Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 3
Rifun (Kafli úr Journeymari) Eftir Erskine Caldwell Hundrað metra frá húsi Toms Rhodes hægði Semon ferðina. Hann leit á húsið og hlöðuna og útihúsin sem stóðu skipulagslaus á víð og dreif „Hvað er nú að?“ spurði Clay, þeg- ar hann fann að bíllinn hægði á sér. „Það væri ekki svo fráleit hugmynd, að stanza og tala við Tom“, sagði Sem- on. „Ég hef ekki séð hann síðan í gær.“ Án þess að bíða svars Clay, beygði hann inn í heimkeyrsluna og ók niður að hlöðudyrunum. Hann stöðvaði bíl- inn, stakk lyklinum í vasann og steig út. „Nú veit ég ekki hvar helzt er að íinna Tom“, sagði Clay um leið og þeir gengu að hlöðunni. „Stundum fer hann til bæjarins á laugardögum, og stundum ekki. „Þarna er bíllinn hans í skúrnum. Hann hlýtur að vera hér einhvers stað- ar. Negrinn, sem var vinnumaður á bæn- um kom út úr einu útihúsinu. „Hvar er hr. Tom?“ sagði Frank og benti yfir kál- og ávaxtagarðinn. „Þið getið fundið hann þar niður frá.“ Þeir klifruðu yfir hlöðugirðinguna við hliðið og gengu yfir garðinn. Mat- jurtirnar voru komnar upp í góðum vexti. Semon stanzaði og kippti upp einni gulrót. Eftir að hafa burstað moldina af með höndunum byrjaði hann að borða hana, tók stóra bita hvern á fætur öðrum og tyggði vand- lega. Tom var hvergi sjáanlegur á akrinum en það var kúaskúr nálægt læknum. Þeir héldu þangað og gengu varlega eftir bugðóttum kúaslóðanum. Við dyrnar stanzaði Clay og leit inn. Þar sat Tom á skemli og horfði gegnum rifu á kofaveggnum. Hann hafði ekki séð þá. „Hvað í ósköpunum ertu að glápa á gegnum þessa rifu, Tom?“ sagði Clay um leið og hann steig inn og leit rann- sakandi á Tom. T om stökk á fætur, skyndilega rauður í andliti. Hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera og leit skömm- ustulega út. „Ekkert", sagði hann og reyndi að hlæja. Semon gekk að rifunni og beygði sig niður. Hann kíkti í gegn í nokkrar mínútur, lokaði öðru auganu og pírði hinu. „Ég sé ekkert nema skóginn þarna hinu megin“, sagði Semon, rétti úr sér og leit á Tom. En hann var enn að brjóta heilann um það, hvað það væri sem sjá mætti gegnum rifuna. Tom kom ekki með neinar skýringar „Hver fjárinn er að gerast þarna úti Tom?“ spurði Clay. Hann beygði sig og leit í gegnum rifuna á veggnum. Hann lokaði öðru auganu og pírði hinu en gat samt ekki séð neitt nema furutré. ?,Er einhver þarna, Tom?“ spurði Semon. Tom hristi höfuðið og reyndi að kom- ast hjá því að líta í augu þeirra. „Ég kem bara hérna stundum og sit“, muldraði hann. „Ég hef ekki mikið annað að gera, svo ég sit bara og horfi gegnum rifuna. Einu sinni hafði ég allt- af nóg að gera, en nú orðið vil ég held- ur vera hérna niður frá. „Og horfa á ekkert?“ spurði Semon undrandi. „Ja, það er víst ekkert þarna nema skógurinn. Það er hann, og eitthvað annað. Ég veit ekki hvað.“ „Hver skrambinn", sagði Clay. „Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir svona. Það er ekki mikið vit í að vera að þessu er það Tom?“ „Nei, sagði Tom. „Ég hugsa að það sé ekkert vit í því. En ég geri það nú samt.“ Semon settist á einn skemilinn. Hann kom auga á kútinn sem allan tímann hafði staðið upp við vegginn. „Ætlar þú ekki að vera gestrisinn og bjóða okkur úr kútnum, Tom?“ sagði hann. „Til þess er hann. Fáið ykkur eins og þið viljið." S emon fékk sér stóran slurk af kornawiskýi og setti síðan kútinn nókk- uð harkalega niður. Það var ekkert gólf undir skúrnum, aðeins ber jörðin og þess vegna brotnaði kúturinn ekki. Hann þurrkaði sér um munninn með handarbakinu og sleikti það á eftir. „Fáðu þér, Cly“, sagði Tom. „Til þess bý ég þetta til. Það væri ekkert vit í því, að búa það til, ef enginn notaði það.“ A meðan Tom og Clay drukku úr kútnum færði Semon sig á skemilinn við vegginn og beygði sig að rifunni. Hann sat og starði gegnum hana í nokkrar mínútur. Síðan rétti hann úr sér og leit á hina dálítið kindarlega. „Sérðu nokkuð?“ spurði Clay. „Ekki mikið.“ „Færðu þig þá, og lofaðu mér að kíkja.“ Cly settist og horfði gegnum rifuna. Það var ekki mikið að sjá annað lv trén hinu megin við akurinn. Girðing- in sem afmarkaði þá hlið akursins var úr gaddavír og staurarnir úr klofnum grenitrjám. Hann sá þetta allt í einni svipan og það var ekkert annað að sjá en hann hélt áfram að horfa gegnum rifuna eins og hann sæi eitthvað sem hann hefði aldrei áður á ævinni séð. „Hvert eruð þið að fara?“ spurði Tom Semon. „Til skólahússins. Þangað ætluðum við, en það er nú líklega ekki mikið að sjá þar. „Nei“, sagði Tom, og hreyfði sig ó- rólegur á skemH sínum. „Nei, það er ekki mikið um að vera þar upp frá. Að minnsta kosti hef ég aldrei séð neitt sérstakt þar.“ Hann sneri sér við til þess að athuga hvort Clay væri búinn að horfa gegn- um rifuna. Þegar hann hafði beðið eins lengi og hann gat, stóð hann upp og gekk þangað. „Hvað er að?“ spurði Clay. „Nú hlýtur röðin að vera komin að mér.“ Hann ýtti Clay frá skemlinum, settist niður og þrýsti andlitinu að veggnum þar sem rifan var. Hann hreyfði höf- uðið aðeins til vinstri lækkaði það síð- Framhald á bls 12 A L T APSODÍA (Brahms: Alt-Rhapsodie op. 53. Söngtextinn eftir Goethe: Harzeise in Winter). Hver fer afsíðis einn þar sem troðningur týnist í kjarr? Bak við hann loka sér lágvaxnir i unnar og lyftist gias á ný. Hann hvertur í húmið. Æ, hver þaggar þrautir þess er eitruðust lífgrös? Þess, er haturshug hefur drukkið úr ástargnótt? Smáður fyrst — en smáir nú sjálfur. Glatar haun í leynd gildi eigins lífs haldinn hrjóstugri sjálfshugð. Fái flutt þín harpa, faðir alls Kærleiks, einn tón , greint er geti hans eyra, gef þá fróun hans sál. Opna þú útsýni byrgt út yfir þúsund lindir umhverfis örþyrstan auðnarbúa. Yngvi Jóhannesson þýddi O 11. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.