Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 14
beimboð — sem var tafarlaust þegið — þá vakti það 'þann orðróm, að þessi fyrrverandi franska nýlenda mundi við- urkenna ríkisstjórn Chous. Og á sama tima urðu uppþot Afríkumanna í Moskvu, eftir að stúdent einn frá Ghana var drepinn þar, og þeir atburðir bættu ekki fyrir málstað Sovétríkjanna í Afríku. En Chou hefur nóg að hugsa, að reyna- að hamla móti forskoti Sovét- rikjanna, sem þau hafa öðlazt með ríf- legri fjárhagsaðstoð til Miðausturlanda og Afríku. Og Nikita Krúséff ætlar að heimsækja Asíu á vori komanda. Þetta ætlar augsýnilega að verða ár mikillar togstreitu milli Kína og Bússlands, á vígvelli, sem nú nær yfir bæði Afríku og Asíu. ÁriÖ 2000 Framhald af bls. 9 ekki viss um, að æðtuprestamir og geim tæknifræðin frá Oakland mættu ekki vera heiðarlegri en raun er á. Við skulum taka Wiesner aftur — ekki lil þess að narta í hann sérstaklega, heldur aðeins sem dæmi. Hann segir: ,,Mín eigin lausn á borgarvandamálinu er að fara eins oft út í sveit og ég get, en eftir fá ár gerir borgaþenslan þetta ohugsandi Þetta átti víst að vera tilraun til gamansemi, og hamingjan má vita, að á þessu Ólympsfjalli vísind- anna, er ekki ofmikið af þeirri vöiru. En er þetta fullkomlega heiðarleg að- ferð til að takast á við vandamálið? Látum okkur sjá: það hafa komið fram tillögur um, að fólksfjölgunar-vanda- málið sé „leyst“ með því að gera geim- tæknifræðina aðgengilega almenningi sem fyrst. En er það heiðarlegt að sleppa alveg að nefna hina lausnina, sem er í því fólgin, að mannfólkið gæti forðast að tímgast eins og hvítar mýs — og yrði ef til vill einhvemtíma neytt til þess? Wiesner lét þetta kyrrt liggja, því að annars værum við komnir að þeirri óvísindalegu vandræðaspum- ingu, sem á sér ekkert „fullkomlega satt“ svar, og þar sem þau svör, sem til eru, verða oftast að koma frá Sinai- fjalli eða áminningum ömmu gömlu, samkvæmt spakmælinu: það gamla er réttara en það nýja, en það ríður edn- mitt í bág við vísindin, með allar sínar nýju tilraunir, sem — ef vel heppnast — geta mulið skýjaborgir fortíðarinnar mélinu smærra. I. að er vel hugsanlegt, að einmitt á þessu óvisindalega sviði sé full þörf á einhverjum Koperníkusi, Kepler eða Galilei. Eða stöndum við kannski and- spænis einni hinna miklu þversagna tilverunnar? Er mestur hluti siðfræði okkar skinhelgi og stöðnun, eða liggur verðmæti hennar í háum aldri hennar sjálfum? Erum við, þegar kemur inn fyrir stífað skyrtubrjóstið og greiddan kollinn „sérlega frumstætt og ófullkom- ið dæmi um vitsmunaveru .... ófull- komnara dýr en api ....“, eins og iíffræðingurinn og kvenhatarinn J.BJS. Haldane kemst að orði? Lofum geimtæknifræðinni að svara þeim spurningum: „Ef ekki kemur til tilsvarandi þróun i samúð, meðaumk- un, friði og kærleika, getur vísindun- um tekizt að spilla öllu því, sem gerir rnannlífið virðulegt og bærilegt", skrif- ar Winston Churchill, en slíkt verður ekki skrúfað saman í glamrandi verk- stæðisvélum né framleitt í kraumandi deiglum. Fornvinir Hitiers leita friöar í Heilagri ritningu Eflir Jack Comben, blaðamann í Buenos Aires É, i g er nýkominn úr heimsókn frá einhverjum þeim einkennilegustu stöðv- um, sem til eru í heiminum, en þar búa leifarnar af her Hitlers-Þýzkalaqds. í þessum herbúðum, sem reistar eru á bakka hins straumþunga Limayfljóts, lengst inni í Argentínu, 2500 mílum fyr- ir sunnan miðjarðarbaug, búa 80 þýzk- ir karlmenn, konur og börn, leynilegri tilveru, undir stálaga. Ibúum nágrannahéraðanna er fyrir- munað að komast inn í þessar búðir, sem eru staðsettar við Paso Flores, .(Blómasund) hundrað mílum fyrir norð an San Carlos de Bariloche. Þegnum þessarar nýlendu er forboðið að tala við utanhéraðsmenn'. En fólkið þarna í Argentínu, sem í nágrenninu býr, getur þó, bæði með heyrn og sjón, fengið nokkra staðfest- ingu um það, hvernig þessi einkenni legi hópur lifir. Það heyrir trumbu- slátt, sem kallar þegnana saman á mat- málstímum. Trumbuslagarinn, eins og hver og emn karlmaður í þessum hóp,' er fyrrverandi meðlimur' í her Hitlers. Búningarnir og hattarnir "eru hinir sömu og úrvalshersveitir Rommels hershöfðing/ja báru í eyðimörkum Norð- ur-Afríku. Mér var og tjáð, að þessi hópur væri allur undir stjórn gráhærðs manns, að nafni Walther Oohner, sem var háttséttur embættismaður í flutn- ingamálaráðuneyti Hitlersstjórnarinnar. Hann ber titilinn „der Hauptmann“ (höf uðsmaðurinn). Hægri hönd hans er Edg- ar Fliess, er fyrrum var stormsveitar- foringi. Herbúðirnar eru þó kenndar við nafn þriðja yfirmannsins, Willy Cordier. Hann ber titilinn „der Leiter" — þ.e. foringinn. En skýrasta dæmið um það, við hvers konar aga fólk þetta býr, er það, að því er ekki leýft að lesa. þau bréf sem því berast. Þau eru lesin móttakandan- um af Ochner sjálfum, á vissum tím- um dags; hann tekur síðan sjálfur öll bréfin í sína vörzlu. í hinu litla pósthúsi nágrannaþorps- ins, sagði mér póstmeistarinn, Jorge Estarda, að hundruð bréfa færu viku- lega um pósthúsið frá nýlendunni, til n;argra landa heims. Rithönd annarra en Ochners og Fliess sæist aldrei á nokkru umslagi. Hvað er betta fólk að gera barna, og hvers vegna hagar bað lífi sínu á bcnnan hátt? Hvers vegna þrettán? Sú kona, sem veit meir en aðrir um þetta furðulega byggðarlag, er frú Sheila Shanahan, holdug og glaðlynd móðir fimm barna. Hún rekur veitinga- hús í Bariloche. Þeir Oehner og Cordier keyptu þetta land af móður hennar, en það var 16.000 ekrur að flatarmáli, og er það nú meg- inlandareign nýlendunnar. Þeir hafa auk þess tekið á leigu landskika, 13 km. frá Bariloche. Frúin tjáir mér, að 13 nýlendubúa rækti þarna 13 ekrur. Þar framleiða þeir grænmeti fyrir mat- söluhúsin í borginni. Vörugæðunum má jafnan treysta. Nákvæmlegia. kl. 13 etftir þýzkum tíma (kl. 8 morguns eftir staðartima) koma þessir 13 menn saman í aðalsal húss- ins, sem þeir hafa þarna reist. Þar eru framreiddar 13 könnur af mjólk. Biblía er lögð á borðið við hvert sæti. Fólkiö í nágrenninu trúir því, aö þessi tala hafi táknrœna merkingu, hún eigi aö minna á Jesúm Krist og hina 12 lœrisveina han§. Frú Shanahan sagði: „Þessir menn keyptu landið af móður minni og greiddu eitt sterlingspund fyrir hverja ekru. Þeir kváðust vera sértrúarflokkur sem leitaði sálarfriðar og hamingju með því að lifa stranglega eftir fyrirmælum Biblíunnar“. SÉRKENNILEG þýzk nýlenda hefir nýlega verið uppgötvuð í Suður-Ameríku. Þar béra menn einkennisbúninga þýzka hersins úr Afríkustyrjöldinni. „Hvað okkur snertir,“ hélt hún á- fram, „verð ég að seg(ja, að þeir hafa verið góðir nágrannar. Þeir gera eng- um mein, en' það ber við, að einn og einn þeirra stelist í hús, sem stendur í okkar landareign. Þeir koma jafnan á matmálstímum. Þeir virðast alltatf vera hungraðir, ekki aðeins í mat, heldur fyrst og fremst í fréttir. þeir segja, að það eina lesrnál, sem þeir fái aðgang að, sé Heilög ritning.“ Á fleka Ég leigði mér Citroen-bíl og ók. eft- ir rykugum þjóðveginum, fyrst til Con- fluentia, þaðan norðaustur til Alcura- fjallanna, síðan suður á bakka Limay- árinnar, og á fleka komst ég yfir á suð- urbakkann. Þar voru nýlendubúar að rífa grjót upp úr akri. Þeir nota uxa sem drátt- ardýr og notast við tré-plóga. Konur, kiæddar fötum úr heimaofnu vaðmáli, vinna þarna hörðum höndum, jafnt sem karlmenn. Hér eru fimrn aðalbyggingar. Aðalsalurinn er stórt skýli, þar sem sauðfé var rúið forðum daga. Aðeins olíulampar eru notaðir. Búskapurinn er rekinn sem samyrkjubú. Mér tókst að fá um það bil klukku- stundar samtal við Ochner og Fliess. Ochner sagði: „Veröldin er brjáluð. f Norðurálfu notar fólk vélar til alls, jafnvel til þess að þvo föt sín. Hér lif- um við og hrærumst í Biblíunni. Hún er allt sem við trúum á, og hún er okkur fullnæging. Þar finnum við sál- um okkar frið. — Af hverju vill ver- öldin ekkj láta okkur í friði?“ Ég spurði hvort mér leyfðist að tala við fleiri nýlendubúa. Mér var tjáð, að það væri ógerningur, þar sem fólk- ið gæti aðeins. talað þýzku. 'Ekkert stoð- aði þó óg gæfi þá skýringu, að ég kynni líka þýzku. Mér var á kurteislegan en ákveðinn hátt vísa'ð burt aí þessum slóðum. Hvernig og hvenær kom fólk þetta til Suður-Ameríku f rykföllnum innflytjendaskýrslum skipafélags eins í Montevideo fann ég skrá um þá Ochner og Fliess. Þeir höfðu sýnilega fyrst komið til Stan- leyhafnar, höfuðborgar Falklandseyja, sem liggja úti fyrir suðausturodda Suð- ur-Ameríku. Um komu Cordiers og ferðlög hans fara aftur á móti engar sögur. Þó er haldið, að allir þessir þrír menn hafi dvalið í Argentínu á valda- tíma Juans Perons. En hvað um aðalhóp þessara inn- flytjenda? Hvernig komust þeir inn í landið? Til eru skilríki um það, að tveir þýzkir kafbátar, U. 530 og U. 977, gáfu sig á vald Argentínustjórnar í Buenos Aires, tveim mánuðum eftir uppgjöf Þýzkalands. Þessir kafbátar voru síðar afhentir flotamálastjórn Bandríkjanna. En hvar höföu þessir bátar veriö þessa tvo mánuöi? Graf Spee Argentínski rithöfundurinn Silvano Santander segir í bók, er hann hetfir nýlega gefið út, frá tveimur Þjóðverj- um, er voru meðal áhafnar á þýzka beitiskipinu Graf Spee. Þessir menn höfðu verið eftirlýstir af þarlendum yfirvöldum, eftir að skip þeirra hafði verið skotið í bál og hleypt á grunn eftir frækilega vörn í oru.stu við brezka ílotann á La Plataflóa árið 1939. Þessdr Þjóðverjar sögðu áðurnefndum rithöf- undi: „Við fengum skipun um það, ár- ið 1945 frá næstæfSsta foringja á Graf Spee (sem líka var í Argentínu) að halda til ákveðins staðar á austur- strönd Suður-Ameríku, til sérstakra skyldustarfa fyrir föðurlandið. Við dvöldum á landsvæði, sem var í'reigu þýzks félags“. „Nótt eina komu tveir þýzkir kaf- bátar upp að ströndinni. Okkur var skipað að flytja í land margtar tylftir af þungum kössum, sem síðan var staflað upp á átta flutningabifreiðar, sem ekið var inn á umráðasvæði hins þýzka félags. Þar á eftir komu um 80 manns í land á gúmmíbátum.“ — Það fólk ,sem þarna reri í land, seint á árinu 1945, myndar nú kjarnann í þessari kynlegu nýlendu, þar sem það lifir sérstæðu lítfi undir stjórn her- trumbunnar, á bakkanum handan við Limay-tfljót, við stranga vinnu og dag- legan lestur og íhugiun hinnar Helgu bókar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.