Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 2
 SVIP- MVND Gamal Abdel Nasser, sem ver ið hefur einvaldsherra Egypta næstum 12 ár, notaði þjóð- ernisstefnu Araba til að brjótast til valda. Honum varð svo vel ágepgt, að hann gerbreytti hinu pólitíska á- standi við austanvert Miðjarðarhaf, sem jafnan hafði verið órólegt og óútreiknanlegt. Að vísu gætir óró- ans ennþá, en jafnvægi er þar mun meira en áður var. Nasser tók mjög áhættusama á- kvörðun, þegar hann þjóðnýtti Sú- ez-skurðinn árið 1956, en honum lánaðist það. Hann gerði líka hættulegan hlut, þegar hann sam- einaði Egyptaland og Sýrland í eitt ríki, Arabíska sambandslýðveldið, undir sinni stjóm, enda fór svo, að sú sameining fór út um þúfur, en eigi að síður virðist hann ætla að eiga síðasta orðið í þróun mála í Sýrlandi. Hvað sem á hefur dun- ið, hefur hann verið hinn sjálfskip- aði frumkvöðull og vemdari ara- bísk'rar einingar, og þannig líta flestir Arabar á hann. Segja má að áhættan, sem hann lagði út í þegar hann þjóðnýtti Súez-skurð- inn, hafi orðið honum dýrkeypt, því al þjóðnýtingunni leiddi innrás Breta, Frakka og ísraela haustið 1956, en lán- ið var honum hliðhollt, þegar þessi þrjú ríki hættu í miðjum klíðum að beiðni Sameinuðu þjóðanna og sneru þannig fyrirsjáanlegum hernaðarósigri Egypta upp í mikinn pólitískan sigur. Síðan hefur Nasser rekið Súez-skurð- inn eftir eigin höfði og haldið áfram að. byggga upp herstyrk landsins með fjár- hagsaðstoð og tæknihjálp kommúnista- ríkjanna og með verulegri tæknihjálp fyrrverandi samstarfsmanna Hitlers í þýzka hernum. (Tveimur árum eftir að Súez-skurðurinn var þjóðnýttur, féllst Nasser á að greiða skaðabætur, sem námu 65 milljónum dollara, til fé- lagsins, sem hafði rétt til að reka skurðinn fram til 1968). Uvarvetna í Arabaheiminum var litið á Nasser sem hinn nýja leiðtoga, er faera mundi Aröbum aftur glataða vegsemd. Hann var talinn meðal hinna miklu leiðtoga heimsins. Nasser hafði ekki „fundið upp“ arabíska þjóðernis- stefnu, en hann varð tákn hennar og atkvæðamesti forsvarsmaður. Nasser náði eyrum Araba ekki sízt vegna þess, að hann hafði sjálfur alizt upp við bág kjör og var nákunnu^ur þeirri tilfinningu að vera minni mátt- ar og þola fyrirlitningu þeirra sem bet- ur máttu sín. Ýmsir útlendingar í Kaíró höfðu jafnvel látið í það skína, þegar Nasser var á yngri árum, að hreinrækt- aðir Egyptar væru heldur ómerkileg manngerð. Þessi reynsla hafði djúp áhrif á hann, og hann ásetti sér að veita Egyptum bæði sjálfsvirðingu og virðingiu í augum annarra. Hugsjón hans felst í sem stytztu máli í þessvm orðum hans sjálfs: „Við munum aldrei þiggja neitt frá Vesturlöndum, sem mundi skerða sjálf- stæði okkar eða virðingu. Við munum greiða högg með höggi, kinnhest með kinnhesti.“ Þessi boðskapur átti vel við Araba. Milljónir þeirra þjáðust af sams konar tilfinningum og Nasser. Þeir dáðu hann fyrir að bjóða vestrænum rikjum byrg- in Hann þurfti ekki að lofa þeim betra lífi, enda hafði stefna hans oft í för með sér verri kjör efnahagslega. Þeir fylgdu honum af því hann gerði þá jafna Vesturlandabúum. Hann var stað- ráðinn í að upprætá vestræn ítök, hvar sem þau væru fyrir hendi í Arabalönd- unum eða Afríku. Hann vildi fá ríkis- stjórnir, sem væru sama sinnis og hann, en lytu forustu Egypta. að var árið 1952, sem Nasser brauzt til valda í Egyptalandi. Hann var þá lítið þekktur undirhöfuðsmaður í hernum. Byltingin fór fram án blóðs- útheilinga, og hinn gerspillti faraó Eg- yptalands, Farúk, sem var raunar af tyrkneskum uppruna, var rekinn frá völdum. Næstu árin eftir valdatöku Nass ers voru tiltölulega rólg en svo tóku að gerast afdrifaríkir viðburðir við aust anvert Miðjarðarhaf. Árið -1958 sam- einaðist Sýrland Egyptalandi, eins og áður segir, og síðar var konungdæmið Jemen formlega tengt Arabíska sam- bandslýðveldinu. Á miðju sumri 1958 var gerð bylting að undirlagi Nass- ers í írak, sem leiddi til þess að kon- ungurinn þar, Feisal II, var myrtur á- samt helztu leiðtogum ríkisins. Um svipað leyti sendu Bandarikjamenn her lið til Líbanons til að forða stjóminni þar frá byltingu, og Bretar sendu liðs- afla til Jórdaníu til að verja Htlssein konung og stjórn hans. Hussein hélt því fram að Nasser væri Ejð reyna að steypa sér af stóli, og stjórnin í Líbanon sak- aði áróðursmenn Nassers um upptökin að byltingartilrauninni þar í landi. Um það var engum blöðum að fletta, að vopn bárust bæði til Líbanons og Jórd- aníu frá Sýrlandi, en þátt Nassers í þessum vopnasendingum var erfitt að sanna. Hann hélt því sjálfur fram, að £ báðum tilfellum væri um innanlands>- óeirðir að ræða. Meðan á þessum viðsjám stóð fór Nasser leynilega tiL Moskyu í annað sinn á tveimur mánuðum og átti við- ræður við Nikíta Krústsjov forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Þegar frá leið batnaði hins vegar sambúð Arabíska sambandslýðveldisins við Líbanon og Jórdaníu. Snemma árs 1961 skiptust Nasser og Saeb Salam, forseti Líbanons á vinsamlegum yfirlýsingum, eftir að þeir höfðu átt saman einkaviðræður I Damaskus. Skömmu síðar skiptust Nass er og Hussein á sams konar yfirlýsing- um. Hussein ávarpaði Nasser jafnvel „kæri bróðir“ og bað um nánara sam- starf, en Nasser var varkárari í orða- lagi og lét í Ijós vonir um bjartari fram tíð. Mr að var árið 1955 sem Nasser sneri sér til kommúnistarikjanna og bað um hergögn, efti-r að vestræn ríki höfðu synjað honum um þau. Kommúnistarík- in brugðu skjótt við og sendu honum geysimikið magn vopna. Árið eftir þjóð- nýtti hann Súez-skurðinn, þegar vest- ræn ríki drógu til baka tilboð sitt um að leggja fram 1.300.000.000 dollara til að gera Asúan-stífluna frægu í Níl, en þá hafði Nasser látið undir höfuð leggj ast mánuðum saman að svara tilboð- inu, meðan hann var að leita fyrir sér um fjárhagsaðstoð í Sovétríkjunum. Það voru Bandaríkin sem tóku af skar- ið um að draga tilboðið til baka, eftir að ljóst varð, að mörg „hlutlaus ríki“ voru farin að ganga á það lagið að tefla 3andaríkjamönnum og Rússum hverjum gegn öðrum. Nasser var að sjáifsögðu þakklátur Rússum fyrir fjárhagsaðstoð þeirra, sem olli því að hægt vaf að byrja á hinni miklu Asúan-stíflu, sem mun þeg- ar stundir líða auka ræktarland Egypta um 30%, eða um 2 millj. ekrur. fen hann fór samt ekki dult með andúð sína á kommúnistum í Arabaríkjunum, sem hann taldi vera einn helzta tálmann í einingarviðleitni Araba. í desember 1958 réðst hann harkalega gegn kom.m- únistum og beindi þá jafnframt örvum sínum að Sovétríkjunum. Þessi árás hans átti rætur að rekja til viðburða, sem taldir voru undan hans rifjum runnir, nefnilega byltingarinnar í írak. Nokkrum vikum eftir byltinguna hóf hinn nýi valdsmaður í írak, Abdel Kar- im Kassem, að hreinsa burt Nasser- sinna úr stjórn sinni, en virtist híns vegar gefa kommúnistum frjálsar hend- ur. Frá upphafi höfðu arabískir komm- únistar verið andvígir samruna Sýr- lands og Egyptalands, og nú hófu þeir allsherjaráróðursherferð gegn Nasser frá Bagdad. S amkvæmt þeirri gömlu kenningu sinni, að menn ættu að „greiða höggj með höggi“, reis Nasser öndverður gegn kommúnistum eins og hann hafði áð- ur snúizt gegn Vesturveldunum. Hann lenti í opinberum deilum við Krústsjov, sem kallaði hann „fljótfæran ungaa Framhald á bls. 6 Utgefandl: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Slguröur Bjarnason frá Vteur. Mattiiias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garöar Kristinsson. Ritstjórn: Aðálstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.