Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 4
Hér verður sagt lítið eitt frá _____ eínum þjóni íslenzku kirkj unnar, sem uppi var fyrir rúmum 2 öldum, þegar nið- urlæging hennar var hve mest eftir uélega stjórn, hart árferði og kúgun. Þessi guðsmaður var síra Árni Davíðsson, sem prestur var á Hofi á Skagaströnd 1739-47. Síra Árni var svo illa að sér og „þunn-. ar“ í sínum fræðum, að í annálum er skráð, og þá einnig í sögum kirkj- annar. Síra Árni var kominn af merkuni bændum í Húnaþingi, og var fa'ðir hana jvo vel efnum búinn, að hann gat kost að hann í skóla. Ekki er þess neinstaðai sérstaklega getið, að Árna hafi gengið skólalaardómurinn mjög treglega, ea vera kann, að þar hafi, sem oftar, ráðið nokkru efni ríks föður, til þess að koma prófstimpli á soninn. Ámi útskrifaðist . úr Hólaskóla, og skömmu síðar vígði herra Steinn biskup hann 1731 kapelán tiJ síra Einars Sigurðssonar á Hofi. Þai var hann aðstoðarprestur næstu 8 árin og fékk svo brauðið þegar síra Einai dó 1739. Þegar síra Árni hafði í fjögur ár gæti hjarðar sinnar á Hofi og miðlað sínum elskulegiu sóknarbörnum hinu bezta ai þeirri andlegu fæðu, sem hann átti til, kom til hans giestur í heimsókn. Það . var hinn danski kirkjuhöfðingi Harboe biskup, sem sendur var til þéss að líta eftir þjónum kirkjunnar á íslandi. Hann átti að kynna sér hvernig þeir ræktu skyldur sinar, hversu lærðir þeir væru, Óskar C/ausen: Prestasögur 13 Fáfróðasti prestur á Isiandi? og hversu uppfræðslu ungdó.m?ins væri farið í sóknum þeirra. T il þess nú að geta myndað sér skoðun um þessa hluti, lét herra bisk- upinn guðsmennina syngja messu og prédika í sinni áheyrn, og spyrja ung- menni á kirkjugólfi. Það var 19. júlí . 1743, sem Harboe biskup kom að Hofi til þess að visitera, og komsþ hann þá brátt að þeirri niðurstöðu, að Árni prest ur væri svo fáfróður og illa að sér, að r.ærri lá, að honum væri vikið úr em- bætti. Biskup segir um síra Árna í skýrslu sinni „að hann sé mjög ólærð- ur og vankunnandi. — Ræður hans séu svæfandi og án áhrifa. Barnafræðsla hans sé einfaldleg og maðurinn að öllu ófær.“ — Þetta er ófögur lýsing á and- legu ásigkomulagi síra Árna á Hofi, en eflaust rétt, þar sem Harboe var talinn sanngjarn og jafnvel mildur í dómum sinum um guðsþjóna. En það kom einn- ig í ljós, þegar búið var að fara rann- sóknarhöndum um alla presta Húna- þingis, að þeir höfðu forsómað barna- fræðsluna. Til þess nú að gjöra tilraun að því, að bæta úr um þetta öm.urlega menn- ingarástand guðsmanna Húnvetninga tók herra Harboe biskup það ráð að skrifa prófastinum, síra Þorsteini Fét- urssyni á Staðarbakka, og leggja fyrir hann að gæta presta sinna betur og á- minna þá stranglega um að gæta skyldu smnar. Fyrirskipaði hann prófasti að láta þá alla mæta á tilteknum stað og tíma, og gijöra þar grein fyrir umbót sinni í embættisverkum, ef þeir vildu komast hjá harðari ákúrum. E n víðvíkjandi síra Árna ’ á Hofl gjörði herra biskupinn sérstakar ráð- stafanir. Hann fyrirskipaði honum „að taka sér fram“, eða læra betur og bæta um rekstur embættisins, og koma síð- an heim að Hólum til yfirheyrslu, en þessu skeytti guðsmaðurinn á Hofi engu. — Þá fyrirskipaði herra biskupinn síra Þorsteini á Staðarbakka að yfirheyra síra Árna úr Pontoppidans-spurningum, en það var hinn frægi „Ponti“—spurn- ingakverið, sem þýtt var úr dönsku, og var þá almennt notað við kristindóms- fræðslu barna og unglinga hér á landi, einkum þó „tossa“, á þeim árum. —■ Þetta gerði síra Þorsteinn prófastur. — Flann stefndi þá Árna presti suður að Staðarbakka og spurði hann þar útúr „Ponta“ í viðurvist tveggja embæittis- bræðra hans. Þetta próf gaf þann loflega arangur, að þessir þrír guðsmenn felldu þann dóm, að Árni Hofsklerkur hefði staðið sig „nokkurnveginn“ í „Ponta"—■ kverinu, sem honum var ætlað til kennslu sóknarbörnum sínum í kristnum fræðum, og sakir þessa prófs fékk hann að halda embætti sínu, en þetta var að þakka góðmennsku og mildi bisk- ups Harboe. Síra Árni var síðan prestur á Hofi til dauðadags en hann sofnaði til feðra sinna á árinu 1747. — Hann var giftur madömu Þuríði Sveinsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, sem giftist bónda- manni, en þeirra einkadóttur, sem Ólöf hét, tókst ekki að fjölga mannkyninu með manni sínum. Þessi fáfróði ®uðs- þjónn á því enga afkomendur nú. — Fjölmiðlunarfækin Framhald af bls. 1 ið áfram eins og ekkert hefði í skorizt (Sd. Post 3/2 1963). Þróunin í afbrotamálum barna í Bandaríkjunum stefnir að því, að ein milljón barna muni árlega verða að koma fyrir .rétt sökum unninna gilæpa- verka, þ.á.m. fyrir mörg morð, frá og með árinu 1965 að telja (S.Þ.-skýrsla í frétt VL. 28/7 1960). Opinber málgögn, svo sem dagblöð, halda erlendis uppi alhliða gagnrýni á kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. í litlu þjóðfélagi eins og voru er þetta mjög erfitt. Meðmæli koma í stað gagn- rýni. Skilja mátti, samkvæmt erindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, föstudag- inn 8. marz 1963, að ekki sé heimild í landslögum til að banna neina kvik- mynd skilyrðislaust hérlendis. Ástand- ið minnir á frumstæða nýlendu, sem ekki hefur unnizt tími til að setja sér mannsæmandi lög á þessu sviði. Al- menningur tekur við öllu, sem að hon- um er rétt. Leiðbeinandi gagnrýni er sáralítil. Með öðrum þjóðum eru á verði rit- stjórar, kennarar, lögreglumenn, rithöf- undar og sjónvarpsmenn, sem vara stöðugt við og vinna gegn misnotkun fjölmiðlunartækja. Þeir eru ekki myrk- ir í máli, ef kvikmyndaeftirlitið gerist of slappt í eftirlitsstarfi sínu. Y mislegt fer aflaga í þjóðarupp- e1dismálum með öðrum þjóðum. Með vaxandi rannsóknum berast böndin jafnt og þétt að áhrifum fjölmiðlunar- tækjanna, einkum kvikmynda og sjón- varps. Ýmsir uppeldisfræðingar og sál- fræðingar draga ekki í efa að tauga- veikiun og vaxandi afbrotahneigð barna, einkum hinna viðkvæmari, eigi rætur að rekja til þessara tækja, sem eru miklu stórvirkari uppeldisstofnanir en almenningur og allur þorri skólamanna hefur gert sér ljóst. Vér geturn ekkert bannað í sjónvarpi og ekki heldur á kvikmyndatjaldi, nema fyrir tiltekna aldursflokka, og jafnvel þar er hægt að komast fram hjá lögun- um í skjóli foreldraréttar. Það er hér notað sem meðmæli með mynd ef bún hefur einhvers staðar verið bönnuð (Sbr. Austurbæjarbíó 12/3 1963). Sið- laus kvikmynd og hrottaleg nefnist djörf á voru máli eins og nú er komið. V ér skólamenn verðum að gera css ljós eftirfarandi atriði: i, Sívaxandi áhrif kvikmynda og sjón varps draga mjög úr þeim uppeldisá- hrifum, er vér sem skólamenn getum haft i skólum og þjóðfélagi. Sjónvarps- timi er þegar orðinn lengri hér í borg en skólatíminn. Tíma til að horfa á sjónvarp verður að taka frá vinnu, leik, hvíldartíma eða félagjsstarfstíma. Þetta á að breyttu breytanda einnig við um kvikmyndir. 2. Algjör nýskipan laga_ um kvik- mynda- og sjónvarpseftirlit er orðin knýjandi nauðsyn hérlendis. Tillögur til nýsköpunar laga má byggja á ýmsum bugmyndum í ágætu erindi Högna Eg- ilssonar, blaðamanns, sem prentað var í Alþýðublaðinu þann 27. febrúar 1963, og á ýmsum reynsluatriðum, er frú Að- albjörg greindi frá í sínu erindi, en auk þess má ekki undan dragast að kynna sér nýjasta vísindaárangur, sem þegar er fundinn í sálfræði, uppeldifræði og erlendum sósíalvísindum og afbrota- íræðum. 3. Kvikmyndaeftirlit þarf að vera ó- háð, ópólitískt, málefnalegt, ríkislaun- að, og lagagrundvöllur þess ótvíræður. í því þurfa að vera menn úr þeim stétt- um, er ábyrgð bera í uppeldismálum, barnavernd, geðlækningum, foreldra- samtökum, þjóðkirkju; sálfræðingar og uppeldisfræðingar. 4. Allir þeir, sém að þjÓðaruppeldis- málum vinna, þurfa að gera sér ljósa þá miklu innþrengingu erlendrar menn ingar, sem á sér stað. Þessi innþreng- ing nær inn í yzta hring gegnum hið prentaða mál, sem lesið er af þeim hópum, er lesa framandi mál sér að gagni, og þau aðlagast eðlilega þeirri menningu, sem fyrir er. Gegnum kvikmyndir berast áhrif til manna í næsta hring, þeirra, sem kvik- myndahúsin sækja, og þau eru allsterk. Með sjónvarpi berast áhrifin inn á heimilin, inn til barnsins í vöggunni eða körfunni. Nú eru framleidd tæki, sem hægt er að hengja á vöggu barns- ins, til þess að það geti tekið við áhrif unum áður en það lærir að tala eða ganga. (Framsöguerindi flutt á fundi áhugamanna um þjóðaruppeldis- mál, þann 15. marz 1963 í I kennslustofu Háskólans.) Helztu heimildir: Soziologie, útg. próf. René Kön- ig, Frankfurt am Main 1960. (8 höf' undar hafa ritað verkið). Readings in Social Psychology, New York 1952, 680 bls. Útg. Guy E. Swanson, Theodore M. Nqw- comb og Evgene L. Hartley (35 höfundar standa að verkinu auk útgáfunefndar). A Handbook of Sociology, útg. Ogburn og Nimkoff, London 1950 (Routledge og Kegan Paul). „VSrt land“ (norskt dagblað), Sunday Post o.fl. brezk blöð. 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.