Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 12
Hin mesta ógnun heimsfriðn- um og um leið ein stór- fenglegasta ráðgáta, ekki einasta í Asíu, heldur í öllum heiminum er hið geysi víða íand, sem nú er þekkt undir nafninu Alþýðulýðveldið Kína Á síðastliðnum fimm árum hafa stjómendur Kína sýnt Indlandi hrottaskap og sent þangað hersveit- ir. Og þeir reyna, án þess að fara í launkofa með það, að koma af stað byltingu með annarri hverri smá- þjóð í Suðaustur-Asíu. Peking keppir við Moskvu um áhrif í kommúnistalöndunum og vekur mönn- um hroll með yfirlýsingum um, að kjarnorkustríð sé ekki einasta óumflýj- anlegt, heldur nauðsynlegt. En svo ger- ist það ótrúlega, að meðan öllu þessu fer fram, fer allt út um þúfur, sem farið getur, heima fyrir. Hin giæsilega áaetl- un Mao Tse-tung, flokksforingja, um iðnvæðingu á skömmum tíma, er hrun- ir. í rúst. Kommúnisk óstjóm á akur- yrkjunni hefur fært örþreyttum milijón- um kínverskra bæna hungursneyð eða því sem næst, og hugsanlega einnig byltingu. / vert stefnir Rauða Kína? Er það viðbúið því, að harðskeyttar hersveitir Chiang Káíshek komi aftur, eða er það bara nývaknað risastórveldi eins og hinir sjúklega herskáu foringjar þess reyna að telja sjálfum sér trú um? Það var einkum á fyrstu árum kommúnista- stjórnarinnar, að „alþýðubyltingin“ streittist við að umskapa fomeskjulega, vanþróaða og hniggiandi menningu og gera úr henni nýtízkulegt ríki. Komm- únistarnir höfðu verið fljótir að ná út- breiðslu og skipuleggja þjóðina sam- kvæmt ströngum flokkslínum. Allt frelsi var auðvitað horfið úr sögunni. En sú staðreynd kom ekki eins mikið við langsoltna þjóðina, eins og hin, að hreyfing virtist vera komin á í landinu. Með mikilli aðstoð frá Rússlandi á ár- unum 1949—1956, virtist risinn vera íarinn að rumska. Rauðu foringýarnir grobbuðu af því, að rafmagns- og kola- framleiðsla hefði þrefaldazt og stál- framleiðslan þotið upp um 600%. Og höfðinginn Mao tilkynnti hreykinn: — „Stállaust mundi Kína vera eins og ístrubelgur — eintómt ket og engin bein“. En þessi orð hans fengu brátt I sig grimmilegan háðshreim. Það kom sem sé í Ijós, að þessi stórfenglegra iðn- aðaráætlun Maos bar í sér fræ sinnar eigin eyðileggingar. Hrakfarir kommúnanna E n þessir nýju stríðsherrar Kína- vtidis gleymdu einu, sem sé því að her, jafnvel vinnuflokkur sveitamanna, „gengur fyrir mat". Og þetta var slærn yfirsjón fyrir menn, sem höfðu árum saman þótzt vera umbótamenn á bún- aðarsviðinu. Þegar stálframleiðslan jókst, minnkaði hrísgrjónaframleiðslan og það hroðalega. Bændur höfðu verið 4 kvaddir til að vinna að iðnaðinum. — Flokksskipuleggjarar höfðu slegið sam- an í eitt mörgum bændabýlum, rofið fjölskylduböndin og eyðilagt allt einka- fiamtak. Milljónir smærri jarðeigenda höfðu verið umkringdar og skotnar. — Þegar kom i'ram á 1956, gat Mao ekki lerigur fætt hinn gífurlega vinnukraft, sem hanh hafði safnað saman til að byggja upp nýja Kína. Landið stóð á barmi hungursneyðar. En þá tók Mao sig til — sumpart af blindri hlýðni við kenningar Marx og Lenins, sumpart af hreinum hégóma- skap, og tók ákvörðun, sem kann þeg- ar að hafa sett afskræmandi ör á and- lit Kína. Hann kom með yfirlýsinguna, sem nú er fræg orðin, um „stóra stökk- ið áfram“. Næstum á einni nóttu var landið end- urskipulagt í geysistórar lwmmúnur. — Bændunum var smalað saman í bragga. Konurnar voru — í orði kveðnu — los- aðar við heimilisverkin, með því að stofna til geysistórra mötuneyta og fóst- Eændaherinn mikli var vinnukraftur Kína í hinni miklu endumýjunarsókn, sem hófst 1957 og endaði með skelfingu 1960. Á þessum árum voru heilir her- skarar Kínverjg reknir frá búum sín- um og í stóra vinnuhópa, til að gera flóðgarða og áveituskurði. Lærlingar innan við tvítugt í verk- smiðju í Nanking, fengu tilsögn tækni- manna, þar sem reynt var að sameina vinnu og nám. Sökum kennaraskorts urðu hinir færari verkamannanna að taka að sér kennslu. urskóla, og nú gjengu þær í vinnuflokk- ana hjá ríkinu. Og fáránlegasta uppá- finningin af öllum var sú að skipa bændunum að framleiða stál í frístund- um sínum, í litlum bræðsluofnum í húsagörðunum hjá sér. Á pappírnum voru kommúnurnar hámark þess kommúnisma, sem lcom- múnistaríkin höfðu nokkurntíma haft sögur af. Mao tók að grobba af sjálfuin sér, sem mesta kenningarfrömuði flokks ins, og ögra stöðu Krúséffs, og efna til deilu við Rússland, sem hefur síðar meir orðið að næstum algerum skiln- aði með þessum tveim ríkjum, og auk þess lokað fyrir rússnesku hjálpina, sem 12 lesbok morgunblaðsins 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.