Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1964, Blaðsíða 3
E ftir heimsstyrjöldina fyrri, á há- tíð, sem haldin var til að fagna sjó- setningu skips í litlu hafnarborginni La Ciotat í Suður-Frakklandi, sáum við á torgi einu bronzstyttu af frönskum her- manni og umihverfis hana mikla mann- þröng. Við gengum nær og sáum, að þarna stóð lifandi maður í grábrúnum frakka, með hjálm á höfði, sting á byssu, hreyfingarlaus á stalli í heitri júnísólinni. Andlit hans og hendur voru þakin bronzlit. Hann hreyfði ekki minnsta vöðva og jafnvel augnahárin bærðust ekki. Við fætur hans var pappaspjald, reist upp við stallinn, og á það letruð eftir- farandi sögn: MANN SLÍ KNESKI (L’Homme Statue) Ég, Charles Louis Franchard, ó- breyttur hermaður í .... herdeild, hef öðlazt þann óvenjulega hæfi- leika, sem er afleiðing þess, að ég var kviksettur við Verdun, að geta verið algjör- lega hrey.fingarlaus og borið mig svó lengi sem vera vill eins og stytta. Þessi hæfileiki minn hefur verið kannaður af mörgum prófessorum og úrskurðaður óskýranlegur sjúkdóm- ur. Gjörið svo vel að leggja fram smágjöf handa atvinnulausum heimii Bertolt Brecht: isföður. Við köstuðum smápeningi á disk, sem stóð við spjaldið, og gengum brott, hrist andi höfuðin. S vo að hér stendur hann, hugsuð- um við, grár fyrir járnum, hinn ótor- tímanlegi hermaður langra árþúsunda, hann sem notaður var til að móta sögu mannkynsins, hann sem gerði Alexand- er, Sesar og Napóleon kleift að vinna þau afrek, sem yið lesum um í skóla- kennslubókum. Þetta er hann. Hann deplar ekki auga. Þetta er bogskytta Kyrusar, styrir hins sigðhjólaða stríðs- vagns Kambysesar, sá sem sandar eyði- merkurinnar gátu ekki um alla eilífð grafið, fótgönguliði Sesars, kesjuriddari Djenghis Khans, svissneskur varðmaður Lúðvíks fjórtánda, fótgjönguliðsmaður Napoleons fyrsta. Hann er gæddur þeim eiginleika — sem er þrátt fyrir allt ekki óalgengur — að láta ekki í ljós tilfinn- mgar sínar, þegar á honum eru reynd öl! hugsanleg eyðingartæki. Hann verð- ur áfram (svo segir hann) eins og steinn inn, tilfinningalaus, þegar hann er send- ur í dauðann. Gegnumstunginn af spjót- um allra alda — úr steini, bronzi, járni — felldur af stríðsVög,num Artaxerxes- ar og Ludendorffs hershöfðingja, troð- inn í svaðið af fílum Hannibals og ridd- urum Atla, tættur í sundur af þjótandi málmi frá síendurbættum fallbyssum margra árhundraða, já og einnig af fijúgandi steinum frá valslöngum; gat- aður af riffilkúlum eins stórum og dúfu eggjum, eins smáum og býflugum, stendur hann ótortímanlegur, lýtur æ á ný skipunum sem gtefnar eru á ýmsum tungum, en veit aldrei hvers vegna. Það var ekki hann, sem sló eign sinni á þau lönd, er hann náði á sitt vald, rétt e-ins og húsameistarinn býr ekki í hús- inu sem hann hefur reist. Meira að segja átti hann ekki það land, sem hann V'arði. Hann á jafnvel ekki vopn sín eða. búnað. En yfir hann rignir dauða frá fiugvélum og brennheitri tjöru frá borg armúrum, jarðsprengja og fallgryfja und ir fótum hans, banvænir sjúkdómar og sinnepsgas umkringja hann, hold og blóð sem egnt er fyrir spjót og örvar, skotmark, skriðdrekakássa, gassuga, ó- vinurinn framundan og Hershöfðinginn að baki. Aragrúi handa, sem ófu hon- um klæðin, bjuggu til brynjuna, skáru honum skóna! Mergð vasa, sem hann fyllti! Ómælanleg hróp á öllum tungu- málum heims, sem hvöttu hann fram! Fnginn guð, sem blessaði hann ekki. I-Iann sem er haldinn ógeðslegri holds- veiki þolinmæðinnar, mergsoginn af ó- læknandi sjúkdómi þrautseigjunnar. Hvers konar kviksetning er þetta, hugsuðum við, sem hann getur kennt þennan sjúkdóm, þennan uggvekjadi, fer lega, afar smitandi sjúkdóm? Getur ekki hugazt, spurðum við sjálfa okkur, að hann sé læknanlegur þrátt fyrir allt? Orðsins þrótt og þungan hljóm Sá hann gegnum gleymskué!Vonarík og veðurhlý þessir létu ríkja ónýtt skraf og útlent hjóm undan hlaut að víkja. glöggt fyrir leiðum sönnum var í heiminn borin sagði því til vegar vel vísnaleitarmönnum. feginsdaga fegurð í fuglasöng á vorin. 1. Fær nú þögnin fleira en sitt frá mér tók hún lengi litla kveðjuljóðið mitt leikið á forna strengi. Þegar hljóðlátt sögusvið sveipar vetrargríma þá er mál að mælist við myndir liðins tíma. Þó að sterkur stofninn sé stæltum rótum festur falls er von að fomu tré fúnar það og brestur. Eftir liðinn ævidag ei má skuggum hamla. Engu vægir veðurlag veraldarljóðsins gamla. 2. Rúm hans autt og-seinfylit sést sönnum vinum braga mun því lengst í minni fest mannsins dáðasaga. Göfug lund og greiðafús gaf sér tóm frá önnum til að opna eigið hús öllum ferðamönnum. Aldin fræði ukust þar ofar Fjölnis dómi kröftug ríma kveðin var kynngifullum róm-i. Vandað tal í stuðlum stælt stefjatökin glæddu, fomar sögur málið mælt meginkrafti gæddu.. 3. Ómök til þess urðu gerð ýmsan brag að hýsa öldruð staka ein á íerð átti gisting vísa. Víða liggur fræðaféð fennt á reginleiðum þar var enginn Einar með inná tímans heiðum. Yfirsýn og álúð manns oft var þó til bjargar þangað gerði greindin hans göngur býsna margar. 4. Var með gát og vökudug vel að störfum gengið. Attu bóndans heilan hug heiðin jafnt og engið. Meðan hart á húsum þaut hríð í miklu veldi vissu fátt um vetrarþraut valin hross á eldi. Þegar frostin vötn og völl vegum lögðu sléttum hestamannsins unun öll óx í djörfum sprettum. Fögur jörð var frjó og góð full með líf og gaman þegar bundust land og ljóð ljósum þætti saman. 5. Aldrei lét hann yfirskin orðum ráða sínum. Eftir merkan mann og vin mælt er í þessum línum. 6. ’ Hef ég nú með stuðlum stytl stóra þögn í ljóði. Loks er kveðjukvæðið mitt komið fram úr hljóði. Þagnarskil Einar Þórðarson frá Skeljabrekku, f. 16. 3. 1877, d. 18. 9. 1963 Sveinbjörn Becnteinsson LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3 12. tölublað 1064

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.