Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 9
F að er uppi fótur og fit um hvippinn og hvappinn vegna vænt- anlegrar_ heimsóknar Filippusar her- toga. Ég hef þetta frá heimildum sem mér dettur ekki í hug að vé- fengja, og ennfremur þær upplýs- ingar sem hér fara á eftir. Skraddar- ar eru á kafi í sjakketum, Herra- deild P & Ó er búin að panta tvö tonn af pípuhöttum og 3aðhúsið ætl- ar að baata við sig einu baðkari. Gestanefnd alþingis er þegar tekin til starfa. Hún mun ákveða hvaða íslendingar séu brúklegir í hertoga- veislur. Allar fyllibyttur verða vægð- arlaust vinsaðar úr, þó þæir eigi skít- nóg af peningum. Menn eru ekki bún- ir að gleyma því hvernig fór um ár- ið, þegar heiðursgesturinn fékk agúrku í hnakkann. • Rösklega hundrað Islendingar munu fá að umgangast Filippus, o® sumir tvisvar. Eiginkonum þeirra verður lika hleypt inn. Það er þó ekki andskotalaust, því að sumar eru ekki af eins góðum stofni og æskilegt væri. Það er vitað um eina heldrimannsfrú sem skúraði gólfin í Gasstöðinni fyrir stríð, og það er vit- að um nýríka heildsalafrú sem skol- aði mjólkurflöskur hjá Samsölunni á hundavaktinni. Filippus fengi sjokk. A uk þess eru ennþá til á ís- landi embættismenn sem eru svo heiðarlegir eða heimskir eða hvoru- tveggja að þeir eru enn í dag að basla við að lifa á laununum sínum. Árangurinn er sá (þótt hörmulegt sé til að vita) að konur þessara manna eru í rauninni alls ekki boð- legar lengur, og það er vitað um eina til dæmis sem bakar skonsur niðri í Hafnarskýli og aðra sem hnýt- ir net austur i, Hampiðju og þá þriðju sem verður nýbúin að skila tólf tímum í Dósaverksmiðjunni þegar Filippus kyssir hönd hennar. Þó verður ekki hjá því komist (þótt hörmulegt sé frá að segja) að þessar kvenpersónur fái að sitja einhverja hertogaveisluna með mönnunum sín- um, en þeim verður vitanlega potað eiiis aftarlega í salinn og mögulegt er án þess beinlínis að ýta þeim út um bakdyrnar. Ég hef hlerað að gestanefnd muni efna til Mámskeiðs fyrir væntanlega veislugesti. Satt best að segja eru sumir alls ekki hertogahæfir eins og er og eru vísir til að bora í nefið með vinstri hendí um leið og þeir heilsa öðrum fyrirmönnum með hægri.' Þessa menn þarf að hefla og pólera, þó að það verði ekkert á- hlaupaverk. Forstöðumaður nám- skeiðsins verður ugglaust úr dipló- matastétt, en snyrtiskólinn Kjút mun lána kennslutæki. Nokkrir kennar- ar hafa þegar verið ráðnir. Dyraverð ir veitingahúsanna ætla að kenna ljúf mannlega framkomu og vissir bankji- stjórar elskulegt viðmót. Einn náms- flokkanna mun nefnast „Glæsilegt yf irbragð þrátt fyrir skriðístru" og annar „fslenski þjónninn og önnur vandamál“. Þá verður tilsögn í smell- og soglausum handarbaks- kossum og ennfremur eru fyrifhug- aðar dag'legar æfingar í ensku kurt- eisishjali eins' og til dæmis: „Og hvernig hafið þér það í dag,' yðar konunglega tign, ha?“ Loks fer fram kennsla í hneigingum og ísmeygileg- um brosum og munu kunnir bitl- ingamenn annast hana. V andræðakonur allslausu emb- ættismannanna ( sem fyrr eru nefnd ar) verða að líkindum skikkaðar á sérstakt kvöldnámskeið. Það verð- ur að hafa það þó sumar komi e£- laust hundþlautar beint úr fisk- vinnslustöðvunum. Gestanefnd hef- ur látið gera yfir þær Sérstaka skrá með fyrirsögninni: Fratfrúr. Svona ómerkilegar persónur eru vísar til að gleyma sér í návist Filippusar. Nefndin eygir með hryllingi þann möguleika að einhver þeirra kalli hann jafnvel Pusa. Auk þess er aldrei loku fyrir það skotið að Filippus á- varpi einhverja af þessum persón- um í þeirri trú að hún sé góð og gild vara, því að það verður náttúrlega ekkert verið að flagga með það að það séu fratfrúr innan um toppfrúrn- ar. Filippus gæti vel tekið upp á því að spyrja sisona: „Og hvað voruð þér nú að dadúa í dág, kæra frú?“ Og hvernig halda menn að honum verði við þegar frúin svarar um hæl: „Ég var að hreinsa garnir austur í Garnastöð, yðar hátign.“ Að líkindum verður úrkastsfrún- um bannað að koma nær Filippusi en sem svarar tólf til átján fetum (enskum), og það verður þefað af þeim áður en þeim verður hleypt í salinn, til þess að ganga úr skugga um að það sé ekki karfalykt af þeim eða eitthvað svoleiðis. í lok námskeiðanna munu nem- endur ganga undir próf. Prófnefnd- in verður skipuð tómum embættis- mönnum, því að það er þeirra eðli- lega ástand. Ein prófraunin verður á þá lund að lostætum bitum verður rennt undir nef þátttakenda á færi- bandi, til þess að kanna viðbrögð þeirra. Guð hjálpi þeim karli eða konu sem þá slefar. Filippus dvelst hér þrjá daga. Hann er kærkominn gestur. Valdir leiðsögumenn munu sýna honum helstu mannvirki borgarinnar, og honum verður eflaust dröslað upp að Reykjum að skoða Hitaveituna. Það er óskaplega' spennandi sjón. í einu horni herbergisins er krani, og þegar opnað er fyrir hann, þá renn- ur úr honum vatn. Hugsið ykkur bara! F ilippus kvað vera látlaus og elskulegur maður. Hann er því mið- ur ansi langur. Það er hætt við að sumt af stórmenni okkar fái ríg í hálsinn. Filippus kemur ekki með konuna sína núna, af því hún gat ekki fengið frí. Það er satt að segja mesta hundaheppni, því að í einlægni sagt hefði gestanefndin komist í klípu að flokka hana. Kona Filipp- usar vinnur nefnilega úti (þótt hörmulegjt sé til að vita), og þó menn látist ekki vita af því af nær- gætni við Filippus, þá er það opin- bert leyndarmál (þótt hörmulegt sé frá að segja) að um skeið fékkst hún meira að segja við akstur. Það eru til myndir aí henni í vinnugalla við stýrið á vörubíl, og það var þegar hann Georg faðir hennar réði hana í herinn á stríðsárunum. Filippus tók líka þátt í stríðinu og var í flotanum. Það ætlar því miður að draga dilk á eftir sér. Hann hefur nefnilega óskað eftir því að fá að skjótast á sjóinn meðan hann dvelst hérna, og það þýðir að mót> tökunefndin getur eiginlega ekki skorast undan þvi að fára líka á sjó- inn. Nefndarmenn eru satt að segja ekkert hrifnir, og jafnvel fulltrúa sjávanitvegsmálaráðuneytisins kvað verða bumbult við tilhugsunina. Skólastjóri Stýrimannaskólans hef- ur að undanförnu verið að reyna að kenna nefndarmönnum að stíga öld- una; en þegar hann er spurður um árangur, þá slær hann út í aðra sálma. Loks er þess að geta að Skóversl- un Hvannbergsbræðra hefur boðist til að lána Dunlop-sjóstígvél til fararinn ar, og Sjóklæðagerð íslands hefur hoðist til að leggja til spánnýjan olíufatnað. Stakkur formanns móttökunefndar verður í sniðinu eins og sjakket. KkHl byrt meira en smábrot af öllum þeim billjónum smáatriða. En hitt er líka satt, að öll þessi þekking hlítir vissum jneginreglum og aðferðum, sem ekki Jiefur fjölgað eins og smáatriðunum — iiðru nær — og einmitt miða- að því að ekipuleggja hugsun einstaklingsins — Jeikmannisins þar með talið — svo að yfirlit fáist. Þetta gæti allt komizt fyrir i litlum bæklingi, sem ætti að útdeila ókeypis í upphaifi hverrar risa-ráð- stefnu. En, að þetta er ekki gert, á sér margar ástæður. Fæstir vísinda- menn hafa nokkurn skilning á þessum meginreglum, sem nefndar voxu. Og af þeim, sem það hafa, eru fæstir færir um að gera sig öðrum skiljanlega, enda er það hæfileiki, sem þarf alls ekki að vera samfara vísindalegum hæfileikum. Og loks getur það verið freistandi, að lofa vísindunum að vera huldum fimm- sex slæðum, svo að þau megi varðveita dulúð sína og baða sig í ársól almættis- ins. Og þegar svo stendur er ástæða til shyggju í sambandi við aukin áhrif vísindanna á ríkin. „Það er í vaxandi mæli "Viðurkennt hjá ríkisstjórnum, að vísindamenn geti hafa gildar og nyt- samar hugmyndir, sem ná út fyrir svið vísindanna“, segir áður nefndur Haworth, og hann heldur áfram: „Það er trúa mín, að hinn einstaki vísinda- maður geti haft mest áhrif til varð- veizlu lýðræðislegs þjóðfélags, ef hann í opinberu starfi sínu getur hagnýtt grun,dvallarreglurnar, sem stjórna hon- um í vísindarannsóknum hans, sem sé vandlegar rannsóknir og heiðarleik í hugsun“. Þetta síðasta er náttúrlega gott, en vísindamenn eru samt ekki einu mennirnir, sem eru hugsandi og heiðarlegir í hugsun. Ég er jafnvel ekki viss um, að kornsmellur og rottulifur séu heppilegustu tækin til að þroska þá eiginleika, sem þarf til að rannsaka eðli lýðræðisins. Og loks er ég heldur Framhald á bls. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS g 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.