Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 12
SMÁSAGAN Framhald af bla. 3. an brot úr þumlungi. Eftir það sat hann hreyfingarlaus. „Sérðu nokuð merkilegt?" sagði Sem- en. Tom sagði ekkert. „Ég held að ég fái mér annan sopa núna, frekar heldur en seinna“, sagði Semon. aHnn tók upp kútinn og drakk fast og lengi. egar hann hafði lokið sér af, lét hann kútinn ganga til Clay. „Það væri ekki mikið vit í því að fara til skólahússins núna“, sagði Sem- on, og hristi höfuðið að Clay. „Það er ekkert sérstakt við að fara þangað.“ „Það er mjög líklegt, að það sé alveg eins og þegar ég sá það síðast" sam- þykkti Tom. Semon gekk órólega um í skúrnum. Hann stanzaði við hliðina á Tom. Heyrðu, þú hefur ekki einkarétt kunningi“, sagði hann og ýtti við Tom. „Lofaðu manni að kíkja stöku sinnum." Tom stóð upp og gáði að kútnum. „Svei mér þá, ég man ekki eftir, að mér hafi nokkurn tíma þótt jafn gam- an að horfa á nokkuð eins og mér þykir núna“, sagði Semon um leið og hann lagði augað að rifunni. Clay hallaði sér að veggnum og tók upp munnhörpu sína. Hann sló flysjur af tóbaki og heyi úr henni og dró hana snöggt yfir varirnar. Það heyrðist hljóð eins og hjólbarði hefði sprungið. Hann byrjaði að leika. „Ég er trú- lofaður." Semon, með augað límt við rifuna, byrjaði að slá taktinn með fótunum. „Þetta er sú stórfurðulegasta rifa í öllum heiminum", sagði Tom. „Ég kem hingað og sit stundum allan morguninn og horfi í gegn. „Það er ekki nokkur skapaður hlutur að sjá, nema trén og girðingarstaurarnir, en ég get ekki hætt að glápa þótt lífið lægi við. Þetta er það undarlegasta sem ég hef nokkru sinni vitað. S emon hagræddi sér betur á skemlinum. „Það er ekkert að sjá“, sagði Tom, og þó er það heill heimur. Að horfa gegn- um skúrhliðina er ekki líkt neinu sem ég þekki. Maður situr dálitla stund, og áður en maður veit af, er ekki hægt að slíta sig frá því. Það nær einhverjum heljartökum á manni. Maður situr þama pírir auganu og horfir á trén eða eitt- hvað, og fer kannski að hugsa hvað þetta sé allt fáránlegt, en maður læt- ur sig það engu skipta. Það eina sem skiptir máli er að sitja þarna og horfa.“ Semon hélt áfram að slá taktinn við munnhörpuna með báðum fótum. Það heyrðist ekkert í þeim á berri jörðinni en hann hélt því áfram samt sem áður. „Hún var í gulum kjól---- “ Clay spilaði eins og hann ætti lífið að leysa, og Tom söng eina ljóðlínu við og við. Hann raulaði í hálfum hljóðum þegar hann söng ekki. Semon teygði sig eftir glerkútnum. Hönd hans leitaði í hringjum, en kút- urinn var utan seilingar. Hann vildi ekki hætta að horfa gegnum rifuna aðeins augnablik og sjá hvar hann væri. „Get ekki hjálpað þér, prédikari", sagði Tom. „Þú verður að koma og sækja hann. Það er komið að mér að horfa svolítið núna.“ „ — Þessi augu voru gerð mér til að sjá.“ Tom söng eina línu og hætti síðan til þess að tala aftur. „Þú ættir nú að leyfa öðrum að kíkja við og við, prédikari." S emon stóð upp af skemlinum án þess að hreyfa höfuðið. Hann stóð 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þarna hoginn þar til Tom ýtti honum frá. „Að næturl'tgi er að réttu lagi —“ „Farðu frá, prédikari", sagði Tom og ýtti við honu n. Semon set .ist á hinn skemilinn og nuddaði vin ’tra augað. Hann deplaði augunum no' Ikrum sinnum og hélt síð- an áfram að slá taktinn með fætinum. „Þetta er sú stórfurðulegasta rifa, sem ég hef á æfinni séð“, sagði Sem- on. Maður getur horft þarna í gegn allan daginn og aldrei orðið leiður á því. Og komi maður aftur næsta dag, þá þori ég að veðja, að það verður alveg jafn gaman. Það er eitthvað við það að horfa í gegnum rifu, sem jafnast ekki á við neitt annað í heiminum.“ Clay hafði nú hitað sig svo upp, að hann gat ekki hætt. Lagið sem hann lék var löngu búið, en viðlagið vildi ekki taka enda. Hann gat ekki fengið það af sér að hætta. Að lokum varð munnharpan full og hann varð að hætta. Honum þótti það leiðinlegt að lagið var búið. íg vil ganga yfir Piazza di Spagna eftir CESARE PAVESE Himinninn mun vera gagnsær og göturnar liggja að hæð furanna og steinanna. Skarkali strætanna mun ekki raska þessu friðsama andrúmslofti. Blómin við gosbrunnana munu ljóma í litum sínum líkt og kvennaaugu heilluð af sjálfum sér. Flug skrefa þaka og svala munu syngja í sólskininu. Strætið mun opnast, steinar þess munu syngja og hjartað stinga sér kollhnís eins og vatn gosbrunnanna — þetta mun vera röddin sem klifrar í stiga þínum. Gluggarnir muriu þekkja lyktina af steinunum og morgunloftið. Dyr munu opnast. Skarkali strætanna mun verða skarkali hjartans í birtunni sem umhverfist í ringulreið. Þar verður þú — hæglát og hrein. Morgnarnir fara hjá hreinir og eyddir. Þetta voru augu þín vön að búa sér til fyrir löngu. Morgunninn fór hjá seinlátur, hann var hyldýpi af hreyfingarlausri birtu, þögn. Og þú varst lifandi þögul og allt var lifandi undir augum þínum (enginn sársauki, engin hitasótt, enginn skuggi) eins og hafið að morgni, hreint. Þar sem þú ert er birta, er morgunn. Þú varst líf og heimur hlutanna. Við önduðum í þér með opin augu undir himninum sem býr í okkur enn. Enginn sársauki var þá, engín hitasótt, ekki þessi lamandi skuggi ofhlaðins dags af andlitum og annarleik. Ó birta, f jarlæga heiðríkja, örend andardráttur, beindu augum þínum að okkur hreyfingarlaus og hrein. Morgunninn er dimmur sem líður hjá án birtu augna þinna. Jóhann Hjálmarsson þýddi. Ljóð þetta er úr Ijóðaflokki, sem Pavese tileinkaði bandarísku leikkonunni Constance Dowling, og fannst á skrifborði hans, eftir aö hann hafði framið sjálfsmorð árið 1950. Cesare Pavese er talinn með meiriháttar skáldum síðari tíma. Hann var ítalskur og ungur að árum, þegar hann féll frá. — Þýð. Tom sönglaði þó ennþá og hann end- aði með annarri línu úr viðlaginu. ,,‘Haltu áfram", sagði Semon. „Mig langar til að heyra þetta lag aftur. Ég held að ég hafi aldrei heyrt spilað jafn fallegt lag á munnhörpu." „Það er komið að mér að horfa gegn- um rifuna núna.“ „Hérna fáðu þér annan sopa, Tom og ég leyfi þér svo að horfa helmingi lengur í næsta skipti. Haltu bara áfram að leika þetta fallega litla lag. Það er svo fallegt að mig langar til þess að gráta.“ C lay drakk og renndi síðan munn- hörpunni eftir vörunum. I þetta skipti hljómaði það eins og verið væri að pumpa lofti í hjólbarða. Með höfuðið þrýst fast að kofaveggn- um byrjaði Tom að raula á ný. „Það hefur aldrei verið til nein stúlka í heiminum sem jafnast á við hana.“ sagði Semon. Tárin runnu niður kinn- ar hans og féllu á handarbökin. „Ef ég gæti aðeins litið gegnum rifuna og séð hana, þá myndi ég ekki biðja um að fá að lifa lengur. Þessi rifa er það stórfurðulegasta sem ég hef litið í gegnum. Ég sit þarna og horfi og hugsa um þessa stúlku og vona að ég sjáii hana næst þegar ég depla auganu. Hann gekk að veggnum og ýtti Tom burt. Án þess að bíða eftir því að setj- ast þrýsti hann auganu að rifunni á veggnum. Síðan settist hann hægt nið- ur. „— Þú ert fegurst allra.“ Tom beygði sig og tók upp kútinn. Hann fékk sér sopa og setti kútinn aftur við fætur Clays. Clay var of upptekinn til þess að drekka. Hann gat ekki hætt að spila. „Þegar ég elska þig, segir ég þér —“ Semon lyfti hendinni og þurrkaði tárin af kinnum sér. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég hefði ekki þessa rifu á veggnum", sagði Tom. „Ég myndi sennilega vesl- ast upp og deyja, svo sorgmæddur myndi ég verða. Ég kem hérna niður eftir og sit og horfi og ég sé ekki neitt sem ekki sést betur fyrir utan en það skiptir ekki máli. Bara að sitja hérna og horfa gegnum rifuna allan daginn, nær einhverjum tökum á mér. Ég veit ekki hvað þetta er, og það getur verið að það sé ekki neitt þegar maður hugs- ar út í það. Það skiptir raunar ekki máli — bara við það að sitja þarna og horfa, finnst mér, að paradís geti ekki verið svo langt undan.“ FLÖTTI Framhald af bls. 9 gegnum frumskógana inn af Darien- flóa, þar sem allt moraði í hausaveið- urm, villidýrum og straumhörðum ám. En Belbenoit var ekki lengur eigna- laus maður. Hann átti stóran hníf, eitt- hvað af súkkulaði og sígarettum, eld- spýtur, dálitla peninga, handritið sitt og einn fiðrildaháf. Bezta eignin Fiðrildaháfurinn, sem er nytsamleg- ur á landsvæðum, þar sem hægt er að veiða nóg af verðmætiun sýnishornum, xeyndist vera þýðingaimesti hluturinn í eigu hans. Villimenn Kólumbíu voru vanir þrælasölum og gullgröfurum, ekki litlum, hvítum manni, sem langaði að veiða fiðrildi. Þeir gáfu honum mat og húsaskjól. Fyrstu nóttina sem Belbenoit dvaldist í þorpi innfæddra, iaumaðist hann niður að árbakkanum, stal eintrjánungi og reri undan straumi. Mæstu nótt endur- tók hann þetta í öðru þorpi. Og þannig gekk það í 20 nætur. Mánuði síðar rak hann niður fljóts- 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.