Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 7
gengi. Sjálfur hafði hann Komlzt álram af eigin rammleik. Wells var sósialisti alla æfi. En sósialismi hans var undarlegur og sjald gæft fyrirbæri. „Stjórnmálaafstaða Wells var augljós, „skrifaði Geoffry West. „Hann vildi umfram alla hluti halda sósíalismanum lausum við alla flokkapólitík". Hann áleit að hin eina verulega von fyrir sósialisma væri sam- breyskingur hinna uppbyggilegu afla í öllum flokkum. að er undarleg þversögn í því, að Wells trúði ekki á það, að kynn- ingarverk sín mundu ná slíkum vinsæld um. Áður en hann ritaði hið fyrsta ein- tak af „The Outline of History“, hafði hann langar og alvarlegar viðræður við konu sína um fjármál. Vegna stríðsins hafði inneign hans minnkað úr 20,000 pundum niður í minna en helming þess. Hann ákvað þá að vinna eitt ár við veraldarsöguna, jafnvel þótt hann fengi lítið fyrir hana. En hún gaf honum heimsfrægð og viðurkenningu sem engin af sögum hans hafði veitt honum. Hann byrjaði verkið um haustið 1918, og um langan tíma var saga aðalviðfangsefnið. Eftir rúmt ár af því sem Wells kallaði „ofsalegt erfiði“, var hún tilbúin til útgáfu 1919. Fyrstu 10 árin seldust hálf önnur millj. af henni. „Maður fór að hátta sem endur bótasinnaður uppeldisfræðingur", sagði Wells, „og vaknaði við að maður var orðinn „best-seller“. Hagalagöar V esturheimsf erðir Vesturheimsferðir voru með mesta móti þetta ár. Fóru margir úr Borgar- firði o.fl. suðursveitum, svo og úr Skagafirði og vesturhluta Húnavatns- sýslu og víðar að. Nokkiýr fóru til Utha, en fyrir því gekkst Eiríkur trú- boði frá Brúnum. Alls var talið að vesturfarar væru á 13. hundrað. — Manntal á íslandi 69722. (Annáll 19. aldar 1883). Wells minnist þéss að í fjölskyldu hans var það algengt, að hjartað ætti til að slá óreglulega. Þannig var það með hann og þannig með föður hans. Og faðir hans og afi urðu báðir fyrir því, að hjartað hætti að slá skyndilega. Afi hans dó upp við túngarðshliðið, og faðir hans sveiflaði fótum fram úr rúm inu einn morgun og dó samstundis. 1934 skrifaðj Wells, að hann voni að endinn beri svo brátt að hjá sér líka. Hann var ekki hræddur við dauðann, sagði hann, en það virtist vera hart að svo lítill tími væri eftir, er svo mikið væri að gera. Hann hélt að hann ætti 10, eða í mesta lagi 15 ár ólifuð. Þau urðu 12. (New York Times) Aldrei og snúið Sr. Páll Tómasson, síffar í Miffdal, vigffist til Grímseyjar 1828. Þá var þaff siður þar viff jarðarfarir, að snúa sér þrjá hringi með kistuna sólarsinnis fyrir kirkjudyrum. Ekki er þess getiff í hvaða tilgangi þessi athöfn var viffhöfð en ekki er ósenni- legt, aff hún hafi átt aff varna þess að sá dauði færi á kreik. — Þá var það eitt sinn viff jarðarför að lík- menn greindi á um það, hvort búið væri að snúa líkinu tvo hringi eða þrjá. Skar þá prestur úr þrætunni með þessum orðum: „Og snúið þiff honum einn til piltar. Aldrei verður honum ofsnúið. Þetta hafði þau á- hrif, aff menn sneyptust og lagðist siðvenja þessi niffur. (Blanda). Biðill í draumi Eftir að Þorkell Eyjólfsson, síðar prestur í Ásum lauk stúdentsprófi-var hann um tíma heimiliskennari hjá Jóni landlækni Þorsteinssyni. Þar var þá á vist með þeim hjónum Ragnheið- ur dóttir Páls prófasts í Hörgsdal. Hafði hún áður dvalizt hjá afa sínum Pali klausturhaldara, á ElliðavatnL Síðasta veturinn, sem hún var þar dreymdi hana, að henni þótti koma til sín ungur maður ókendur og biðja sín. Þóttist hún spyrja hann kvaðan hann væri. Hann kvaðst vera að vestan, en eigi hafði hún séð Þorkel þá og mátti því eigi kenna hann frá ððrum mönnum. En þegar hún kom til Jóns landlæknis og sá Þorkel fyrsta sinni, kvað hún sér hafa hnykkt við, því að þar þóttist hún kenna sama mann og kom til hennar í drauminum. — Meðan þau Þorkell og Ragnheiður voru hjá landlækni hétu þau hvort öðru eiginorði. (Æviágrip Þ. Ey.). Út og austur í Kötlugosinu, sem hófst 26. júnl 1823 voru tveir ferðamenn úr Reyn- issókn staddir á Mýrum í Álftaveri ásamt nokkrum Eyfellingum. Þegar Mýrdalssandur varð ófær,' tóku þeir það ráð, að leita upp í Skaftártungu með 20 lausa hesta og héldu þaðan vestur á Mælifellssand, fengu rifa hjarn á honum og hverja sprænu lagða, fóru fram Estrur og Þórsmörk og náðu sólsetri að Stóru-Mörk og heim til sin um nóttina. Kaupstaðar- ferðamenn voru komnir út yfir Kúðafljót þegar hlaupið kom. Sneru þeir aftur og lögðu flestir af Síðu austur á Djúpavog og höndluðu þar um sumarið. (Rit um jarðelda). Mann meðol monnn handrit, sem Mann hafði verið að vinna að. Hann eyddi síðustu tveim vikunum í lögregluvögnum New York borgar, til þess að fá bakgrunn fyrir væntanlega mynd, „Leynilög- reglumaðurinn", scm Mann er að gera eftir skáldsögu Roderic Torps. „Samfélag okkar hefur kannske aldrei átt sinn líka í offorsi og vald- beitingu", sagði Mann síðastliðna viku. „Leynilögreglumaðurinn“ fæst við þennan ofsa, sem sýður og kraumar rétt undir yfirborði hvers- dagslífsins. Þess vegna fór ég út með lögreglunni í Harlem. Ég vildi prófa það og skilja — skilja hvernig það er að vera lögregluþjónn og lifa við þennan ofstopa á hverju augna- bliki.“ Harður raunúeruleiki Þótt þetta sé fyrsta náið samband hans við lögregluna, þá hefur Mann í þorsta sínum eftir raunveruleik, áður leiðst inn á óvænta staði. Með- an hann undirbjó fyrstu kvikmynd sína, „Dómur í Niirnberg", bjó Mann í Þýzkalandi í þrjá mánuði og spurði þýzka stríðsglæpamenn og fjölskyld- ur þeirra. Ein minnisverðasta per- sóna í kvikmyndinni, hin tilfinninga- ríka ekkja þýzks hershöfðingja, leikin af Marlenu Dietrich, var tek- in beint frá einhverjum, sem hann mætti í leit sinni. IX aunveruleiki hefir alltaf ver- ið heldur óvinsælt hugtak í kvik- myndaverinu. Keisarar sýningarskál anna létu það boð ganga fyrir langa löngu, að hinn typiski kvikmynda- unnandi langi ekki til að sjá lífið eins og það er, öllu fremur eins og það ætti að vera, þ.e.a.s. eins og Hollywood hugsaði sér að það væri. Þaðan er komið hug'takið „Holly- wood raunsæi“. Stríð varð john Wayne, sem hrakti indíánanna á flótta. Dyggð varð Doris Day, sem kúskaði hitt kynið. Vísdómur eitt- hvað sem Charles Heston segir með- an hann lagar á sér. brynjuna, og sorgarleikur var eitthvað sem kom sminkinu á Debbie Reynolds til að renna. Hollywood er erfiður staður fyrir þann, sem hefur áhuga á hinum raunverulega heimi, og hann hefur verið erfiður við hinn 39 ára gamla, vinnusama rithöfund, að naíni Aby Mann. Flestir sviðsmenn í Holly- wood sitja í vinnustofum sínum eða í grennd við sundlaugina sína og leggja út af lífinu í fjarska. Hug- mynd þeirra um að vera í snertingu við mannfélagið er falin í því, að halda einstöku sinnum hádegisverð í móttökusal vinnustofunnar. Hinn víðförli Mann tekur þetta nokkuð erfiðlegar. Á síðustu mán- uðum hefur hann farið um Harlem í lögregluvarðbíl, í fylgd með séra Martin Luther King gegnum bak- skóga Georgíu, og haft viðtöl við fórnarlömb hins fræga Charles Schmids morðmáls í Tucson, Ari- zona. Borgarsvað Allt þetta stóð í sambandi við Mann fann það sem hann leitaði að. Á einni fjögra tíma vakt, fundu þeir, Mann og tveir lögregluþjón- arnir í varðbílnum, 15 ára stúlku, sem hafði verið nauðgað af þrem ungum mönnum, kynvillta stúlku, sem hafði verið stungin af vinstúlku sinni, barþjón, sem hafði hótað að kasta sýru í andlitið á konunni sinni. Hann fór gegnum Harlem vistarver- ur, spurði óvinveitt vitni og rakti slóðir grunsamlegra manna. Var þetta ómaksins vert? Mann finnst það vera það — svo mjög, að liann ætlar bráðum af stað til að fá meir. „Eg held ég hefði ekki get- að ímyndað mér, hverju þetta líkt- ist, þarna á þessum sjóðandi heitu götum, hlusta á sírenurnar, sjá fólk- ið dreifast í skelfingu þegar lög- reglubílarnir komu, tala við venju- lega útlítandi fólk, sem er sakað um liræðilega glæpi ofstopa og vald- beitingar. Eftir Peter Bert Síðar, meðan hann skrifaði „A Child is Waiting“, með Burt Lanc- aster og Judy Garlich í aðalhlut- verkunum, heimsótti Mann hæli fyr- ir vanþroska börn í ýmsum lands- hlutum. Meðan hann vann við „Ship of Fools", reyndi hann að rekja sporin í skáldsögu Katherine Ann Porter, en endaði sem strandamaður á Kanaríeyjum án nokkurra pen- inga. (Spánskir embættismenn neit- uðu að viðurkenna ferðatékka). Allt þetta hlaut að þýða töluverða eyðslu á tíma og peningum, en fyr- ir Mann, sem fær yfir 200,000 dollara fyrir handrit, er þessi rannsókn hins raunverulega sviðs hreint ómetan- leg. „Það væri sjálfsblekking, að reyna að skrifa þessar myndir frá Hollywood*, sagði hann. „Við lifum á þeim tímum, þegar raunveruleik- inn gerir skáldskapinn lítilfjörlegan. Þær breytingar, sem eiga sér stað í samfélagi voru, gera það að verk- um, að kúnstir og handapat James Bonds virðast blátt áfram ómerki- legar. Krafan til kvikmynda felst í því, að grípa þá spennu, sem sann- leikurinn hefur að geyma, en ekki snúa allri filmunni upp í endalaus- ar grínmyndir. Gallinn á Hollywodd Mann er á þeirri skoðun, að Holly- wood sá stöðnuð í sjálfsánægju. Hann segir: „Ég trúi á það, að kvik- mynd, sem er klippt út úr okkar lífi, kvikmynd um negrabyltinguna eða stríðið í Víetnam, eða kvikmynd sem fæst við vandamál æskunnar í dag, sé eins arðvænleg, og ekki síður, en „Our Man Flint“, eða „What is New, Pussycat?" „Vandinn er sá“, bætir hann við, „að slíkar myndir eru erfiðari að búa til en mynd- irnar um Bonds og Flints, og eru meiri áhætta. í Hollywood — nú meir en nokkru sinni ertu aðeins eins góður eins og síðasta myndin þín. Aldrei hefur óheppni haft meira fall í för með sér. Kvikmyndafólkið er hrætt við að stefna hátt — það er grundvallargalli á Hollywood. Það hugsar alltaf, að í þetta sinn ætli það að gera eitthvað sem borgi sig, en næst ætli það að reyna eitt- hvað sem það trúi á. En „næst kem- ur aldrei. En hann heldur áfram hinni hættu- legu baráttu, að setja markið hátt, og enn sem komið er, hefur hann komizt dásamlega upp með það. T.d. hefur hann fengið Academy Award fyrir „Niirnberg" og útnefningu fyr- ir „Ship of Fools“. Honum hefur tekizt að halda fast við raunveru- leikann — ekki „Hollywood raun- veruleika", heldur raunveruleikann, sem á heima í hinum raunverulega heimi, langt frá sundlaugum og sviðsfurstum. LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 7 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.