Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 5
Sjdnvarp og sjálfsviröing Mikið hefur verið hamazt í blöðum og á mann- fundum síðan áskorun 60 al- þingiskjósenda út af Kefla- víkursjónvarpinu var birt. Dag- blöðin hafa öll birt leiðara um mál- ið, sum jafnvel í tvígang. Slúður- dálkar tveggja dagblaða hafa morað í nafnlausum bréfum, þar sem alls kyns dylgjum hefur verið hampað. Hafa sumir þessara nafnleysingja jafnvel ekki skirrzt við að reyna að koma kommúnistastimpli á undir- skrifendur — og verður naumast lægra lagzt í subbuskap og rökþrot- um. Sannleikurinn er sá, að þetta mál verður með engum ráðum gert að flokkspólitísku þrætuepli — og þeim mun furðulegra má það heita, að stjórnarblöðin þrjú skuli hafa tek ið eindregna afstöðu með Keflavík- ursjónvarpinu og þannig túlkað af- stöðu gagnstæða þeirri sem stjórnar- flokkamir tóku, þegar heimild til reksturs sjónvarps á Keflavíkurflug velli var fyrst veitt. Hvergi hef ég séð eitt orð til skýringar á því, hvers vegna hið upphaflega og skýlausa skilyrði um takmörkun bandaríska sjónvarpsins við herstöðina eina er nú úr gildi fallið. Engu er líkara en menn séu ragtir við að ræða þetta mál opinskátt og undan- bragðalaust. Það kom t.d. fram á um- ræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur, þar sem umræðuefnið mátti ekki heita „Sjónvarp á íslandi“ eða bara „Sjón- varpsmál“, heldur einungis „íslenzkt sjónvarp“, trúlega vegna' þess að ís- ltnzki „sjónvarpsstjórinn“ treystist ekki til að verja eða ræða af viti rekstur og útbreiðslu Keflavíkursjónvaipsins. Sama var uppi á teningnum í sambandi við stofnun svonefnds „Félags sjón- varpsáhugamanna“ (nafnið er einkar forvitnilegt), en í lögum þess og yfir- lýsingum er tekið á því máli, sem raun- verulega er til umræðu, með þvílikum vettlingatökum, að það eitt vekur sér- staka athygli á félagsskapnum. Eftir all- án gauraganginn urðu stofnendur félags ins ekki fleiri en 300 talsins, og eru þó a.m.k. 3000 sjönvarpstæki í notkun hér í höfuðstaðnum. Markmið þessa fé- lagsskapar eru satt að segja harla tor- ræð, enda á hann vísast eftir að sofna svefninum langa, hafandi sent frá sér gagnáskorun til Alþingis. M ér þykir hafa orðið hörmulega 'látt um varnir fyrir Keflavíkursjón- varpinu af hálfu þeirra manna, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu. Helztu rökin eru þau, að í sjónvarpi varnar- liðsins séu margir góðir og fræðandi þættir, og að það veiti veigamikla hjálp við að halda æskulýðnum frá sjoppun- um alræmdu. Manni skilst á þessum verjendum, að í rauninni sé svo kom- ið, að íslendingar séu hvorki einfærir um að uppfræða né ala upp æskulýð landsins. Þar verði Bandaríkjamenn að blaupa undir bagga, annars fari allt yf- ir um. Sjónvarp varnarliðsins á með öðrum orðum að vera sá töfrasproti, er leysi bæði skóla og foreldra undan allri ábyrgð á uppfræðslu og uppeldi ungu kynslóðarinnar. „Hvað er þá orðið okk- ar starf í sex hundruð sumur?" Er þá allm- hinn mangrómaði þjóðlegi metn- aður íslendinga rokinn út í veður og vind? Var hann kannski aldrei annað eða meira en handhægt efni í hátíða- ræður á tyllidögum? Sú spurning er vissulega orðin leiðinlega algeng meðál útlendinga, sem hingað koma, hvort ís- lendingar skammist sín yfirleitt ekki fyrir neitt, og er ég ekki einn til frá- sagnar um það. Einn útlendur gestur orðaði það svo við mig fyrir ekki alls löngu: „Mér finnst þetta þjóðfélag ykk- ar vera óperetta, sem engin leið sé að taka alvarlega.“ Er ekki kominn tími til að spyrna við íæti og íhuga í alvoru, hvort það hafi kannski verið mistök að stofna hér sjálf stætt lýðveldi fyrir 20 árum? b k. ví hefur verið haldið fram grín- laust, að það sé skerðing á persónu- frelsi fslendinga að takmarka sjónvarp varnarliðsins við herstöðina. Eru það einkum gula pressan, Hannes á horn- inu og sýslumaðurinn í Borgarnesi sem veifa þessari frumlegu röksemd. Nú má vísast lengi um það deila, hvar setja beri persónulegu frelsi manna takmörk. Það er vitaskuld skerðing á persónu- frelsi að skylda menn til að greiða op- inber gjöld, bera íslenzk ve; pbréf, ganga í skóla ákveðinn árafjölda, að ég nú ekki tali um það þegar lögreglan er að meina mönnum að svipta sig lífi. En þannig er nú einu sinni siðum í menningarþjóðfélagi háttað. Sé hægt að kalla áskorunina til Alþingis tilraun til skerðingar á persónufrelsi íslendinga, þá væri það helzt í þeim skilningS, að hún fæli í sér viðleitni til að koma í veg fyrir menningarlegt sjálfsmorð ís- lendinga. Nú segja eflaust ýmsir, að slíkt athæfi ætti að vera þjóðinni full- komlega frjálst, en aðrir telja það ó- hæfu, og m.a. af þeim sökum er áskor- unin fram komin. Þeir sem halda því fram að íslenzk menning sé svo traust, að henni stafi engin hætta af einokun milljónaþjóðar á sjónvarpsrekstri í landinu, hafa að ég held harla litla reynslu af sjónvarpi og áhrifamætti þess. Vegna ítrekaðra fyrirspurna skal ég taka fram, að ég fylgdist með sjónvarpi í Bandaríkjunum rúmlegia þrjú ár og hef kynnt mér dag- skrá Keflavíkursjónvarpsins eftir föng- um á liðnu ári, svo ég þykist mega leggja orð í belg um þetta mál. Kefla- víkursjónvarpið er á ýmsan hátt fremra bandarísku sjónvarpi heima fyrir, dag- skráin samfeUdari og þættir betri, þeg- ar á heildina er litið, en engum heil- skyggnum manni kemur til hugar, að það sé á því menningarstigi sem æski- legt væri. Bandarískar sjónvarpsstöðv- ar eru yfirleitt kunnari fyrir annað en listræna eða menningarlega viðleitni. En ég skal ekki fana nánar út í þá sálma hér, því mörgum fslendingum er þannig farið, að þeir hafa kynlegan óbifur á öllu sem að menningu lýtur, mega helzt ekki heyra það orð nefnt, og einn hinna hugumstóru nafnleys- ingja í dagblöðunum var á því, að ís- lenzka menningu mætti svo sem leggpa fyrir róða, ef við bara fengjum nóg af amerisku sjónvarpi. E n spurningin er ekki, hvort sjón varp varnarliðsins sé gott, bærilegt eða slæmt, heldur hvort þessi afarfámenna þjóð og menningarlíf hennar þoli sam- keppni við voldugasta áróðurs- og skemmtitæki auðugustu þjóðar í heimi. Vægt reiknað horfa nú 10.000 íslend- ingar á bandaríska sjónvai'pið í hverju kvöldi. Á næstu fimm árum á þessi tala vafalítið eftir að margfaldast. Hvað leiðir af því? M.a. það að bóklestur og blaða á eftir að dragast verulega sam- an, og er kannski ekkert við því að segja. Hitt er ískyggilegra frá þjóðhags- legu sjónarmiði, að kvikmyndahúsin munu hætta að bera sig, flest eða öll. Farið hefur fé betra, segja menn kannsld, og víst er tun það, að kvik- myndaval þessara stofnana hefur sízt verið þeim til sæmdar og mætti vera rciklu vandaðra. En þar eru að nokkru leyti að verki öfl, sem torvelt er að rSða við, en að hinu leytmu grunar mig, að um sé að ræða linkind forstjóranna og réttra yfirvalda hér. Þó eftirlit með kvikmyndum kunni að vera slælegt, verður því þó ekki móti mælt, að við höfum í okkar höndum úrslitavald um. það, hvaða kvikmyndir koma fyrir augu almennings. Um Keflavíkursjónvarpið gegnir allt öðru máli. Þar fær enginn íslenzkur aðili ráðið neinu um það, hvaða efni er daglega flutt inn á þús- undir íslenzkra heimila, og dreg ég mjög í efa að nokkur nýlenda sé jafn- báglega á vegi stödd að þessu leyti og við íslendingar. Sá þjóðernislegi vesal- dómur sem hér er um að ræða er svo ískyggilegur, að maður hugsar til þess með kvíða, að hinn hefðbundni hátíða- boðskapur þjóðarleiðtoganna á 20 ára afmæli lýðveldisins nái ekki lengur hlustum landsmanna. En það var fjárhagshliðin á væntan- legum taprekstri kvikmyndahúsanna, sem ég ætlaði að drepa á. Með honum hverfur mjög álitlegur hluti af skemmt- anaskatti, sem bæði rennur til Þjóðleik- hússins, Sinfóníuhljómsveitarinnar og félagsheimila úti á landi. Má búast við að þessar stofnanir verði að draga sam- an seglin, nema til komi opinberir styrk ir, sem afla yrði með auknum skatta- • álögum. Auk þess standa fjögur kvik- myndahús að talsverðu leyti undir rekstri mannúðar- og menningarstoifn- ana: Háskólabíó og Tónabíó (Háskól- inn og Tónlistarskólinn), Laugarásbíó og Bæjarbíó í Hafnarfirði (Dvalarheimili aldraðra sjómanna og Elliheimilið í Hafnarfirði). Hér er því höggvið á fleiri rætur en virðast mætti við fyrstu sýn. I^agnar Jónsson í Smára varpaðl nýlega fram athyglisverðii spurningu, sem mér finnst ástæða, til að ítreka: Hvað mundu íslenzkir fjármálamenn segja, ef Bandaríkjamenn tækju upp á því af umþyggju fyrir vexti efnahags- lífsins í landinu að stofnsetja á Kefla- víkurflugvelli banka, sem stæði öllum landsmönnum opinn og tæki miklu lægri vexti en íslenzkir bankar eða lánaði jafnvel fé vaxtalaust? Þessi möguleiki er óneitanlega hugsanlegur og mundi ugglaust ýta mjög undir framtak og útþenslu efnahagslífsins. Mér býður í grun, að bankastjórarnir okkar yrðu þungir á brúnina, en vitanlega kæmu svo fram harðskeyttir riddarar frelsis- ins og færu um það mörgum fjálgum orðum, hvílík ósvinna og skerðing á persónufrelsi fslendinga það væri, ef þeim væri meinað að eiga vaxtalaus viðskipti við þennan bandaríska banka. ó ég sé mjög vantrúaður á, að við fáum sæmilegt íslenzkt sjónvarp á næstu árum, fer því fjarri að ég sé andvígur sjónvarpi sem menningartæki. Þar veltur að sjálfsögðu allt á því, hverjir hafa forustuna á hendi. Ef dæma má af Ríkisútvarpinu, eins og sjálfsagt er að gera, er framtíð ís- lenzka sjónvarpsins ekki beinlínis glæsi- leg. Auk þess mætti spyrja hvort land, sem tæplega á akfæran vegarspotta (á alþjóðleg/an mælikvarða) utan höfuð- staðarins, ætti ekki fyrr að hivra að hversdagslegum samgöngubótum en það fleygir stórfé í lélegar eftirhermur á tælminýjunj'um milljónaþjóða. Mér er persónulega kunnugt um, að ýmsir af frumkvöðlum „Félags sjón- varpsáhugamanna" eru ekki meir en svo trúaðir á íslenzkt sjónvarp, en vilja hins vegar fyrir hvern mun auka útbreiðslu bandaríska sjónvarpsins hér, þó ekki þætti viðurkvæmilegt að hafa það í há mæli á stofnfundinum. En nafnleysingj- Eftir Sigurb A. Magnússon ©PIB Allar meina bót! 12. tölublað 1364 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.