Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 8
Erling Norlev: Frá ráðstefnunni í Oakland . . . allir eru þungt hugsandi og bíta á jaxlinn. verið að halda ráðstefnu, sem „mun valda straumhvörfum“. Sumar þeirra eru meira að segja söguleg- ar, enda þótt enginn muni eftir þeim næsta dag, nema konurnar, sem sópa fundarsalinn. Nýjasta nýtt á þessu sviði er nokkurra daga ráðstefna, sem haldin var í Oakland: „Ráðstefna Kaliforníuháskóla um geim, vísindi og stórborgalíf“. — Hrifnir blaðamenn skírðu Oakland af þessu tiléfni: „Canaveralhöfða beimstæknifræðinnar“ og til orða kom að breyta borginni í „heims- borgar-rannsóknastofu", þar sem iðka skyldi „sociometri11, „ökometri“ og þéssháttar. Mörg hundruð vísindamenn og tækni- íræðmgar streymdu að úr öllum áttum og tóku til við það, sem í augum áhorf- andans líktist grunsamlega auðmjúku knéfalli fyrir sjálfum sér og hinu mikla skurðgoði sínu, vísindunum. Svo virðist sem aðalumræðuefnið hafi verið þetta: hvernig má geira geim- tæknifræðina að venjulegri hversdags tæknifræði, sem svo getur komið fólki að gagni — einkum borgarbúum, sem nú á dögum eru hinn sigrandi meiri- liluti. í verksmiðjum og rannsókna- stofum hafa hrúgazt upp svo margir vinningar á tæknisviðinu, að þrátt fyrir aliar þær aðferðir, sem mönnum standa nú til boða, er algjörlega óhugsandi að gera. meira en lítið brot af þessu að- gengilegt almenningi, enda þótt hægt væri að stækka þetta brot með nægi- legum ráðstöfunum í þá átt. Og öll þessi tækni er auk þess slíkt fjall þekkingar, að fræðimennirnir á þessum stað hafa ekki hugmynd um hvað starfsbræður þeirra á hinum staðnum eru búnir að uppgötva, eða hafa með höndum, að nú ekki sé nefnt,- að almenningur hefuir ekki nema í hæsta lagi ofurlitla nasa- sjón af því, sem um er að vera. Þar af leiðandi erum „við“ í samgönguvandræð um, og ef dæma má eftir öllu staminu, þegar um þetta er talað, eru þau vand- ræði kviðvænleg og ískyggileg. Frá upphafi til enda sneirist þessi ráðstefna um hina miklu, skinandi sól sína — science — vísindin. Orðið er notað eins og. einskonar grimmilegur svardagi, einhver lokaröksemd, sem dregur á eftir sér djúpt og fjálglegt þagnarhlé. Formaður hinar kalíforn- isku stjórnarnefndar ráðstefnunnar um vísindi og stjarnsiglingair (svo), bauð sóldýrkendurna velkomna og skellti sér síðan út í æðstaprestlegt tón: „Lokatakmark vísindanna og rann- sóknanna er vaéntanlega fullnæging mannlegra þarfa, svo vel heimspeki- legra sem efnislegra og tæknilegra'*. „Rússneskir vísindamenn hafa verið vanræktir, hvað snertir þá mannlegu eiginleika, sem geta gefið þeim hugs- anafrelsi til að leita hins fullkomna sannleika (leturbr. höf.) — og það er sannleikurinn og hæfileikinn til að koma sannleikanum í samband við mannlegar framfarir, sem er trúarjátn- ing vísindanna“. E ins og sjá má, skortir hér ekki reykelsi, sálma og fórnir. Það hlutverk er varla til, sem ekki megi hugsa sér vísindin fær um að gegna, allt til þess að grafa upp hinn fullkomna sannleika. Vísindaráðgjafi Kennedys forseta, Wies- ner prófessor, mælti: „Lausn vandamál- anna á sviði þjóðfélagsfræði, hagfræði og kennslumála veltur á réttri notkun þess fróðleiks, sem nú er verið að afla í rannsóknastofum geimtæknifræðinn- ar“; Baker, varaforseti Bell Telephones, sagði: „Við neyðumst til að þýða undur vísindanna á venjulegt maiinamál, ann- ars verða áhrif vísindauppgötvananna einskis virði“. Umhyggjan fyrir fáfróð- um og bamalegum almenningi fær vís- indahjörtun til að vikna. A. J. Haworth, úr kjarnorkunefndinni, sagði: „Allt þetta (hinar mörgu vélar nútímans) hefur gefið okkur miðlungsborgurun- um þá hugmynd, að vísindamenn og tæknifræðingar geti gert næstum allt. En vitanlega er þetta oftrú hjá okkur. Vísindamenn geta ekki gert kraftaverk. Þér (kæri kollega!) og ég vitum þetta, en veit miðlungsborgarinn það? Og þó þráir borgarinn raunverulega sannleik- ann ........“ Og hvað er sannleikur? „.... að leiða í ljós staðreyndir nátt- úrunnar og túlka þær ....“, það er hlutverk vísindamannsins. ó voru þama einstöku undan- tekningar, sem líkastar feimnum hala- stjörnum, heimsóttu þetta sólkerfi al- heimsvísindanna, en tóku fljótt til fót- anna aftur og skundilðu burt. Dr. Martin Myerson frá Harvard, til dæmis að taka, spáði því, að árið 2000 yrðum við orðnir „næstum ódauðlegir. f stað mikilvægira líffæra má nota tilbúna „rannsóknastofu-framleiðslu“ (líklega að undanteknum heilanum, en það gerir sjaldnast neitt til). En snögglega var rétt eins og hann áttaði sig á, hvað hann var að segja, því að hann bætti við: ,.En hver á að verða langlífur? Hinir voldugu? Hinir sterku? Hinir hæggerðu og heiðarlegu? Hinir fallegu? Hinir frjósömu? Hinir hvítu? Hinir svörtu? Bóndinn? Borgarbúinn? Útborgarbúinn? Já, hver eiginlega? Hvar eir „fullkomni sannleikurinn“ í þessu?“ Eini sannleikurinn er líklega sá, að sjálfir vísindamennirnir -umgangast visindahugtakið allt of lauslega og á ct handahófslegan og margræðan hátt. Ráðstefnan hefði orðið ólíkt árangurs- ríkari, ef hún hefði notað fyrstu klukku stundina til að koma sér niður á það, hvað hún ætti við með orðinu vísindi, í umræðunum næstu dagana. Það hefði sparað ræðumönnum og áheyrendum margt og mikið. Það var ekki svo vel, að einhver minnsti spámaðurinn kæmi nokkurntíma fram og segði: „Heyrið þið, börnin góð, höfum við yfirleitt nokkra hugmynd, um hvað við erum að tala?“ Ég sé t. d., að menn, sem vafalaust eru bæði færir og heiðarlegir eru að fást við viðfangsefni eins og „Byrjandi eftirverkanir hjá andarung- - um“, „Samþjöppun strontium 90 í barnatönnum“, „Phenol í grasi og sam- band þess við dalapon" — allt úr SCIENCE, sem gefið er út af ameriska vísindafélaginu. Einn prófessor frá Edinborg skýrir London Times frá því, að hann hafi sent ungan og efnilegan srúdent, til stærri háskóla, til að víkka' sjóndeildarhring hans og kunnáttu, en þá setti þessi stærri háskóli hann í að „gera rannsóknir á kornsmellum (brún- um kornormum), og í það eyddi hann tveim árum ævi sinnar, og var ekki nærri eins efnilegur að þeim loknuim. Og á einhverri risastórri ráðstefnu í Atlantic City, New Jersey, hefur dr. A. R. nokkur Bouhys gefið skýrslu um merkilega sérgrein sina „Öndunarað- ferð hornblásara" („hornblásarar byrja á því að anda djúpt að sér og anda síðan frá sér smátt og smátt, eftir því sem tón- listin segir fyrir um. Hinn breytilegi loftþrýstingur gefur svo hærri og lægri tóna“). Ef þetta er vísindi — og það er það — skjóta merkilegar spurningar upp kollinum hjá leikmanni. Hvern- ig í dauðanum ætti t.d. ég að trúa því, að rannsóknir á andarungum, rottulif- uir, ormum eða hornblásurum leiddu lil uppgötvunar einhvers „fullkomins sannleika", ríém.a auðvitað, hvað snert- ir þessi einstöku rannsóknarefni, seim mér er svo hvínandi sama um? Hvernig á ég að trúa því, að fólk, sem glápir á orma, eða athugar brjóstkassa á horn- blásurum, séu allra manna færastir um að „túlka staðreyndir náttúrunnar“, fyr- ir almenningi? Og fyrst og firemst: hvernig stendur á því, að vísindamenn- irnir virðast fyrst og fremst trúa þessu? Að vísu er ekki hægt að skrásetja kornsmellur, rottulifur o. s. frv. sem ,. geimtækniifiræði", en geimtæknifræð- in á það sameiginlegt með flestri ann- arri tæknifiræði, ásamt þeim vísindum sem hún byggist á, að vera í raun réttri samsett a£ „heilli hrúgu af hundleiðin- legum smáatriðum," eins og ungur eðl- isfræðingur hjá Douglas Aircraft Co. orðaði það einhverntíma við mig. að er auðvitað leiðinlegt, að fræðingarnir á þessum staðnum eiga bágt með að fylgjast með því, sem starfsbræður þeirra á hinum staðnum hafast að, því að það getur haft í för með sér óþarfa tilkostnað og tví- tekningair, en þó er þetta engan veginn stórskaðlegt. Öðru nær — það gæti meira að segja verið gagnlegt ef þróun- in gengi ofurlítið hægar, svo að mann- kynið fengi tóm til að jafna sig af taugaáfallinu eftir Galilei, Newton og alla þá karla. Vitanlega er það klára kjaftháttur, að mannkynið sé alltaf að ,.þrá sannleikann" um kornsmellur, rottulifuir, lungnaleikfimi hornbásara og gulrótaræktun í geimförum (svo að eitt sé nefnt í viðbót). Vafalaust þrá margir einhvern sannleika, en bara ekki af þessu tagi. Það er ekki nema satt, að þekking okkar í dag er eins og fjall- garður móti hundaþúfu, miðað við það, sem var fyrir 300 áruim. Og það er líka satt, að enginn einstaklingur getui' inn- 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.