræð- ur mínir“. Friðgó. —Skúli fógeti Framh. af 572 áhrif. Þetta alt vakti menn til hugs unar og aukinna athafna, og glæddi nokkurn vorhug með þjóð- inni. — Sumt af nýjungum Skúla, svo sem dugguútgerðin var sögu- lega nauðsynlegt þróunarstig milli hinna opnu árabáta og vjela-fiski- skipa þeirra, sem efnahagur okkar byggist nú kalla hiá, einvörðungu á. • Duggur þær er Skúli keypti, voru óhentugar til fiskveiða; þóttu of stórar og^reyndust miðlungi vel. Svo er og nokkur hætta á að skip- stjórnarmennirnir, er voru útlendir menn hafi ekki verið sjerlega á- hugasamir og hásetarnir kunnað lítt til verka, eða ekki verið svo leiknir sem þurfti. Var aflinn þó sæmilegur hjá duggunum sum ár- in, en svo kom það einnig til greina að vegna samningssvika Hörmang ara þurftu duggurnar oft að vera í millilanda siglingum, og gátu því að jálfsögðu ekki stundað fiski- Framhald. - Molar - Höfuð búrhvalsins er nálægt því einn þriðji af lengd skepnunnar. Ottó mikli sameinaði þýska og ítalska ríkið árið 950. Krýndi páf- inn hann það ár ‘til keisara Róma- borgar og konungs Ítalíu. Það hefir aldrei verið hægt að komast að því nákvæmlega, hvenær Columbus er fæddur. Kafteinn James Cook fann Nýja Sjáland og sigldi í kringum eyj- arnar árið 1769. veiðar á meðan. F

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.