Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 6
prnir I blöSunum eru ófeimnir við að halda á loft þeirri steigurlátu rök- semd, að við fáum ókeypis miklu betri sjónvarpsþæftti en frændur okk- ar á Norðurlöndum hafa efni á að sýna. Og svo eru menn að halda því fj am að andleg örbirgð og ræfildómur 1,’endinga á liðnum öldum hafi verið Xjönum einum að kenna! E g tel mig ekki vera í hópi þeirra, sent einangra vilja ísiendinga fró um- l.eiminum, enda hef ég margoft Verið sakaður um að höggva að rótum ís- lenzkra menningarerfða með óþörfum óhuga á erlendum menningarstraumum. Ég hef sevinlega hvatt til nánari sam- skipta íslendinga við aðrar þjóðir, ekki sízt í menningarefnum, því enginn hlut- ur er menningunni hættulegri en ein- angrup og stöðnun, eins og íslandssag- an er mælskur vottur um. En ég legg áherzlu á, að slík samskipti verðum við að hafa við allar nágrannaþjóðir okkar og yfirleitt sém flestar þjóðir heims, og taka þátt í þeim sem jafn- ingjar á sama hátt og við eigum aðild að ýmiss konar alþjóðasamtökum. Þess vegna er algerlega út í hött að halda því fram, að við, sem að áskoruninni til Alþingis stóðum, séum andvígir fram- þróun í tækni eða auknum alþjóðasam- skiptum. Ég skal verða fyrstur til að fagna alheimssjónvarpi, sem nái einnig til fslendinga. Það sem ég andmæli er sú fáheyrða aðstaða, sem við höfum veitt einu einstöku stórveldi til að' hafa éhrif á og móta smekk, hugsunarhátt og öll viðihorf íslendinga. Ég þykist vera sæmilega kunnugur bandarískri menningu og met hana mikils, en ég tel hana engan veginn vera alfa og ómega heimsmenningarinnar, auk þess sem við kynnumst hreint alls ekki verðmaatustu og traustustu þáttum þessarar menning ar í sjónvarpi varnarliðsins — því mið- ur. Eins og ég sagði fyrr, verður af- staðan til sjónvarpsins á Keflavíkurflug velli með engu möti gerð að flokkspóli- tísku deiluefni, og því er þess að vænta að áskorun hinna 60 til Alþingis verði tekin sem rödd þess hluta þjóðarinnar, er búa vill við íslenzk menningarverð- mæti og íslenzkan hugsunarhátt á landi hér enn um sinn. Verður fróðlegt að sjá, hvemig alþingismenn breglðast við áskoruninni, hvort þeir áræða að taka afstöðu í samræmi við sannfæringar sínar eða láta hið annálaða flokksvald ráða afstöðu sinni. Það þarf nefnilega enginn að segja mér, að allir þingmenn stjórnarflokkanna líti sjónvarp varnar- líðsins sömu augum og málgögn þessara flokka. , SVIPMYND Framihald af bls. 2 mann“, en Nasser sakaði Rússa um að hafa látið undir höfuð leggjast að hjálpa Egyptum í Súez-deilunni. Kommúnistar voru handteknir hundruðum saman í Sýrlandi og Egyptalandi, og samband Egyptalands við Rauða-Kína rofnaði ná lega alveg um tíma. Af þessu leiddi þó aldrei fullkomin vinslit við Sovét,- ríkin, en-hitt var ljóst, að Nasser var ekki dulbúinn kommúnisti, heldur ein- lægur hlutleysis-sinni. Hann hóf að senda námsfólk í stórum stíl til Banda ríkjanna í stað Sovétríkjanna, fékk meira en 130 milljón dollara fjárhags- aðstoð frá Bandaríkjunum árið 1958, og Alþjóðabankinn samþykkti að veita lán til stækkunar Súez-skurðarins. Árið 1959 lét Nasser þessi orð falla: „Ég held að kommúnistarnir hafi brugðizt í Arabaheiminum og séu nú einangraðir frá Arabaþjóðunum, sem líta á kommúnista sem erindreka, er vinni gegn þjóðernisstefnu Araba.“ Nasser heimsótti ekki Vesturlönd fyrr en haustið 1960, þegar hann fór til Bandaríkjanna til að sitja Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna. Meðan hann hafði þar viðdvöl beitti hann sér mjög fyrir því að draga úr spennunni milli Austurs og Vesturs. Hann kvað 10 daga setu sína á Allsherjarþinginu .hafa styrkt sig í trúnni á framtíðina, því friðarviljinn ætti allar þjóðir heims að bakhjarli. Hann lét í ljós einlægar þakkir til þeirra mörgu bandarísku borga, háskóla og hópa, sem höfðu boð- ið honum til sín, og harmaði að skyld- ur hans á Allsherjarþinginu hefðu neytt hann til að hafna þeim góðu boðum. Fram að þjóðnýtingju Súez-skurðar- ins var Nasser ekki sérlega vinsæll í heimalandinu. Hann hafði unnið sér hylli í oðrum Arabaríkjum með afstöðu sinni til Israels, en Egyptar höfðu lít- inn sem engan áhuga á linnulausum árásarræðum hans. En Súez-skurðurinn var töfrasprotinn sem gerði hann í einu vetfangi að þjóðhetju. Hann tilkynnti þjóðnýtingaráformið í ræðu í Alex- andríu. Á leiðinni til Kaíró heyrði hann I fyrsta sinn einlæg fagnaðarlæti fólks- ins. Það tók hann rúma tvo tíma að aka nokkur hundruð metra frá j árnbraut arstöðinni að forsetabústaðnum, svo mik 11 var mannþröngin. Um allan hinn arabíska heim hljóm- aði nafn Nassers eins og töfraorð. Hann var eins og ævintýrahetja, sem brot- izt hafði niður úr fjöllunum með mönn- um sínum og sigrað hataðan óvin. V aldaferill Nassers hófst í raun- inni árið 1948 í stríðinu, sem brauzt út vegna stofnunar fsraels. í þessu stríði særðist hann tvisvar og var einn í hópi egypzkra ofurhuga á Negev-eyðimörk- inni, sem neituðu lengi vel að gefast upp eftir að þeir höfðu verið um- kringdir af ísraelsmönnum. Þeir gáfust samt upp um síðir, og Nasser varð að semja við ísraelsmenn. Meðan hann eyddi löngum dögum og nóttum úti í eyðimörkinni varð hann svo æfur yf- ir ónógum hergögnum, slælegum birgöa- fiutningum og spillingu stjórnarvald- anna í Kaíró, að hann afréð að hefjast handa. Við félaga sína sagði hann: „Hinn raunverulegi vígvöllur okkar er heima, en ekki hérna á vígstöðvunum." Þetta leiddi til þess að mynduð var „Nefnd frjálsra liðsforingja“, og síðan hófst nokkurra ára makk og samsæri, sem lauk með falli Farúks konungis í júlí 1952. Nasser er sagður vera fædd- ur samsærismaður, enda hafði hann ein stakt lag á að halda sér bak við tjöld- in. Meðan hann var að vinna hreyfingu sinni fylgi talaði hann um leiðtoga, sem ekki mætti nefna á nafn, því hann væri „hershöfðingi nákominn konungsfólk- inu“, en þessi maður var ekki til. Eftir fall Farúks héltNasser áfram að leika að tjaldabaki, en setti í veldisstólinn vin- sælan hershöfðingja, Mohamed Naguib. Jafnvel eftir að Nasser hafði vikið Naguib frá og sjálfur tekið við embætti forsætisráðherra, var hann tregur til að stjórna persónulega, en setti upp níu-manna byltingarráð. Það var þó að- eins bráðabirgðafyrirkomulag, þangað til Nasser var búinn að gera ráðstaf- anir til 'að koma á borgaralegri stjórn. Það gerði hann í júníkosningunum 1956 þegar hann var sjálfur kjörinn forseti og ný stjórnarskrá samþykkt. Hann hafði enga keppinauta um forsetaem- bættið. Meðan Naguib var leiðtogi þjóðarinn- •ar að nafninu til, var Nasser aðstoðar- forsætisráðherra og annaðist hinn mik- ilvæga daglega rekstur, m.a. samning- ana við Breta um brottflutning brezka herhðsins frá Súez-svæðinu. Haustið 1954 var undirritaður samningur um - brottflutning 84.000 brezkra hermanna, og Nasser sagði við það tækifæri að „lífsdrauimur“ hans hefði rætzt. N aguib ferðaðist vítt og breitt um landið, hélt ræður og vann bæði hinum nýju valdhöfum og sjálfum sér tals- verða hylli. Með aukinni hylli varð hann ófúsara verkfæri Nassers, svo að hann ákvað að setja Naguib af í febr- úar 1954. Sú ráðstöfun 'vakiti þvílíka úlfúð í landinu, að Nasser og félagar hans urðu í senn undrandi og hræddir. Naguib var orðinn „dýrlingur" fátækl- inganna í Nílar-dalnumi Nasser-klík- an sá sitt óvænna og veitti Naguib aft- ur embætti forseta, forsætisráðherra og foringja byltingarráðsins, en ekki leið á löngu þar til honum var sparkað aft- ur, og þá endanlega. Meðal skýringa á hinni víðtæku andúð almennings á fyrra brottrekstri Naguibs þykir sú líklegust, að leiðtogar byltingarinnar hafi verið komnir ur öllum tengslum við þjóð- ina. Þeir ákváðu að bæta úr því hið bráðasta, og varð svo vel ágengt, að innan nokkurra vikna taldi Nasser sig nægilega öruggan til að setja Naguib úrslitakosti: annað hvort yrði hann að gera sig ánægðan með að vera einungj- is toppfígúra eða herinn skærist í leik- inn. Naguib lét undan. Nasser tók við embætti forsætisráð- herra og herstjóra landsins. Eftir að hann hafði fengið þetta alræðisvald skipti hann 261.000 ekrum milli hinna fátæku bænda og gerði áætlun um að auka þetta landrými upp í 566.000 efcr- ur. Allt þetta land hafði verið tekið eignarnámi af auðugum landeigendum. „Nú getur enginn einstaklingur ráðið yfir meira en 300 ekrum“, sagði Nass- er í blaðaviðtali árið 1955. C amal Abdel Nasser fæddist 13. janúar 1918 í Alexandríu, þangað sem faðir hans, sem var starfsmaður póst- þjónustunnar, hafði verið fluttur frá Bení Mer, þorpi í sunnanverðu Egypta- landi. En Bení Mér var talið eiginlegt heimkynni hans, því þar var fjölskyld- an upprunnin, og þar eyddi hann að mestu leyti árunum, áður en hann fór í skóla, og leyfisdögunum meðan hann var í skóla. Hann varð því nákunnugur hálfsoltnum bændalýð Egyptalands. Hann var 17 -ára gamall þegar hann gekk í lið með öðrum ungum Egypt- um til að berjast gegn Bretum og var fangelsaður fyrir „undirróðursstarf- semi“. Hann var látinn laus árið 1935 og hélt áfram byltingariðju sinni. Eitt sinn særðist hann á höfði þegar lög- reglan skaut á mótmælagöngu gegn Bretum, og ber hann enn ör éftir kúl- una. Það atvik varð til að tefja fyrir inngöngu hans í herskólann, en um siðir var honum veitt upptaka. Þegar hann varð undirlautinant ár- ið 1940, var hann sendur til Súdan. Þar fékk hann megna óbéit á yfirmönn- um sínum, sem „heimtuðu skjall dag og nót.t“. Síðar var hann sendur í" f ram- haldsskóla hersins, þar sem hann fékk frekari þjálfun og útskrifaðist sem maj- ór rétt í þann mund sem stríðið í Pal estínu hófst. N asser hefur verið lýst svo, að hann sé dæmigerður þegn hins nýja Egyptalands, hár og myndarlegur, hrein skilinn, einb.eittur og framtakssamur. Haustið 1954 var honum sýnt banatil- ræði meðan hann var að halda ræðu í Alexandríu. Átta skotum var skotið á hann, en hann særðist ekki. Það sló algerri þögn á mannfjöldann, þegar skotin kváðu við, .en Nasser rauf hana að nokkrum sekúndum liðnum með því að hrópa inn í hátalarann, titrandi röddu: „Látum þá drepa mig! Ég er þegar búinn að koma á frelsi, virðingu og stolti í Egyptalandi." Sex vikum síðar voru sex meðlimir úr öfgaflokki Múhameðstrúarmanna hengdir fyrir samsæri um að myrða Nasser og steypa stjórninni með því að drepa ýmsa foringja í hernum. Jafnvel eftir að Nasser varð valda- mesti maður Egyptalands hélt hann á- fram að búa í sínu gamla húsi með konu sinni og fimm börnum. Faðir hans hélt áfram starfi sínu hjá póst- stjórninni. Þó Nasser sé ekki öfgafullur Múhameðstrúarmaður, heldur hann fast við þann gamla sið að láta konu sína ekki koma fram opinberlega eða sjást á almannafæri. Hann hélt á-fram sömu gráðu í hernum og hann hafði fyrir byltinguna, en hann kaus helzt að klæð- ast borgaralegum fötum eftir að hann tók formlega við stjómartaumum. Nasser er mikill verkmaður, vinnur all- an daginn í hinúm miklu hitum í Kaíró, og oft langt fram á nótt. Einn af samstarfsmönnum hans seg- ir: „Hann hlustar á alia, sem hafa ráð- leggingar fram að færa, en síðan tekur hann sínar eigin ákvarðanir. Gamal hugsar alltaf fyrir sig sjálfur.“ a Hagalagðar GUÐNÝ BÍÐUR Jón Benónýsson frá Ormskoti und- ir Eyjafjöllum bjó lengi að Núpi Ofj Berjanesi þar í byggð. Hann var tví- kvæntux og hét fyrri kona hans Guð- ný. — — Nokkrar vísur eftir Jón lifa á vörum manna, en engin gædd öðrum eins þokka og þessi: Löngum kætist léttfær lund, ljúft er stríði að gleyma. Blesa ríð ég greitt um grund, en Guðný bíður heima. (Eyfellskar sagnir) - ÞRJÁR GUÐRÚNAR Á Fjallhöggsstöðum í Hörgárdal fæddi kona manns er þar bjó 3 mey- börn í einu, öll lífs og vel sköpt, er skírð voru og nefnd öll einu nafni Guðrúnar. Þau dóu öll skömmu síð- ar, hvert af öðru. Annálar 1727. ERFIÐAR FERÐIR Skreiðarferðirnar voru verstar allra ferða, að dómi Bjarna Einars- sonar í Hlaðbæ í Vestmannaeyjum, sem þekkti þær vel af eigin raun. Graslausar hraunleiðir Suðurnesja reyndu á þolrif hesta meira en góðu hófi gegndi, því að miða þurfti á- fanga ,við hina fáu og strjálu gróður bletti. Minntist Bjarni þess frá einni skreiðarferð, sem hann fór á- samt fleirum, að komið var í áning- arstað í Krýsuvíkurmýri með svo örþreytta hesta, að þeir lögðust nið- ur þegar klyfjar höfðu verið tekn- ar af þeim, og lágu þar langa stund án þess að sinna haganum. Mennirn- ir voru litlu betur komnir vegna þreytu og svefnleysis og áði lestin þarna í þrjú dægur. (Eyfellskar sagnir) 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.