Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SiXPENSARI jr A erlendum bókamarkaði Bókmenntir Tamburlaine the Great. Christo- pher Marlowe. Edited by Tatiana A. Wolff. Methuen & Co. 10/6 1964. Tamburlaine the Great var fyrsta verk Marlowes, sem leikið var í London við mikla aðsókn og ágætar undirtektir/ Leikritið gleymist svo til á seytjándu öldinni, og það er ekkí sýnt aft- ur íyrr en 1951. f þessu leikriti er að finna margt hið bezta úr skáldskap Marlowes. Aðalpersón- an er hinn tryllti Timur, grimm- ur og svakalegur ríkir hann yfir landflæmum Asíu, í ofurmann- legri stærð. Útgáfan er vönduð, inngangur- inn fjallar um Timur og heim- ildir skáldsins um hann, lýst er ensku leikhúsunum um daga Marlowes og sögð saga leikritsins. . Ágætur bókalisti fylgir útgáf- unni. Twelve Poems Considered. L. E. W. Smith. Methuen & Co. 12/6. 1964. Höfundurinn tekur tólf fræg ensk kvæði og skýrir þau ná- kvæmlega. Höfundar kvæðanna eru meðal annarra: Shakespeare, Donne, Marvell, Shelley og Keats. Skýringar höfundar eru mjög ítarlegar, hann kannar dýpt kvæðanna og ,breidd, hug- takatengsl höfundar við atburði samtíðarinnar, orðamerkingu, hrynjanda og rím. Aðall allra þessara kvæða er sá, að kvæðið lifir sínu lífi, er sjálfstæð sköpun höfundarins, kvæðið er. Þess- vegna er alltaí hægt að túlka kvæði á mismunandi vegu. Það fer eftir túlkara hvað hann finn- ur í kvæðinu. Hver tími hefur einn smekk. Því er mat lista- verka alltaf tímabundið. Hver tími sér það í mismunandi Ijósi. Autiimn Journal. Louis Mac Neice. Faber and Faber Ltd. 15s. 1964. Þetta kvæði er ort á tímabilinu ágúst— desember 1938. Kvæðið speglar tilfinningar og hugrenn- ingar höfundar á vályndum tim- um Spánarstyrjaldarinnar og Múnchenarsamninganna, fléttað hversdagslegum atburðum dag- legs lífs. Þetta kvæði er af mörgum talið einn sannasti vitnisburður um andrúmsloft áranna rétt fyrir stríðið. Höf- undurinn er vel þekktur hér á landi, þar eð hann var hér á ferðalagi ásamt Auden sumarið 1936, og gáfu þeir út bók um ferðir sinar „Letters from Ice- land“ sem er góð bók, og ólík þeim uppveðruðu ferðarullum, sem sumir útlendingar senda frá sér um þessa eyju, og mannlíf úti hér. Saga, minningar A History of France. André Maurois. Methuen. University Paperbacks. 18s. 1964. Bókin er þýdd úr frönsku af H. L. Binsse og G. Hopkins. Hún var fyrst gefin út í Englandi 1949, og hefur oft verið endur- prentuð. Höfundurinn er einn þekktasti ævisagnahöfundur nú- tímans, og hefur oft valið sér ensk viðfangsefni, sérstaklega urðu bækur hans um Byron og Shelley frægar. Hann skrifar um fræðileg efni í skáldsögustíl, og bækur hans eru mjög vinsælar og skemmtilegar aflestrar. Saga Frakklands er hér uppdregin af tækni og list skáldsins, minna hirt um fræðilegar vangaveltur og nákvæmni. Þessvegna er bókin skemmtilegasta Frakk- landssagan, sem nú er á mark- aðnum . The Bernard Berenson Trea- sury. Selected and . edited by Harold Acton. Preface by Nicky Mariano. Mcthuen & Co. 36s. 1964. Bernard Berenson andaðist 94 ára gamall árið 1959. Hann var einn fremsti listfræðingur þess- arar aldar, og fáir menn hafa lifað jafnfullu og ánægjulegu lífi og hann, aðalstarf hans var jafn- framt aðaláhugamál hans. Þetta úrval, sem birtist í þessari bók, er að helmingi áður óbirt og dregu'r upp ágæta mynd af ein- um siðmenntaðasta anda tutt- ugustu aldarinnar. Hér eru birt bréf, sem hann skfifaði vinum sínum, um allt það sem vakti áhuga hans, allt frá námsárun- um í Harvard skömmu fyrir 1880( þar til 1958. Dagbókarbrot frá síðari árum og stríðsárunum, þegar hann einangraðist frá um- heiminum, hugrenningar um list- ina og lífið og sjálfan hann. Úr- drættir úr ritum hans, ritum sem gjörbyltu mati manna á list endurreisnartímans: Norður- ítalskir málarar endurreisnar- tímans; Málarar frá Flórenz á endurreisnartímanum; Feneyskir málarar endurreisnartímans og Mið-ítalskir meistarar á endur- reisnártímanum. Útgefandi bók- arinnar hefur notað hándrit og aðrar heimildir, sem geymdar eru í hinu fræga húsi Berensons I Tatti.l) og hefur við samantekt bókarinnar notið aðstoðar Nicky Mariano, sem var vinur og að- stoðarmaður Berensons í fjölda- mörg ár. Harold Acton, nágranni Berensons og vinur, ritar inn- ganginn. Bókin er vöriduð að öllum frágangi. 1) Skammt frá Flórenz, Wi ^ 1 Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR E r ekki sálin eins konar vél? Verður oss ekki „fjarstýrt" af örfáum einokunarmönnum eftir nokkur ár? f fullri alvöru hefir sú kenning verið flutt um sálir dýranna (Cartesíus) og síðar um sálir manna, að þær væru vélgengar (mechanismus, þ.e. vélgengihyggja). Afturkast gegn þessum kenningum kom í rómantísku stefnunni og lífshyggjunni (vitalismús). En spurn- ingin knýr á með enn meiri þunga en áður, eftir tilkomu véla, sem tala, syngja, reikna og hugsa. Aðrar vélar eru fastir milli- Iiðir milli manna; prentsmiðjur, sími, útvarp, sjónvarp, svo dæmi séu nefnd. Aðrar vélar einangra mann frá manni. Þegar menn aka einn og einn að heiman og á vinnustað, eru þeir ná- lega vátryggðir gegn því að þurfa að tala við nokkurn mann á leiðinni. Kveðjum má svara með bendingum; ekki þarf að eyða orku í vingjarnleg orð eða heilsa mönnum með handar- bandi. Sjónvarp hefir komið því til leiðar að menn innan sjálfr- ar fjölskyldunnar hætta að talast við, nema til að þagga niður í öðrum — eða reka þá út. Lifandi menn eiga ekki að ónáða mann, sem hlustar á talandi vél. L endum vér undir fargi vélanna, líkt og pöddur undir herfi eða rottur undir bíl? Eru menn ekki alltaf að biðja um að •ríki vélanna komi til vor? Vissulega virðist vélagræðgin vera óseðjandi eins og sakir standa. Og sú tíð er liðin er verkamenn þrifu sleggjur og mölvuðu vélar eða lögðust á vegi og járn- brautarteina. Fjöldinn allur hefir gefizt upp og auðmýkt sig fyrir vélunum. Flatir liggja menn undir vélum eða krjúpa fyrir þeim meðan kirkjuklukkurnar kalla menn til að tilbiðja Guð. Þó gengur dæmið ekki þar með upp. Kvikmyndir gengu hvorki af kirkjum né leikhúsum dauðum. Að vísu er dagblaða- dauðinn (Avisdöden) allmikill í Evrópu á síðari árum og hundruð kvikmyndahúsa gefast nú upp fyrir sjónvarpi. Eftir verða samt stofnar, sem ekki gefast upp, menn sem ekki beygja kné fyrir vélunum — og aðrir, sem fá á þeim megnan viðbjóð, af því að þeir geta ekki gleymt lifandi náungum sínum. En hve lengi stendur það? ■Mannskepnan hefir gert uppreisn gegn skapara sínum og neitað tilveru hans. Nú gerir vélskepnan uppreisn gegn mannin- um og vill afneita sál hans, leggja hana undir sig og stjórna henni. Það eru einkum hinar talandi, syngjandi og hugsandi vélar, sem eru til þess fallnar að murka lífið úr sálinni, upp- leysa hana, líkt og glæpamaður uppleysir lík í sterkri sýru. Eitt augljósasta dæmið úr lesbókum sósíalvísindanna fjallar um afleiðingar „innrásarinnar frá Mars“ (sjá R.S.P., bls. 198—207, á’r 1952). Margir lögðu á flótta undan innrásarmönnum, aðrir kvöddu vini sína hinztu kveðju — enn aðrir fundu upp á ýmsu furðulegu í þeirri sannfæringu að þessi innrás Marsbúanna væri raunveruleiki. Af sex milljónum, sem heyrðu, ruglaðist ein milljón meira eða minna alvarlega út af því að hlusta á þennan „útvarpsþátt". Eflaust hefði mátt gera betur og rugla fleiri. K J* ótt þess háttar endemi séu sjaldgæf — og verði, meðan heilbrigt hugsandi menn hafa æðstu umráð yfir hinum talandi og hugsandi vélum, þá á sér stað hægfara og jöfn skemmda- starfsemi á sálarlífi manna og siðum fyrir áhrif þessara sömu véla. Það dregur nokkuð úr tjóninu að með siðuðum þjóðum halda vísindamenn, trúarleiðtogar, rithöfundar og sumir blaða- menn uppi viðvörunum og gagnrýni, til þess að man'nssálin verði ekki með öllu umsköpuð í mynd vélarinnar. Þekktu sjálf- an þig, segir Sókrates. Þekktu rótina, segir Kung-fú-tze. Prófið yður sjálfa, segir Heilög ritning. JLætur þú einhverja vél, t.d. prentvél eða útvarp, úkveða hvernig þú notar frítíma þinn? Eða’ tekúr þú sjálfur ákvörðun? Hlýðir þú þessum vélum — ákveða þær hvaðan þú kemur og hvert þú ferð? Getur þú hvílt sál og líkama — eða hafa vélarnar gert þig að æðikolli? Getur þú látið útvarpið þegja ef kunningi kemur, og gefið þig að hon- um? Eða er það orðið ómögulegt? Þetta væri fróðlegt að rann- saka — það kostar ekki neitt. Og það skiptir máli fyrir lífs- hamingjuna hvort þú ert húsbóndi yfir þínum vélum — eða aðeins vél véla þinna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.